Að berja hausnum við steininn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. janúar 2019 15:20 Því skyldum við halda áfram að berja hausnum við steininn? Á árunum 2009-2018 námu útflutningstekjur (brúttó) af hvalveiðum að meðaltali tæplega 1,3 milljörðum króna. Veiðarnar stóðu ekki undir sér. Reksturinn skilaði tapi. Ársverk í kringum hvalveiðar eru í kringum 60. Árið 2017 námu útflutningstekjur af ferðaþjónustu 503 milljörðum króna. Gera má ráð fyrir að ársverk í ferðaþjónustu árið 2018 hafi verið um 18.000. Ljóst er að hvalveiðar eru litnar hornauga og jafnvel fordæmdar af stórum hluta heimsbyggðarinnar, enda banna alþjóðasamningar viðskipti við með hvalaafurðir á milli flestra þjóða. Markaðssvæðið er takmarkað við Noreg, Japan og Lýðveldið Palá. Í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnanna Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er því haldið fram að engar vísbendingar séu um það að hvalveiðar hafi haft áhrif á straum erlendra ferðamanna til Íslands. Málið er, að það eru heldur engar vísbendingar um það gagnstæða, þar sem engar marktækar rannsóknir hafa farið fram um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu eða aðrar útflutningsgreinar okkar. Við höfum ekki hugmynd um það hvort og þá hvernig hvalveiðar hafa haft áhrif á fjölda ferðamanna, eða það sem mikilvægara er, samsetningu þeirra. Þó held ég að það sé óhætt að fullyrða, að hvalveiðar hafa aldrei haft og munu aldrei hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Hvort við Íslendingar hættum, drögum úr eða aukum hvalveiðar, getur því aldrei orðið annað en pólítískt viðfangsefni. Að við eigum rétt á því að nýta okkar náttúruauðlindir eins og okkur sýnist eru rök sem oft heyrast, en eru fánýt rök. Að hafa rétt á að gera eitthvað, segir okkur ekki endilega að það sé skynsamlegt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að grípa til þess að bera saman krónur og aura og leyfa þeim útflutningsgreinum okkar sem sannanlega færa okkur hundruð milljarða í útflutningstekjur ár hvert að njóta vafans og stuðla að eflingu þeirra. Í inngangi skýrslunnar er bent á mikilvægi þess fyrir velferð þjóðar að „tryggja hagkvæma nýtingu auðlindanna“. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, finnst mér skera úr um það að hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og skipta í raun engu máli í hagkerfinu. Bjarnheiður Hallsdóttir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Því skyldum við halda áfram að berja hausnum við steininn? Á árunum 2009-2018 námu útflutningstekjur (brúttó) af hvalveiðum að meðaltali tæplega 1,3 milljörðum króna. Veiðarnar stóðu ekki undir sér. Reksturinn skilaði tapi. Ársverk í kringum hvalveiðar eru í kringum 60. Árið 2017 námu útflutningstekjur af ferðaþjónustu 503 milljörðum króna. Gera má ráð fyrir að ársverk í ferðaþjónustu árið 2018 hafi verið um 18.000. Ljóst er að hvalveiðar eru litnar hornauga og jafnvel fordæmdar af stórum hluta heimsbyggðarinnar, enda banna alþjóðasamningar viðskipti við með hvalaafurðir á milli flestra þjóða. Markaðssvæðið er takmarkað við Noreg, Japan og Lýðveldið Palá. Í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnanna Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er því haldið fram að engar vísbendingar séu um það að hvalveiðar hafi haft áhrif á straum erlendra ferðamanna til Íslands. Málið er, að það eru heldur engar vísbendingar um það gagnstæða, þar sem engar marktækar rannsóknir hafa farið fram um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu eða aðrar útflutningsgreinar okkar. Við höfum ekki hugmynd um það hvort og þá hvernig hvalveiðar hafa haft áhrif á fjölda ferðamanna, eða það sem mikilvægara er, samsetningu þeirra. Þó held ég að það sé óhætt að fullyrða, að hvalveiðar hafa aldrei haft og munu aldrei hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Hvort við Íslendingar hættum, drögum úr eða aukum hvalveiðar, getur því aldrei orðið annað en pólítískt viðfangsefni. Að við eigum rétt á því að nýta okkar náttúruauðlindir eins og okkur sýnist eru rök sem oft heyrast, en eru fánýt rök. Að hafa rétt á að gera eitthvað, segir okkur ekki endilega að það sé skynsamlegt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að grípa til þess að bera saman krónur og aura og leyfa þeim útflutningsgreinum okkar sem sannanlega færa okkur hundruð milljarða í útflutningstekjur ár hvert að njóta vafans og stuðla að eflingu þeirra. Í inngangi skýrslunnar er bent á mikilvægi þess fyrir velferð þjóðar að „tryggja hagkvæma nýtingu auðlindanna“. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, finnst mér skera úr um það að hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og skipta í raun engu máli í hagkerfinu. Bjarnheiður Hallsdóttir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun