Vegan í CrossFit Vera Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 15:00 Árni Björn er í þrælgóðu formi og setur markið hátt. Hann gerðist vegan árið 2017. Það tók hann smá tíma að finna út úr því hvernig hann gæti tryggt nægan kaloríufjölda í takt við stífar æfingar en hann komst þó fljótlega á rétta sporið. mynd/stefán Árni Björn Kristjánsson byrjaði að æfa CrossFit haustið 2009. Hann æfði og keppti í tennis sem barn en eftir að hann lagði tennisspaðann á hilluna var hann í nokkur ár að finna út úr því hvað gæti tekið við. „Ég var orðinn ansi þungur og prófaði CrossFit í þeim tilgangi að léttast,“ segir Árni Björn sem náði fljótt góðum árangri og keppti á sínum fyrstu heimsleikum tveimur árum síðar, eða árið 2011. Hann hefur síðan farið tvisvar til viðbótar á heimsleika og í öll skiptin keppt í liðakeppni. Í dag er hann stöðvarstjóri og einn af meðeigendum CrossFit XY í Garðabæ og stefnir á heimsleikana í einstaklingskeppni. „Ég stefni á Reykjavík CrossFit Championship sem verður haldið í maí en það er undankeppni fyrir heimsleikana. Á þá komast aðeins 40-50 manns á heimsvísu svo samkeppnin er hörð.“ Árni Björn æfir tvisvar á dag fimm daga vikunnar og borðar 3.500-4.000 kaloríur. Ekkert af því sem hann borðar er úr dýraríkinu. Mynd/Stefán Vigtar matinn Árni Björn gerðist vegan árið 2017 og kemur það að hans sögn mörgum á óvart enda ekki endilega samasemmerki á milli þess og stífrar CrossFit-iðkunar í hugum fólks. Aðspurður segir hann mataræðið hins vegar ekki koma að sök nema síður sé og er hann í þrælgóðu formi. „Þetta snýst bara um að vita hvað maður er að gera. Til að byrja með var ég ekki alveg með það á hreinu og rak mig aðeins á. Ég var hreinlega ekki að borða nóg miðað við hversu mikið ég æfi og léttist meira en ég kærði mig um. Þá brá ég á það ráð að fylgjast betur með. Ég hafði áður prófað að vigta matinn minn í þeim tilgangi að léttast en tók upp á því aftur til þess að sjá til þess að ég fengi örugglega nóg,“ útskýrir Árni Björn, sem hefur síðan haldið sér í þeirri þyngd sem hann vill vera í. Hann fylgir ákveðinni formúlu sem tekur mið af orkuþörf hans yfir daginn en hún fer eftir því hversu mikið hann æfir. „Ég æfi tvisvar á dag fimm sinnum í viku og miðað við það þarf ég að innbyrða um 3.500-4.000 kaloríur á dag.“ Árni Björn passar upp á að hafa gott jafnvægi á milli kolvetna, próteins og fitu og leggur ríka áherslu á grænmeti, ávexti, baunir og aðra próteingjafa eins og seitan, tófú og oumph. Árni Björn æfir nú fyrir Reykjavík CrossFit Championship sem verður haldið í maí en það er undankeppni fyrir heimsleikana í CrossFit.Mynd/Stefán „Morgunmaturinn samanstendur yfirleitt af hafragraut, hnetusmjöri, banönum og próteindrykk. Í hádeginu fæ ég mér svo til dæmis hrísgrjón eða sætar kartöflur ásamt einhverjum af ofangreindum próteingjöfum. Í millimál borða ég mikið af grænmeti og ávöxtum og er til að mynda duglegur að japla á gulrótum, paprikum og gúrkum. Á kvöldin eldum við fjölskyldan svo venjulegan heimilismat án dýraafurða og er af nægu að taka. Við kaupum yfirleitt inn í Krónunni en þar er mikið og gott veganúrval. Það er því alltaf veisla hjá okkur,“ segir hann og hlær. Fylgdi fordæmi konunnar Eiginkona Árna Björns, Guðrún Ósk Maríasdóttir, kom honum á vegan-bragðið. „Hún gerðist vegan ári á undan mér. Hún er matvælafræðingur að mennt en í gegnum námið komst hún að raun um hvernig framleiðsla dýraafurða fer fram. Í stuttu máli er það ekki sérlega huggulegur iðnaður og varð hún í kjölfarið afhuga dýraáti. Þetta er að miklu leyti falinn iðnaður og það er engin tilviljun. Þetta er eitthvað sem fólk kærir sig ekki um að sjá,“ segir Árni Björn og eru þau hjónin því fyrst og fremst vegan af siðferðislegum ástæðum. „Það er það sem knýr okkur áfram.“ Fáir vegan í CrossFit Aðspurður segist Árni Björn ekki vita um marga CrossFit-iðkendur sem eru vegan, hvorki hér heima né erlendis. „Það kemur mér í raun svolítið á óvart því þetta er að verða sífellt algengara hjá íþróttafólki í hinum ýmsu greinum og kemur alls ekki að sök.“ Ofurgrautur Uppskrift að dæmigerðum morgunmat Árna Björns: 70 g hafrar 15 g hnetusmjör 100 g af banana 40 g hindberjasulta 50 g af vegan próteini (ég nota Bulkpowders sem fæst í Hreysti) Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Heilsa Morgunmatur Uppskriftir Vegan Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Sjá meira
Árni Björn Kristjánsson byrjaði að æfa CrossFit haustið 2009. Hann æfði og keppti í tennis sem barn en eftir að hann lagði tennisspaðann á hilluna var hann í nokkur ár að finna út úr því hvað gæti tekið við. „Ég var orðinn ansi þungur og prófaði CrossFit í þeim tilgangi að léttast,“ segir Árni Björn sem náði fljótt góðum árangri og keppti á sínum fyrstu heimsleikum tveimur árum síðar, eða árið 2011. Hann hefur síðan farið tvisvar til viðbótar á heimsleika og í öll skiptin keppt í liðakeppni. Í dag er hann stöðvarstjóri og einn af meðeigendum CrossFit XY í Garðabæ og stefnir á heimsleikana í einstaklingskeppni. „Ég stefni á Reykjavík CrossFit Championship sem verður haldið í maí en það er undankeppni fyrir heimsleikana. Á þá komast aðeins 40-50 manns á heimsvísu svo samkeppnin er hörð.“ Árni Björn æfir tvisvar á dag fimm daga vikunnar og borðar 3.500-4.000 kaloríur. Ekkert af því sem hann borðar er úr dýraríkinu. Mynd/Stefán Vigtar matinn Árni Björn gerðist vegan árið 2017 og kemur það að hans sögn mörgum á óvart enda ekki endilega samasemmerki á milli þess og stífrar CrossFit-iðkunar í hugum fólks. Aðspurður segir hann mataræðið hins vegar ekki koma að sök nema síður sé og er hann í þrælgóðu formi. „Þetta snýst bara um að vita hvað maður er að gera. Til að byrja með var ég ekki alveg með það á hreinu og rak mig aðeins á. Ég var hreinlega ekki að borða nóg miðað við hversu mikið ég æfi og léttist meira en ég kærði mig um. Þá brá ég á það ráð að fylgjast betur með. Ég hafði áður prófað að vigta matinn minn í þeim tilgangi að léttast en tók upp á því aftur til þess að sjá til þess að ég fengi örugglega nóg,“ útskýrir Árni Björn, sem hefur síðan haldið sér í þeirri þyngd sem hann vill vera í. Hann fylgir ákveðinni formúlu sem tekur mið af orkuþörf hans yfir daginn en hún fer eftir því hversu mikið hann æfir. „Ég æfi tvisvar á dag fimm sinnum í viku og miðað við það þarf ég að innbyrða um 3.500-4.000 kaloríur á dag.“ Árni Björn passar upp á að hafa gott jafnvægi á milli kolvetna, próteins og fitu og leggur ríka áherslu á grænmeti, ávexti, baunir og aðra próteingjafa eins og seitan, tófú og oumph. Árni Björn æfir nú fyrir Reykjavík CrossFit Championship sem verður haldið í maí en það er undankeppni fyrir heimsleikana í CrossFit.Mynd/Stefán „Morgunmaturinn samanstendur yfirleitt af hafragraut, hnetusmjöri, banönum og próteindrykk. Í hádeginu fæ ég mér svo til dæmis hrísgrjón eða sætar kartöflur ásamt einhverjum af ofangreindum próteingjöfum. Í millimál borða ég mikið af grænmeti og ávöxtum og er til að mynda duglegur að japla á gulrótum, paprikum og gúrkum. Á kvöldin eldum við fjölskyldan svo venjulegan heimilismat án dýraafurða og er af nægu að taka. Við kaupum yfirleitt inn í Krónunni en þar er mikið og gott veganúrval. Það er því alltaf veisla hjá okkur,“ segir hann og hlær. Fylgdi fordæmi konunnar Eiginkona Árna Björns, Guðrún Ósk Maríasdóttir, kom honum á vegan-bragðið. „Hún gerðist vegan ári á undan mér. Hún er matvælafræðingur að mennt en í gegnum námið komst hún að raun um hvernig framleiðsla dýraafurða fer fram. Í stuttu máli er það ekki sérlega huggulegur iðnaður og varð hún í kjölfarið afhuga dýraáti. Þetta er að miklu leyti falinn iðnaður og það er engin tilviljun. Þetta er eitthvað sem fólk kærir sig ekki um að sjá,“ segir Árni Björn og eru þau hjónin því fyrst og fremst vegan af siðferðislegum ástæðum. „Það er það sem knýr okkur áfram.“ Fáir vegan í CrossFit Aðspurður segist Árni Björn ekki vita um marga CrossFit-iðkendur sem eru vegan, hvorki hér heima né erlendis. „Það kemur mér í raun svolítið á óvart því þetta er að verða sífellt algengara hjá íþróttafólki í hinum ýmsu greinum og kemur alls ekki að sök.“ Ofurgrautur Uppskrift að dæmigerðum morgunmat Árna Björns: 70 g hafrar 15 g hnetusmjör 100 g af banana 40 g hindberjasulta 50 g af vegan próteini (ég nota Bulkpowders sem fæst í Hreysti)
Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Heilsa Morgunmatur Uppskriftir Vegan Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Sjá meira