Talið niður í vorveiðina Karl Lúðvíksson skrifar 14. janúar 2019 11:56 Þegar litið er út um gluggann í dag er kannski fátt sem ætti að minna á veiði og veiðiskap en það er samt þannig að nú telja veiðimenn niður í fyrstu veiði ársins. Vorveiðin hefst 1. apríl og þá er mestur straumurinn í sjóbirtingsveiðina en urriðaveiðin á Þingvöllum er þó farin að verða með vinsælustu veiðisvæðunum í apríl og maí. Það er mikil ásókn í þau veiðisvæði sem eru með þeim bestu og nægir þar að nefna sjóbirtingssvæðin við Kirkjubæjarklaustur en eins er mikið sótt í t.d. Litluá, Húseyjakvísl, Minnivallalæk, Varmá, Laxá í Kjós og Heiðarvatn. Þetta er líka sá tími ársins þegar veiðimenn eru að bóka sína daga í aðra veiði eins og laxveiðina en bestu árnar eru margar hverjar að verða vel seldar og júlíleyfi eru með öllu að verða ófáanleg. Það styttist hratt í að veiðimenn og veiðikonur landsins fari aftur í vöðlurnar eftir vetrarhvíld en það er rétt tveir og hálfur mánuður í að gleðin byrji aftur og það líður hratt þegar spennan er mikil. Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Veiðistaðurinn – Kríueyja í Blöndu Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Gangan upp fyrir Glanna 65% undir tíu ára meðaltali Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði
Þegar litið er út um gluggann í dag er kannski fátt sem ætti að minna á veiði og veiðiskap en það er samt þannig að nú telja veiðimenn niður í fyrstu veiði ársins. Vorveiðin hefst 1. apríl og þá er mestur straumurinn í sjóbirtingsveiðina en urriðaveiðin á Þingvöllum er þó farin að verða með vinsælustu veiðisvæðunum í apríl og maí. Það er mikil ásókn í þau veiðisvæði sem eru með þeim bestu og nægir þar að nefna sjóbirtingssvæðin við Kirkjubæjarklaustur en eins er mikið sótt í t.d. Litluá, Húseyjakvísl, Minnivallalæk, Varmá, Laxá í Kjós og Heiðarvatn. Þetta er líka sá tími ársins þegar veiðimenn eru að bóka sína daga í aðra veiði eins og laxveiðina en bestu árnar eru margar hverjar að verða vel seldar og júlíleyfi eru með öllu að verða ófáanleg. Það styttist hratt í að veiðimenn og veiðikonur landsins fari aftur í vöðlurnar eftir vetrarhvíld en það er rétt tveir og hálfur mánuður í að gleðin byrji aftur og það líður hratt þegar spennan er mikil.
Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Veiðistaðurinn – Kríueyja í Blöndu Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Gangan upp fyrir Glanna 65% undir tíu ára meðaltali Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði