Trump er víða Hörður Ægisson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fjármálamarkaðir hafa ekki farið varhluta af yfirstandandi kjaraviðræðum. Fjárfestar eru búnir að verðleggja flesta eignaflokka á markaði í samræmi við svartsýnustu spár. Það kemur ekki til að ástæðulausu. Kröfur stærstu verkalýðsfélaganna, ásamt sífellt herskárri yfirlýsingum, gefa ekki tilefni til bjartsýni um að sátt náist á vinnumarkaði. Íslensk heimili bera kostnaðinn af þessu óvissuástandi sem hefur átt stóran þátt í veikingu krónunnar. Verðbólguvæntingar hafa verið á uppleið og vextir innlánsstofnana því hækkað skarpt á skömmum tíma. Heimilin óttast, eðlilega, að tímabil verðstöðugleika sé nú á enda og hafa í stórum stíl brugðist við með því að skuldbreyta verðtryggðum lánum sínum yfir í óverðtryggð. Þjóðarbúið í heild stendur á sterkum grunni en staðan í hagkerfinu er samt brothætt. Þetta birtist hvað skýrast í væntingum stjórnenda sem hafa þróast hratt til hins verra á fáum mánuðum og hafa nú sjaldan mælst lægri. Fréttir af gjaldþrotum rótgróinna fyrirtækja og miklar fjöldauppsagnir á nýliðnu ári, þær flestu frá 2009, eru vísbending um það sem koma skal. Launakostnaður fyrirtækja, mældur í evrum, hefur aukist um tugi prósenta frá 2015 á meðan hækkunin í okkar helstu samkeppnisríkjum nemur örfáum prósentum. Þetta er ekki sjálfbær staða og eitthvað hlýtur að gefa eftir. Staðreyndin er sú, ólíkt þeim blekkingum sem er haldið á lofti af þeim sem vilja rugla umræðuna, að verðmætaaukning undanfarinna ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til atvinnurekenda. Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins er enda hvergi hærra en á Íslandi á meðal OECD-ríkjanna. Ef íslenska samningslíkanið væri í líkingu við hið norræna þá myndu kjaraviðræður taka mið af þessum efnahagslega veruleika. Áhersla yrði lögð á að verja þann mikla árangur sem áunnist hefur, með áherslu á stöðugleika og þannig skapa forsendur fyrir lægri vöxtum, og að semja um hóflegar launahækkanir. Svo er hins vegar ekki. Kröfugerð verkalýðsfélaganna – sem felur í sér, svo fátt eitt sé nefnt, tugprósenta launahækkanir, styttri vinnuviku án launaskerðingar, afnám verðtryggingar og breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans – er með þeim hætti að ómögulegt er að sjá hvernig hún getur verið grundvöllur að viðræðum um raunhæfa kjarasamninga. Við aðrar aðstæður, þar sem í forystu stéttarfélaganna væri fólk með skynbragð á samningatækni og samhengi hlutanna, væri við því að búast að báðir aðilar við samningaborðið myndu gefa eftir af kröfum sínum. Raunveruleikinn er annar. Ekki er hægt að skilja yfirlýsingar VR og Eflingar öðruvísi en að flestar kröfur þeirra séu ófrávíkjanlegar. Það er aðeins tímaspursmál hvenær stéttarfélögin slíta þeim viðræðum sem nú eru á borði sáttasemjara og fara fram á verkfallsheimild. Sú niðurstaða hefur legið lengi fyrir. Formenn félaganna skeyta ekkert um efnahagslegar staðreyndir heldur spila á tilfinningar fólks. Trump er nefnilega víða. Leiðarljósið er ekki endilega að ná samningum heldur er markmiðið sem slíkt stéttastríð. Þá koma digrir sjóðir Eflingar og VR – samtals um 24 milljarðar – að góðum notum til að standa undir verkföllum og átökum í pólitískum tilgangi. Eru félagsmenn VR, sem telja um 30 þúsund og eru að meðaltali með um 700 þúsund í heildarlaun, reiðubúnir að fylgja formanni sínum í fráleitar verkfallsaðgerðir? Um það má vonandi efast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Fjármálamarkaðir hafa ekki farið varhluta af yfirstandandi kjaraviðræðum. Fjárfestar eru búnir að verðleggja flesta eignaflokka á markaði í samræmi við svartsýnustu spár. Það kemur ekki til að ástæðulausu. Kröfur stærstu verkalýðsfélaganna, ásamt sífellt herskárri yfirlýsingum, gefa ekki tilefni til bjartsýni um að sátt náist á vinnumarkaði. Íslensk heimili bera kostnaðinn af þessu óvissuástandi sem hefur átt stóran þátt í veikingu krónunnar. Verðbólguvæntingar hafa verið á uppleið og vextir innlánsstofnana því hækkað skarpt á skömmum tíma. Heimilin óttast, eðlilega, að tímabil verðstöðugleika sé nú á enda og hafa í stórum stíl brugðist við með því að skuldbreyta verðtryggðum lánum sínum yfir í óverðtryggð. Þjóðarbúið í heild stendur á sterkum grunni en staðan í hagkerfinu er samt brothætt. Þetta birtist hvað skýrast í væntingum stjórnenda sem hafa þróast hratt til hins verra á fáum mánuðum og hafa nú sjaldan mælst lægri. Fréttir af gjaldþrotum rótgróinna fyrirtækja og miklar fjöldauppsagnir á nýliðnu ári, þær flestu frá 2009, eru vísbending um það sem koma skal. Launakostnaður fyrirtækja, mældur í evrum, hefur aukist um tugi prósenta frá 2015 á meðan hækkunin í okkar helstu samkeppnisríkjum nemur örfáum prósentum. Þetta er ekki sjálfbær staða og eitthvað hlýtur að gefa eftir. Staðreyndin er sú, ólíkt þeim blekkingum sem er haldið á lofti af þeim sem vilja rugla umræðuna, að verðmætaaukning undanfarinna ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til atvinnurekenda. Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins er enda hvergi hærra en á Íslandi á meðal OECD-ríkjanna. Ef íslenska samningslíkanið væri í líkingu við hið norræna þá myndu kjaraviðræður taka mið af þessum efnahagslega veruleika. Áhersla yrði lögð á að verja þann mikla árangur sem áunnist hefur, með áherslu á stöðugleika og þannig skapa forsendur fyrir lægri vöxtum, og að semja um hóflegar launahækkanir. Svo er hins vegar ekki. Kröfugerð verkalýðsfélaganna – sem felur í sér, svo fátt eitt sé nefnt, tugprósenta launahækkanir, styttri vinnuviku án launaskerðingar, afnám verðtryggingar og breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans – er með þeim hætti að ómögulegt er að sjá hvernig hún getur verið grundvöllur að viðræðum um raunhæfa kjarasamninga. Við aðrar aðstæður, þar sem í forystu stéttarfélaganna væri fólk með skynbragð á samningatækni og samhengi hlutanna, væri við því að búast að báðir aðilar við samningaborðið myndu gefa eftir af kröfum sínum. Raunveruleikinn er annar. Ekki er hægt að skilja yfirlýsingar VR og Eflingar öðruvísi en að flestar kröfur þeirra séu ófrávíkjanlegar. Það er aðeins tímaspursmál hvenær stéttarfélögin slíta þeim viðræðum sem nú eru á borði sáttasemjara og fara fram á verkfallsheimild. Sú niðurstaða hefur legið lengi fyrir. Formenn félaganna skeyta ekkert um efnahagslegar staðreyndir heldur spila á tilfinningar fólks. Trump er nefnilega víða. Leiðarljósið er ekki endilega að ná samningum heldur er markmiðið sem slíkt stéttastríð. Þá koma digrir sjóðir Eflingar og VR – samtals um 24 milljarðar – að góðum notum til að standa undir verkföllum og átökum í pólitískum tilgangi. Eru félagsmenn VR, sem telja um 30 þúsund og eru að meðaltali með um 700 þúsund í heildarlaun, reiðubúnir að fylgja formanni sínum í fráleitar verkfallsaðgerðir? Um það má vonandi efast.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun