Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 10. október 2025 20:02 Í dag er 10. október, alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur. Mér verður hugsað um 30 ár tilbaka, þegar við héldum fyrst upp á þennan dag. Þegar notendur geðheilbrigðisþjónustunnar fóru að gera sig gildandi, gengu götur með kröfuspjöld, komu fram í fjölmiðlum, héldu málverkasýningar, tónleika og málþing ár eftir ár. Þau kröfðust sýnileika og mannréttinda á pari við aðra samfélagsþegna og það má alveg sjá víða hvernig notendur hafa virkilega breytt og ýtt við stöðnuðu kerfi til betri vegar. Það er í dag almennt viðurkennt að bata- og mannréttindamiðuð þjónusta sé stefnan þar sem virðing er borin fyrir vali og sjálfræði einstaklinga og stuðningur við fjölskyldur og tengslanet er sjálfsagður. Allt þetta er í stefnum og plöggum opinberra aðila sem eiga að sinna veikum einstaklingum og aðstandendum þeirra. En lýsingar aðstandanda og fleiri eru í hrópandi ósamræmi við þau plögg og það verður oftar en ekki uppi fótur og fit þegar þjónustan er gagnrýnd og dregin í efa eins og sannarlega hefur verið gert undanfarið í umfjöllun um fanga sem glíma við geðrænar áskoranir, að ég tali ekki um foreldra ungra einstaklinga með fjölþættan vanda, svo sem vímuefnaneyslu, hegðunarvanda og/eða taugaþroskaraskanir ýmis konar. Ég minnist hve vongóð við vorum um aldamótin, þegar umræðan fór að snúast um geðrækt, forvarnir og verkefni á borð við Zippy’s Friends var kynnt til sögunnar, geðræktarátak sem átti að innleiða í leik- og grunnskólum. Hvað varð um það? Auðvitað hefur þó margt breyst til batnaðar, umræðan opnari, meiri samfélagsgeðþjónusta til staðar og viðurkenning á jafningjastuðningi víða. En einhvern veginn er eins og við sem samfélag séum ekki að halda utan um þá sem mest þurfa á aðstoð að halda, það einkennist um of af mikilli einstaklingshyggju, samkeppni, samanburði, neysluhyggju og mismunun, allt eru þetta atriði sem ýta undir streitu og stundum uppgjöf og eru ekki góð fyrir geðheilsuna. Þegar við bætist niðurskurður og ýmis frjálshyggjueinkenni hins opinbera er ekki von á góðu eins og fjölmargir hafa haft orð á og tölfræðin sýnir varðandi innlagnir og að ég tali ekki um fjölda þeirra sem falla fyrir eigin hendi. Það ætti ekki árið 2025 að þurfa sjónvarpsþætti sem sýna hvernig fárveikir einstaklingar eru settir í einangrun í fangelsi í stað viðeigandi meðferðarúrræðis, ekki viðtöl við úrvinda foreldra sem hafa jafnvel misst börnin sín eða ætla með þau til annarrra heimsálfa í meðferð, ekki símtöl í örvæntingu vegna stuðningsleysis og baráttu við heilbrigðisstarfsfólk. Við þurfum sem samfélag róttæka breytingu, förum að huga að forvörnum, nýjum leiðum sem hafa verið teknar upp annars staðar og eigum samráð og heiðarlegt samtal við notendur, jafningja og aðstandendur um hvað virkar og hvað ekki. Að bera við fjárskorti er ekki í boði, tökum þá eitthvað af milljörðum sem fara í varnarmál og notum til hagsbóta fyrir þegna landsins. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og sjálfboðaliði hjá Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er 10. október, alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur. Mér verður hugsað um 30 ár tilbaka, þegar við héldum fyrst upp á þennan dag. Þegar notendur geðheilbrigðisþjónustunnar fóru að gera sig gildandi, gengu götur með kröfuspjöld, komu fram í fjölmiðlum, héldu málverkasýningar, tónleika og málþing ár eftir ár. Þau kröfðust sýnileika og mannréttinda á pari við aðra samfélagsþegna og það má alveg sjá víða hvernig notendur hafa virkilega breytt og ýtt við stöðnuðu kerfi til betri vegar. Það er í dag almennt viðurkennt að bata- og mannréttindamiðuð þjónusta sé stefnan þar sem virðing er borin fyrir vali og sjálfræði einstaklinga og stuðningur við fjölskyldur og tengslanet er sjálfsagður. Allt þetta er í stefnum og plöggum opinberra aðila sem eiga að sinna veikum einstaklingum og aðstandendum þeirra. En lýsingar aðstandanda og fleiri eru í hrópandi ósamræmi við þau plögg og það verður oftar en ekki uppi fótur og fit þegar þjónustan er gagnrýnd og dregin í efa eins og sannarlega hefur verið gert undanfarið í umfjöllun um fanga sem glíma við geðrænar áskoranir, að ég tali ekki um foreldra ungra einstaklinga með fjölþættan vanda, svo sem vímuefnaneyslu, hegðunarvanda og/eða taugaþroskaraskanir ýmis konar. Ég minnist hve vongóð við vorum um aldamótin, þegar umræðan fór að snúast um geðrækt, forvarnir og verkefni á borð við Zippy’s Friends var kynnt til sögunnar, geðræktarátak sem átti að innleiða í leik- og grunnskólum. Hvað varð um það? Auðvitað hefur þó margt breyst til batnaðar, umræðan opnari, meiri samfélagsgeðþjónusta til staðar og viðurkenning á jafningjastuðningi víða. En einhvern veginn er eins og við sem samfélag séum ekki að halda utan um þá sem mest þurfa á aðstoð að halda, það einkennist um of af mikilli einstaklingshyggju, samkeppni, samanburði, neysluhyggju og mismunun, allt eru þetta atriði sem ýta undir streitu og stundum uppgjöf og eru ekki góð fyrir geðheilsuna. Þegar við bætist niðurskurður og ýmis frjálshyggjueinkenni hins opinbera er ekki von á góðu eins og fjölmargir hafa haft orð á og tölfræðin sýnir varðandi innlagnir og að ég tali ekki um fjölda þeirra sem falla fyrir eigin hendi. Það ætti ekki árið 2025 að þurfa sjónvarpsþætti sem sýna hvernig fárveikir einstaklingar eru settir í einangrun í fangelsi í stað viðeigandi meðferðarúrræðis, ekki viðtöl við úrvinda foreldra sem hafa jafnvel misst börnin sín eða ætla með þau til annarrra heimsálfa í meðferð, ekki símtöl í örvæntingu vegna stuðningsleysis og baráttu við heilbrigðisstarfsfólk. Við þurfum sem samfélag róttæka breytingu, förum að huga að forvörnum, nýjum leiðum sem hafa verið teknar upp annars staðar og eigum samráð og heiðarlegt samtal við notendur, jafningja og aðstandendur um hvað virkar og hvað ekki. Að bera við fjárskorti er ekki í boði, tökum þá eitthvað af milljörðum sem fara í varnarmál og notum til hagsbóta fyrir þegna landsins. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og sjálfboðaliði hjá Afstöðu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun