Robert Plant á Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2019 12:00 Robert Plant er söngvari Led Zeppelin. Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. Goðsögnin Robert Plant mun stíga á svið, en hann er aðal söngvari hljómsveitarinnar Led Zeppelin. Árið 2018 voru 50 ár síðan frumrauna plata Led Zeppelin kom út og verða þetta því afmælistónleikar þar sem spiluð verða öll helstu gömlu lögin í bland við það besta af nýja efninu. Hiphop og Dubstep hljómsveitin Foreign Beggars spilar í annað skipti á Secret Solstice, en þessi breska hljómsveit sló í gegn fyrir nokkrum árum með lagið Badman Riddem auk þess að gefa út nokkur lög með Skrillex. Ameríski plötusnúðurinn MK ætlar að mæta til Íslands í fyrsta skipti. Hann er búinn að vera á toppnum síðan 1992 víða um heiminn, en hann er einnig lagahöfundur og hefur samið lög fyrir Beyonce, Pitbull, Jayden Smith og Mary J. Blige ásamt að búa til heilan helling af þekktum remixum.Mr G. (LIVE) mun spila Í fyrsta sinn á Íslandi og plötusnúðurinn Kerri Chandler mun einnig koma fram. Hann hefur spilað fjórum sinnum á Secret Solstice og hefur alltaf verið vel tekið á móti honum.Boy Pablo munu mæta með fágaða Indý tónlist og síðan mun XXX Rottweiler koma aftur saman fyrir hátíðina. Þá mun Högni koma fram en aðrir sem eiga eftir að koma frá á Secret Solsice í ár eru: Ari Árelíus, Auður ,Svala Björgvins, Captain Syrup, ClubDub, Exos, Ingi Bauer, Bensol, Jóhann Stone, KrBear, Mike The Jacket, Vibes, OktavDJ, ink Street Boys, Séra Bjössi, Sprite Zero Klan, Ragga Holm, Rokky, Smash TV, ALXJ, Chris Hirose, Clint Stewart, Dilivius Lenni, Monello, DJ Nitin, Ricoshëi og Vom Feisten. Í tilkynningunni segir að til að gera hátíðina aðgengilegri fyrir sem flesta þá er boðið upp á dagspassa alla dagana auk þess sem miðaverð hefur verið lækkað. Þá eru í boði sérstakir barnamiðar. Fullt miðaverð í dag er 15.990 krónur og helst, þar til næstu tónlistarmenn verða kynntir til leiks á komandi vikum. Secret Solstice Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. Goðsögnin Robert Plant mun stíga á svið, en hann er aðal söngvari hljómsveitarinnar Led Zeppelin. Árið 2018 voru 50 ár síðan frumrauna plata Led Zeppelin kom út og verða þetta því afmælistónleikar þar sem spiluð verða öll helstu gömlu lögin í bland við það besta af nýja efninu. Hiphop og Dubstep hljómsveitin Foreign Beggars spilar í annað skipti á Secret Solstice, en þessi breska hljómsveit sló í gegn fyrir nokkrum árum með lagið Badman Riddem auk þess að gefa út nokkur lög með Skrillex. Ameríski plötusnúðurinn MK ætlar að mæta til Íslands í fyrsta skipti. Hann er búinn að vera á toppnum síðan 1992 víða um heiminn, en hann er einnig lagahöfundur og hefur samið lög fyrir Beyonce, Pitbull, Jayden Smith og Mary J. Blige ásamt að búa til heilan helling af þekktum remixum.Mr G. (LIVE) mun spila Í fyrsta sinn á Íslandi og plötusnúðurinn Kerri Chandler mun einnig koma fram. Hann hefur spilað fjórum sinnum á Secret Solstice og hefur alltaf verið vel tekið á móti honum.Boy Pablo munu mæta með fágaða Indý tónlist og síðan mun XXX Rottweiler koma aftur saman fyrir hátíðina. Þá mun Högni koma fram en aðrir sem eiga eftir að koma frá á Secret Solsice í ár eru: Ari Árelíus, Auður ,Svala Björgvins, Captain Syrup, ClubDub, Exos, Ingi Bauer, Bensol, Jóhann Stone, KrBear, Mike The Jacket, Vibes, OktavDJ, ink Street Boys, Séra Bjössi, Sprite Zero Klan, Ragga Holm, Rokky, Smash TV, ALXJ, Chris Hirose, Clint Stewart, Dilivius Lenni, Monello, DJ Nitin, Ricoshëi og Vom Feisten. Í tilkynningunni segir að til að gera hátíðina aðgengilegri fyrir sem flesta þá er boðið upp á dagspassa alla dagana auk þess sem miðaverð hefur verið lækkað. Þá eru í boði sérstakir barnamiðar. Fullt miðaverð í dag er 15.990 krónur og helst, þar til næstu tónlistarmenn verða kynntir til leiks á komandi vikum.
Secret Solstice Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira