Þrífösun rafmagns: Skaftárhreppur og Mýrar í forgang Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2019 13:28 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, er ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024. Í frétt á vef atvinnuvegna og nýsköpunarráðuneytisins segir að til standi í fyrsta áfanga verði lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er kveðið á um að flýta áformum um þrífösun. Hafi átakið þannig einnig beina skírskotun til byggðaáætlunar sem Alþingi samþykkti síðastliðið sumar, þar sem áhersla sé lögð á þrífösun.Á að ljúka 2035 „Í dag er meira en fjórðungur af öllu dreifikerfi RARIK einfasa, sem takmarkar bæði flutningsgetu kerfisins og það hve öflugan rafbúnað er hægt er að nota á hverjum og einum stað. Þrífösun er því mikilvæg út frá orkuskiptum, byggðasjónarmiðum, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum atvinnutækifærum. Auk þess má nefna að nýir strengir eru iðulega lagðir í jörð, í samræmi við stefnu stjórnvalda, sem hefur jákvæð umhverfisáhrif. Samkvæmt núgildandi áætlunum verður þrífösun ekki lokið fyrr en eftir 16 ár eða árið 2035. Tillagan gengur út á tvennt: í fyrsta lagi aukið fjármagn, um 80 milljónir kr. á ári í þrjú ár, og í öðru lagi breytta forgangsröðun. Í stað þess að forgangsraða eftir aldri núverandi raflína og álagi á þær verði einnig horft til þess hve mikil þörf er fyrir þrífösun og hvort samlegðaráhrif séu með áætlunum um lagningu ljósleiðara. Féð verður notað til að standa straum af flýtigjaldi sem RARIK tekur fyrir að flýta framkvæmdum. Í þessum þriggja ára áfanga, árin 2020-2022, verður lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Skaftárhreppur er eina sveitarfélagið á Suðurlandi sem ekki nýtur þriggja fasa rafmagns. Sveitarfélagið er hið næststærsta á landinu að flatarmáli og er skilgreint sem brotthætt byggð. Mikill ferðamannastraumur á svæðinu veldur álagi á innviði. Á Mýrum fer saman brýn þörf fyrir þrífösun vegna landbúnaðar og sú staðreynd að unnið er að útboði á lagningu ljósleiðara á svæðinu sem hefði í för með sér töluverð samlegðaráhrif. Svæðið sem um ræðir er frá Hvítárósum vestur að mörkum Eyja- og Miklaholtshrepps,“ segir í fréttinni. Byggðamál Orkumál Skaftárhreppur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024. Í frétt á vef atvinnuvegna og nýsköpunarráðuneytisins segir að til standi í fyrsta áfanga verði lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er kveðið á um að flýta áformum um þrífösun. Hafi átakið þannig einnig beina skírskotun til byggðaáætlunar sem Alþingi samþykkti síðastliðið sumar, þar sem áhersla sé lögð á þrífösun.Á að ljúka 2035 „Í dag er meira en fjórðungur af öllu dreifikerfi RARIK einfasa, sem takmarkar bæði flutningsgetu kerfisins og það hve öflugan rafbúnað er hægt er að nota á hverjum og einum stað. Þrífösun er því mikilvæg út frá orkuskiptum, byggðasjónarmiðum, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum atvinnutækifærum. Auk þess má nefna að nýir strengir eru iðulega lagðir í jörð, í samræmi við stefnu stjórnvalda, sem hefur jákvæð umhverfisáhrif. Samkvæmt núgildandi áætlunum verður þrífösun ekki lokið fyrr en eftir 16 ár eða árið 2035. Tillagan gengur út á tvennt: í fyrsta lagi aukið fjármagn, um 80 milljónir kr. á ári í þrjú ár, og í öðru lagi breytta forgangsröðun. Í stað þess að forgangsraða eftir aldri núverandi raflína og álagi á þær verði einnig horft til þess hve mikil þörf er fyrir þrífösun og hvort samlegðaráhrif séu með áætlunum um lagningu ljósleiðara. Féð verður notað til að standa straum af flýtigjaldi sem RARIK tekur fyrir að flýta framkvæmdum. Í þessum þriggja ára áfanga, árin 2020-2022, verður lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveimur svæðum: Skaftárhreppi og Mýrum. Skaftárhreppur er eina sveitarfélagið á Suðurlandi sem ekki nýtur þriggja fasa rafmagns. Sveitarfélagið er hið næststærsta á landinu að flatarmáli og er skilgreint sem brotthætt byggð. Mikill ferðamannastraumur á svæðinu veldur álagi á innviði. Á Mýrum fer saman brýn þörf fyrir þrífösun vegna landbúnaðar og sú staðreynd að unnið er að útboði á lagningu ljósleiðara á svæðinu sem hefði í för með sér töluverð samlegðaráhrif. Svæðið sem um ræðir er frá Hvítárósum vestur að mörkum Eyja- og Miklaholtshrepps,“ segir í fréttinni.
Byggðamál Orkumál Skaftárhreppur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira