Meiri harka í gríska boltanum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. janúar 2019 08:30 Ögmundur í síðasta leik sínum fyrir íslenska landsliðið gegn Katar í árslok 2017 en hann var kallaður inn í landsliðið á ný í haust eftir að hafa misst af Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar sem leið. Fréttablaðið/Afp Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð síðasta sumar áttundi íslenski leikmaðurinn sem samdi við grískt félag þegar hann skrifaði undir hjá Larissa til tveggja ára og hefur hann komið sér vel fyrir í Grikklandi þar sem hann byrjar alla leiki. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hefur Larissa aðeins tapað tveimur af síðustu tíu leikjum og er komið um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað. Fram undan er leikur gegn stórveldinu Olympiakos síðar í dag eftir að Larissa tókst að næla í stig gegn Panathinaikos á dögunum þrátt fyrir að leika manni færri frá þriðju mínútu leiksins. „Við erum búnir að vera í Aþenu síðustu daga og það er komin spenna fyrir leiknum gegn Olympiakos. Maður er spenntur fyrir því að spila þessa stærstu leiki. Við náðum í gott stig gegn Panathinaikos þrátt fyrir að vera manni færri frá upphafsmínútunum,“ sagði Ögmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Larissa er kunnugt íslenskum knattspyrnuaðdáendum eftir að hafa mætt KR í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2010. „Það eru nokkur sögufræg félög í Grikklandi, PAOK, Panathinaikos, Olympiakos og AEK Aþena sem eru stærstu félögin. Þau eru með mestu peningana og bestu leikmannahópana og hafa sýnt það í Evrópu að þetta eru frábær lið. Larissa hefur unnið titla en er í hópnum á eftir þessum stórliðum. Fólkið hér man vel eftir leikjunum gegn KR hérna um árið.“ Grískir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. „Það er mjög skemmtilegt, það er mikill hiti í mönnum og það eru oft mikil læti á leikjum og í kringum leikina. Það hefur komið fyrir að lögreglan þurfi að nota táragas til að ná stjórn á stuðningsmönnum en það er frábært að spila í svona stemmingu,“ sagði Ögmundur sem þekkir það vel að spila í leikjum þar sem stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Hann lék um árabil með Hammarby þar sem nágrannaslagurinn gegn AIK er ekkert grín. „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir svona stemmingu. Það er algjörlega einstakt að spila svona leiki eins og borgarslaginn um Stokkhólm. Það er erfitt að finna betri stemmingu en í þessum leikjum.“ Eftir stutt stopp í Hollandi samdi Ögmundur við Larissa í sumar. Hann segir meiri hörku einkenna gríska knattspyrnu. „Þetta er öðruvísi knattspyrna, hollenski boltinn er teknískari og lögð áhersla á að spila út. Meiri áhersla á tæknina í stað baráttunnar. Í Grikklandi er meiri hiti í leikjunum, tekist meira á og meiri harka,“ sagði Ögmundur sem hafði úr nokkrum tilboðum að velja. „Ein af lykilástæðum þess að ég kem hingað er að þjálfarateymið lagði mikla áherslu á að fá mig þegar ég var að skoða möguleikana í sumar. Ég var með nokkur tilboð á borðinu en eftir viðræður við Larissa var ég ákveðinn. Þeir töluðu um að ég myndi spila alla leiki sem var mjög jákvætt. Ég var held ég búinn að fá eina æfingu þegar ég byrjaði fyrsta leikinn,“ sagði hann léttur og hélt áfram: „Það þrífast allir leikmenn á því að finna fyrir trausti, ekki bara markmenn heldur leikmenn í öllum stöðum. Manni líður vel og fær sjálfstraust ef maður finnur fyrir trausti þjálfarateymisins og þá spilar maður betur.“ Ögmundur á að baki fimmtán leiki með A-landsliðinu og var í leikmannahópnum í síðustu tveimur landsleikjahléum. „Stefnan er að vera í íslenska landsliðinu áfram. Þjálfarateymið leggst vel í mig, við áttum gott spjall í síðustu landsliðsverkefnum. Nú er það undir manni komið að spila vel með félagsliðinu og þá koma tækifæri með landsliðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð síðasta sumar áttundi íslenski leikmaðurinn sem samdi við grískt félag þegar hann skrifaði undir hjá Larissa til tveggja ára og hefur hann komið sér vel fyrir í Grikklandi þar sem hann byrjar alla leiki. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hefur Larissa aðeins tapað tveimur af síðustu tíu leikjum og er komið um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað. Fram undan er leikur gegn stórveldinu Olympiakos síðar í dag eftir að Larissa tókst að næla í stig gegn Panathinaikos á dögunum þrátt fyrir að leika manni færri frá þriðju mínútu leiksins. „Við erum búnir að vera í Aþenu síðustu daga og það er komin spenna fyrir leiknum gegn Olympiakos. Maður er spenntur fyrir því að spila þessa stærstu leiki. Við náðum í gott stig gegn Panathinaikos þrátt fyrir að vera manni færri frá upphafsmínútunum,“ sagði Ögmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Larissa er kunnugt íslenskum knattspyrnuaðdáendum eftir að hafa mætt KR í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2010. „Það eru nokkur sögufræg félög í Grikklandi, PAOK, Panathinaikos, Olympiakos og AEK Aþena sem eru stærstu félögin. Þau eru með mestu peningana og bestu leikmannahópana og hafa sýnt það í Evrópu að þetta eru frábær lið. Larissa hefur unnið titla en er í hópnum á eftir þessum stórliðum. Fólkið hér man vel eftir leikjunum gegn KR hérna um árið.“ Grískir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. „Það er mjög skemmtilegt, það er mikill hiti í mönnum og það eru oft mikil læti á leikjum og í kringum leikina. Það hefur komið fyrir að lögreglan þurfi að nota táragas til að ná stjórn á stuðningsmönnum en það er frábært að spila í svona stemmingu,“ sagði Ögmundur sem þekkir það vel að spila í leikjum þar sem stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Hann lék um árabil með Hammarby þar sem nágrannaslagurinn gegn AIK er ekkert grín. „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir svona stemmingu. Það er algjörlega einstakt að spila svona leiki eins og borgarslaginn um Stokkhólm. Það er erfitt að finna betri stemmingu en í þessum leikjum.“ Eftir stutt stopp í Hollandi samdi Ögmundur við Larissa í sumar. Hann segir meiri hörku einkenna gríska knattspyrnu. „Þetta er öðruvísi knattspyrna, hollenski boltinn er teknískari og lögð áhersla á að spila út. Meiri áhersla á tæknina í stað baráttunnar. Í Grikklandi er meiri hiti í leikjunum, tekist meira á og meiri harka,“ sagði Ögmundur sem hafði úr nokkrum tilboðum að velja. „Ein af lykilástæðum þess að ég kem hingað er að þjálfarateymið lagði mikla áherslu á að fá mig þegar ég var að skoða möguleikana í sumar. Ég var með nokkur tilboð á borðinu en eftir viðræður við Larissa var ég ákveðinn. Þeir töluðu um að ég myndi spila alla leiki sem var mjög jákvætt. Ég var held ég búinn að fá eina æfingu þegar ég byrjaði fyrsta leikinn,“ sagði hann léttur og hélt áfram: „Það þrífast allir leikmenn á því að finna fyrir trausti, ekki bara markmenn heldur leikmenn í öllum stöðum. Manni líður vel og fær sjálfstraust ef maður finnur fyrir trausti þjálfarateymisins og þá spilar maður betur.“ Ögmundur á að baki fimmtán leiki með A-landsliðinu og var í leikmannahópnum í síðustu tveimur landsleikjahléum. „Stefnan er að vera í íslenska landsliðinu áfram. Þjálfarateymið leggst vel í mig, við áttum gott spjall í síðustu landsliðsverkefnum. Nú er það undir manni komið að spila vel með félagsliðinu og þá koma tækifæri með landsliðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira