Getnaðarlimurinn í Gettu betur sendur út fyrir slysni Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. febrúar 2019 14:20 Úr útsendingu Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld. Skjáskot/RÚV Flennistór getnaðarlimur blasti við áhorfendum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskóli Suðurlands áttust við síðastliðið föstudagskvöld. Spurningahöfundur Gettu betur segir getnaðarliminn hafa verið sendan út fyrir slysni. Mynd af umræddum getnaðarlim má sjá neðar í fréttinni. Um var að ræða þriðju viðureignina í átta liða úrslitum og var komið að lið í keppninni sem nefnist „Þríhöfðinn“ þar sem keppendur horfðu á brot úr kvikmyndinni Fight Club frá árinu 1999 úr smiðju leikstjórans David Fincher. Typpið inn í undirmeðvitundina Fight Club segir frá manni, leiknum af Edward Norton, sem er haldinn miklum ranghugmyndum sökum svefnleysis. Hann vingast við mann að nafni Tyler Durden, leikinn af Brad Pitt, og bralla þeir ýmislegt saman, í það minnsta eftir því sem karakter Edward Nortons kemst næst. Í myndinni ræða félagarnir ýmis konar andóf til að hrista upp í stoðum nútímasamfélagsins sem er, að þeirra mati, gegnsýrt doða og tilgangsleysi. Durden segir til dæmis persónu Edward Norton, sem er ekki nafngreindur í myndinni en jafnan titlaður sem „Sögumaðurinn“, frá því þegar hann vann sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi. Umræddum getnaðarlim brá fyrir í sekúndubrot í beinni útsendingu. Hér má sjá skjáskot af typpinu sem tekið er af vef RÚV.Skjáskot/RÚV Á þeim tíma voru filmuvélar enn þá notaðar í kvikmyndahúsum og sagðist Durden gera sér það að leik að skeyta einum ramma úr klámmynd, sem sést aðeins í nokkur sekúndubrot, inn í barnamyndir. Það varð til þess að áhorfendum í salnum var sýndur getnaðarlimur inn á milli atriða í teiknimyndum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. David Fincher, leikstjóri Fight Club, ákvað að heimfæra uppátækið yfir á myndina sjálfa. Getnaðarlimurinn sést til dæmis í örskotsstund í lokasenu myndarinnar þar sem Sögumaðurinn og Marla Singer, leikin af Helenu Bonham Carter, fylgjast með byggingum hrynja. Umrætt atriði var einmitt sýnt í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld og birtist getnaðarlimurinn því í þessum fjölskylduþætti á skjám landsmanna. Pottþétt ekki ætlun neins Sævar Helgi Bragason einn þriggja spurningahöfunda Gettu betur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið ætlunin að senda umrætt typpi út í beinni útsendingu. Skotið hafi líklega farið fram hjá höfundi spurningarinnar, Vilhelm Antoni Jónssyni. Auk Sævars og Vilhelms semur Ingileif Friðriksdóttir spurningar fyrir þáttinn. Sævar Helgi Bragason.Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur bara slysast þarna inn,“ segir Sævar. „Þetta var pottþétt ekki ætlun neins, þetta hefur farið fram hjá okkur.“ Aðspurður segir Sævar að spurningahöfundar Gettu betur finni sjálfir myndefni til að hafa með spurningunum sem þeir semja. Sá hátturinn hafi einnig verið hafður á í tilfelli Fight Club-spurningarinnar og myndefnið líklega ekki skoðað nógu vel. Að sögn Sævars höfðu spurningahöfundar jafnframt ekki fengið fregnir af neinum kvörtunum vegna hins óvænta getnaðarlims, þó að vel geti verið að slíkt hefði borist dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Hann hafi enn fremur komið vinsamlegum tilmælum á framfæri við spurningahöfunda í kjölfar útsendingarinnar á föstudag. „Við fengum skeyti frá honum um að vera meðvituð um efnið sem við sendum út.“ Hér má nálgast útsendingu Gettu betur á föstudagskvöldið. Limnum bregður fyrir á mínútu 17:28. Bíó og sjónvarp Gettu betur Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Flennistór getnaðarlimur blasti við áhorfendum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar Fjölbrautaskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskóli Suðurlands áttust við síðastliðið föstudagskvöld. Spurningahöfundur Gettu betur segir getnaðarliminn hafa verið sendan út fyrir slysni. Mynd af umræddum getnaðarlim má sjá neðar í fréttinni. Um var að ræða þriðju viðureignina í átta liða úrslitum og var komið að lið í keppninni sem nefnist „Þríhöfðinn“ þar sem keppendur horfðu á brot úr kvikmyndinni Fight Club frá árinu 1999 úr smiðju leikstjórans David Fincher. Typpið inn í undirmeðvitundina Fight Club segir frá manni, leiknum af Edward Norton, sem er haldinn miklum ranghugmyndum sökum svefnleysis. Hann vingast við mann að nafni Tyler Durden, leikinn af Brad Pitt, og bralla þeir ýmislegt saman, í það minnsta eftir því sem karakter Edward Nortons kemst næst. Í myndinni ræða félagarnir ýmis konar andóf til að hrista upp í stoðum nútímasamfélagsins sem er, að þeirra mati, gegnsýrt doða og tilgangsleysi. Durden segir til dæmis persónu Edward Norton, sem er ekki nafngreindur í myndinni en jafnan titlaður sem „Sögumaðurinn“, frá því þegar hann vann sem sýningarstjóri í kvikmyndahúsi. Umræddum getnaðarlim brá fyrir í sekúndubrot í beinni útsendingu. Hér má sjá skjáskot af typpinu sem tekið er af vef RÚV.Skjáskot/RÚV Á þeim tíma voru filmuvélar enn þá notaðar í kvikmyndahúsum og sagðist Durden gera sér það að leik að skeyta einum ramma úr klámmynd, sem sést aðeins í nokkur sekúndubrot, inn í barnamyndir. Það varð til þess að áhorfendum í salnum var sýndur getnaðarlimur inn á milli atriða í teiknimyndum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. David Fincher, leikstjóri Fight Club, ákvað að heimfæra uppátækið yfir á myndina sjálfa. Getnaðarlimurinn sést til dæmis í örskotsstund í lokasenu myndarinnar þar sem Sögumaðurinn og Marla Singer, leikin af Helenu Bonham Carter, fylgjast með byggingum hrynja. Umrætt atriði var einmitt sýnt í Gettu betur síðastliðið föstudagskvöld og birtist getnaðarlimurinn því í þessum fjölskylduþætti á skjám landsmanna. Pottþétt ekki ætlun neins Sævar Helgi Bragason einn þriggja spurningahöfunda Gettu betur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið ætlunin að senda umrætt typpi út í beinni útsendingu. Skotið hafi líklega farið fram hjá höfundi spurningarinnar, Vilhelm Antoni Jónssyni. Auk Sævars og Vilhelms semur Ingileif Friðriksdóttir spurningar fyrir þáttinn. Sævar Helgi Bragason.Fréttablaðið/Stefán „Þetta hefur bara slysast þarna inn,“ segir Sævar. „Þetta var pottþétt ekki ætlun neins, þetta hefur farið fram hjá okkur.“ Aðspurður segir Sævar að spurningahöfundar Gettu betur finni sjálfir myndefni til að hafa með spurningunum sem þeir semja. Sá hátturinn hafi einnig verið hafður á í tilfelli Fight Club-spurningarinnar og myndefnið líklega ekki skoðað nógu vel. Að sögn Sævars höfðu spurningahöfundar jafnframt ekki fengið fregnir af neinum kvörtunum vegna hins óvænta getnaðarlims, þó að vel geti verið að slíkt hefði borist dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Hann hafi enn fremur komið vinsamlegum tilmælum á framfæri við spurningahöfunda í kjölfar útsendingarinnar á föstudag. „Við fengum skeyti frá honum um að vera meðvituð um efnið sem við sendum út.“ Hér má nálgast útsendingu Gettu betur á föstudagskvöldið. Limnum bregður fyrir á mínútu 17:28.
Bíó og sjónvarp Gettu betur Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira