Íslandsvinurinn lætur gott heita Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 08:00 Lee Buchheit sagðist í samtali við Viðskiptablaðið sumarið 2015 hafa bundist Íslandi traustum böndum. "Mér þykir orðið mjög vænt um Ísland. Þið eruð búin að ganga í gegnum afskaplega erfitt tímabil, en ég finn það á mér að þið eigið eftir að jafna ykkur betur og hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér í upphafi,“ nefndi hann. Fréttablaðið/Valli Lögmaðurinn Lee Buchheit, sem vann með íslenskum stjórnvöldum að lausn Icesave-deilunnar og losun fjármagnshafta og er talinn einn fremsti sérfræðingur heims á sviði endurskipulagningar ríkisskulda, greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist láta af störfum í lok næsta mánaðar. Lýkur þar með stórmerkilegum ferli hins 68 ára gamla Bandaríkjamanns. Buchheit, sem hefur starfað fyrir alþjóðlegu lögmannsstofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton í ríflega fjörutíu ár, hefur í störfum sínum glímt við marga af þekktustu vogunarsjóðum heims, núna nýlega sem ráðgjafi argentínskra og grískra stjórnvalda. Er það orðað svo í umfjöllun Financial Times að með starfslokum lögmannsins geti nú umræddir sjóðir, sem sérhæfa sig margir hverjir í að kaupa kröfur á hendur skuldsettum ríkjum, andað eilítið léttar. „Lee er dáður af mörgum og hataður af sumum. Sumir telja að hann sé djöfullinn holdi klæddur,“ segir Whitney Debevoise, einn eigenda lögmannsstofunnar Arnold & Porter og fyrrverandi stjórnarmaður í Alþjóðabankanum, í samtali við Financial Times. Buchheit tilkynnti um starfslok sín í bréfi sem hann skrifaði viðskiptavinum sínum síðasta miðvikudag. „Ég er að hætta störfum fyrir lögmannsstofuna. Ég er ekki að hætta að lifa lífinu. Ég mun halda áfram að fylgjast náið með þróun mála á alþjóðlegum fjármálamörkuðum,“ skrifaði lögmaðurinn. Hann hefur skapað sér orðspor sem einn virtasti lögfræðingur í heimi á sviði þjóðarskuldbindinga sem sýnir sig meðal annars í því að á síðastliðnum þremur áratugum hafa stjórnvöld í nær öllum ríkjum – þó fyrst og fremst nýmarkaðsríkjum – sem glímt hafa við meiriháttar skuldakreppu leitað liðsinnis hans til þess að semja við kröfuhafa um eftirgjöf skulda.Ný aðferðafræði Í umfjöllun Financial Times er til að mynda bent á að í kjölfar greiðslufalls argentínska ríkisins árið 2001, og langvarandi deilna ríkisins við bandaríska vogunarsjóðinn Elliott Management sem fylgdu þar á eftir, hafi Buchheit smíðað, ásamt öðrum, tillögur að nýrri aðferðafræði til þess að fást við endurskipulagningu skulda ríkja sem eiga í fjárhagsörðugleikum. Tillögurnar, sem þóttu á þeim tíma byltingarkenndar, áttu að koma í veg fyrir að minnihluti kröfuhafa gæti tafið eða beinlínis stöðvað samkomulag um niðurfellingu ríkisskulda ef þeir reyndust ófáanlegir til samninga. Leiddu hugmyndir Buchheits í kjölfarið til þess að ákvæði um að aukinn meirihluti kröfuhafa gæti gert bindandi samkomulag fyrir hönd allra, svokölluð CAC-ákvæði (Collective Action Clauses), fóru smám saman að ryðja sér til rúms við skuldabréfaútgáfur ríkja. Buchheit aðstoðaði, eins og kunnugt er, grísk stjórnvöld í viðræðum þeirra við kröfuhafa landsins þegar evrukreppan stóð sem hæst í byrjun áratugarins en hann er talinn hafa nýtt sér smugu í lögum landsins til þess að láta CAC-ákvæði gilda með afturvirkum hætti um grísk ríkisskuldabréf. Áttu þau klókindi lögmannsins stóran þátt í því að sátt náðist um 200 milljarða evra endurskipulagningu á skuldum landsins árið 2012. Síðan þá hefur Evrópusambandið skyldað öll ríki á evrusvæðinu til þess að hafa slík CAC-ákvæði í skilmálum skuldabréfa sem þau gefa út. Þrátt fyrir að lögmaðurinn hafi öðru hverju starfað fyrir kröfuhafa – nú nýlega fyrir breska vogunarsjóði sem eiga súdanskar ríkisskuldir – þá hefur hann yfirleitt kosið fremur að vinna fyrir stjórnvöld. Hann hefur sagt að það sé einfaldlega „skemmtilegra“. „Það er blanda af pólitík, fjármálum og lögfræði sem og leikriti,“ sagði hann eitt sinn í samtali við Reuters. Fyrir vikið hefur hann skapað sér þó nokkrar óvinsældir á meðal margra harðsvíraðra vogunarsjóða sem telja kænskubrögð hans við samningsborðið skaðleg fjármálakerfi heimsins. En starfslok Buchheits þýða ekki að sjóðsstjórar í vogunarsjóðum heimsins geti tekið gleði sína á ný. Nokkrir af færustu lögfræðingum heims á sviði endurskipulagningar ríkisskulda starfa á áðurnefndri lögmannsstofu Buchheits í New York en talið er að einn þeirra, Rich Cooper, muni nú stýra vinnu stofunnar í málum sem varða stórskuldug ríki. Að sögn kunnugra er talið sennilegt að Buchheit snúi sér að fræðastörfum og láti jafnvel meira í sér heyra um sérsvið sitt á opinberum vettvangi. Hann hefur til að mynda rætt opinberlega á allra síðustu árum um greiðslufall Venesúela sem og skuldavanda Ítalíu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Lögmaðurinn Lee Buchheit, sem vann með íslenskum stjórnvöldum að lausn Icesave-deilunnar og losun fjármagnshafta og er talinn einn fremsti sérfræðingur heims á sviði endurskipulagningar ríkisskulda, greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist láta af störfum í lok næsta mánaðar. Lýkur þar með stórmerkilegum ferli hins 68 ára gamla Bandaríkjamanns. Buchheit, sem hefur starfað fyrir alþjóðlegu lögmannsstofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton í ríflega fjörutíu ár, hefur í störfum sínum glímt við marga af þekktustu vogunarsjóðum heims, núna nýlega sem ráðgjafi argentínskra og grískra stjórnvalda. Er það orðað svo í umfjöllun Financial Times að með starfslokum lögmannsins geti nú umræddir sjóðir, sem sérhæfa sig margir hverjir í að kaupa kröfur á hendur skuldsettum ríkjum, andað eilítið léttar. „Lee er dáður af mörgum og hataður af sumum. Sumir telja að hann sé djöfullinn holdi klæddur,“ segir Whitney Debevoise, einn eigenda lögmannsstofunnar Arnold & Porter og fyrrverandi stjórnarmaður í Alþjóðabankanum, í samtali við Financial Times. Buchheit tilkynnti um starfslok sín í bréfi sem hann skrifaði viðskiptavinum sínum síðasta miðvikudag. „Ég er að hætta störfum fyrir lögmannsstofuna. Ég er ekki að hætta að lifa lífinu. Ég mun halda áfram að fylgjast náið með þróun mála á alþjóðlegum fjármálamörkuðum,“ skrifaði lögmaðurinn. Hann hefur skapað sér orðspor sem einn virtasti lögfræðingur í heimi á sviði þjóðarskuldbindinga sem sýnir sig meðal annars í því að á síðastliðnum þremur áratugum hafa stjórnvöld í nær öllum ríkjum – þó fyrst og fremst nýmarkaðsríkjum – sem glímt hafa við meiriháttar skuldakreppu leitað liðsinnis hans til þess að semja við kröfuhafa um eftirgjöf skulda.Ný aðferðafræði Í umfjöllun Financial Times er til að mynda bent á að í kjölfar greiðslufalls argentínska ríkisins árið 2001, og langvarandi deilna ríkisins við bandaríska vogunarsjóðinn Elliott Management sem fylgdu þar á eftir, hafi Buchheit smíðað, ásamt öðrum, tillögur að nýrri aðferðafræði til þess að fást við endurskipulagningu skulda ríkja sem eiga í fjárhagsörðugleikum. Tillögurnar, sem þóttu á þeim tíma byltingarkenndar, áttu að koma í veg fyrir að minnihluti kröfuhafa gæti tafið eða beinlínis stöðvað samkomulag um niðurfellingu ríkisskulda ef þeir reyndust ófáanlegir til samninga. Leiddu hugmyndir Buchheits í kjölfarið til þess að ákvæði um að aukinn meirihluti kröfuhafa gæti gert bindandi samkomulag fyrir hönd allra, svokölluð CAC-ákvæði (Collective Action Clauses), fóru smám saman að ryðja sér til rúms við skuldabréfaútgáfur ríkja. Buchheit aðstoðaði, eins og kunnugt er, grísk stjórnvöld í viðræðum þeirra við kröfuhafa landsins þegar evrukreppan stóð sem hæst í byrjun áratugarins en hann er talinn hafa nýtt sér smugu í lögum landsins til þess að láta CAC-ákvæði gilda með afturvirkum hætti um grísk ríkisskuldabréf. Áttu þau klókindi lögmannsins stóran þátt í því að sátt náðist um 200 milljarða evra endurskipulagningu á skuldum landsins árið 2012. Síðan þá hefur Evrópusambandið skyldað öll ríki á evrusvæðinu til þess að hafa slík CAC-ákvæði í skilmálum skuldabréfa sem þau gefa út. Þrátt fyrir að lögmaðurinn hafi öðru hverju starfað fyrir kröfuhafa – nú nýlega fyrir breska vogunarsjóði sem eiga súdanskar ríkisskuldir – þá hefur hann yfirleitt kosið fremur að vinna fyrir stjórnvöld. Hann hefur sagt að það sé einfaldlega „skemmtilegra“. „Það er blanda af pólitík, fjármálum og lögfræði sem og leikriti,“ sagði hann eitt sinn í samtali við Reuters. Fyrir vikið hefur hann skapað sér þó nokkrar óvinsældir á meðal margra harðsvíraðra vogunarsjóða sem telja kænskubrögð hans við samningsborðið skaðleg fjármálakerfi heimsins. En starfslok Buchheits þýða ekki að sjóðsstjórar í vogunarsjóðum heimsins geti tekið gleði sína á ný. Nokkrir af færustu lögfræðingum heims á sviði endurskipulagningar ríkisskulda starfa á áðurnefndri lögmannsstofu Buchheits í New York en talið er að einn þeirra, Rich Cooper, muni nú stýra vinnu stofunnar í málum sem varða stórskuldug ríki. Að sögn kunnugra er talið sennilegt að Buchheit snúi sér að fræðastörfum og láti jafnvel meira í sér heyra um sérsvið sitt á opinberum vettvangi. Hann hefur til að mynda rætt opinberlega á allra síðustu árum um greiðslufall Venesúela sem og skuldavanda Ítalíu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira