Þessi eru talin líklegust til að hreppa Óskarinn Birgir Olgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 15:45 Rami Malek með BAFTA-verðlaunin sem hann hlaut fyrir að leika Freddie Mercury. Vísir/EPA Óskarsverðlaunakapphlaupið hófst formlega í dag þegar opnað var fyrir kosningu þar sem meðlimir kvikmyndaakademíunnar í Bandaríkjunum greiða þeim atkvæða sem þeir vilja að vinni til verðlauna. Nokkrar stórar verðlaunahátíðir hafa farið fram undanfarnar vikur sem hafa stundum gefið ákveðið forspárgildi um það hverjir munu hljóta stytturnar eftirsóttu sunnudaginn 24. febrúar næstkomandi. Um liðna helgi veiti breska kvikmyndaakademían, BAFTA, sín verðlaun en þeir sem hafa atkvæðarétt þar eru að stórum hluta þeir sömu og hafa atkvæðarétt í kosningu um Óskarsverðlaunin og að mörgu leyti sama smekk. BAFTA-hátíðin þykir því hafa ákveðið forspárgildi fyrir Óskarinn, en það er þó ekki algerlega algilt. Það sem þótti markvert við BAFTA-verðlaunin um liðna helgi er að kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alfonso Cuarón, Roma, var valin besta myndin. Roma hefur hingað til þótt líklegust til að hreppa Óskarinn þetta árið og þóttu BAFTA-verðlaunin festa þær líkur enn frekar í sessi.Alfonso Cuarón með BAFTA-verðlaunin sem hann hlaut fyrir Roma.Vísir/EPARoma hefur nánast enga tengingu við Bretland og áttu margir von á því að groddalega búningadramað The Favourite myndi jafnvel verða fyrir valinu sem besta myndin. The Favourite gerist á átjándu öld og segir frá sambandi frænka sem slást um hylli Önnu Englandsdrottningar. Margir hefðu haldið að slíkt ætti upp á pallborðið hjá bresku kvikmyndahátíðinni en kvikmyndatöfrar Cuarón náðu að skáka breska stoltinu.Tekið er fram á vef Vulture að undanfarin ár hefur besta myndin á BAFTA ekki hlotið Óskarinn, þar á meðal Three Billboards, La La Land, The Revenant og Boyhood. Þar áður fór það þannig sex ár í röð að besta myndin á BAFTA var valin sú besta á Óskarnum.Variety segir keppnina vera á milli Roma og kvikmyndarinnar Green Book. Myndirnar hafa verið hlutskarpar á verðlaunahátíðum sérsambanda Bandaríkjanna í kvikmyndageiranum. Þar á meðal á verðlaunahátíðum samtaka framleiðenda og leikstjóra. Alfonso Cuarón er talinn líklegastur til að vera valinn besti leikstjórinn en samkeppnin er sögð koma frá Spike Lee. Cuarón hefur áður sent frá sér myndina Gravity sem tryggði honum Óskarinn fyrir bestu leikstjórn en Spike Lee hafði aldrei áður verið tilnefndur fyrir leikstjórn. Er Spike Lee tilnefndur vegna myndarinnar BlackkKlansman sem einnig er tilnefnd sem besta myndin. Bandaríski leikarinn Rami Malek var valinn besti leikarinn á BAFTA-verðlaununum fyrir túlkun sína á breska tónlistarmanninum Freddie Mercury í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody. Háði hann harða baráttu við breska leikarann Christian Bale sem var tilnefndur fyrir túlkun sína á bandaríska stjórnmálamanninum Dick Cheney. Báðir eru tilnefndir til Óskarsverðlauna en báðir hlutu þeir Golden Globe-verðlaun, Malek í dramamynda-flokki en Bale í gamanmynda-flokki. Er keppnin um Óskarinn sögð því standa á milli þeirra tveggja.Glenn Close er talin líkleg til að hreppa Óskarinn fyrir leik sinn í The Wife.Vísir/GettyGlenn Close er talin nokkuð sigurstrangleg þegar kemur að vali á bestu leikkonunni. Hún vann til Golden Globe-verðlauna í dramamynd fyrir leik sinn í The Wife en hennar helsti keppinautur er Olivia Colman sem fer með aðalhlutverkið í The Favourite. Colman vann til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í flokki gamanmynda og vann einnig til BAFTA-verðlauna. Hún er þó talin nokkuð á eftir Close í kapphlaupinu um Óskarinn. Mahershala Ali vann til BAFTA verðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki og er sagður með afgerandi forystu eftir að hafa hlotið Golden Globe-verðlaunin. Richard E. Grant er sagður veita honum einhverja samkeppni með leik sínum í myndinni Can You Ever Forgive Me.Mahershala Ali með BAFTA-verðlaunin.Vísir/GettyÞegar kemur að bestu leikkonunni í aukahlutverki er keppnin sögð nokkuð opin. Regina King vann til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í If Beale Street Could Talk en Rachel Weisz vann til BAFTA-verðlauna fyrir The Favourite um liðna helgi. Amy Adams er tilnefnd í sjötta sinn til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Vice og þá er Óskarsverðlaunahafinn Emma Stone einnig tilnefnd ásamt Marinu de Tavira fyrir leik sinn í Roma. Allt kemur þetta hins vegar í ljós þegar verðlaunin verða afhent sunnudaginn 24. febrúar næstkomandi. BAFTA Óskarinn Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00 Móðir orðlaus að mynd um morðið á syni hennar hafi verið tilnefnd til Óskars Leikstjórinn vonaði að aðstandendur myndu skilja af hverju myndin var gerð. 23. janúar 2019 11:23 Cuarón hlaut Directors Guild verðlaunin fyrir Roma Leikstjórinn Alfonso Cuarón hlaut í gær aðalverðlaun Director's Guild verðlaunanna fyrir mynd sína Roma. Ef eitthvað má læra af sögunni má telja ansi líklegt að Óskarinn muni fylgja. 3. febrúar 2019 18:25 Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45 Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Óskarsverðlaunakapphlaupið hófst formlega í dag þegar opnað var fyrir kosningu þar sem meðlimir kvikmyndaakademíunnar í Bandaríkjunum greiða þeim atkvæða sem þeir vilja að vinni til verðlauna. Nokkrar stórar verðlaunahátíðir hafa farið fram undanfarnar vikur sem hafa stundum gefið ákveðið forspárgildi um það hverjir munu hljóta stytturnar eftirsóttu sunnudaginn 24. febrúar næstkomandi. Um liðna helgi veiti breska kvikmyndaakademían, BAFTA, sín verðlaun en þeir sem hafa atkvæðarétt þar eru að stórum hluta þeir sömu og hafa atkvæðarétt í kosningu um Óskarsverðlaunin og að mörgu leyti sama smekk. BAFTA-hátíðin þykir því hafa ákveðið forspárgildi fyrir Óskarinn, en það er þó ekki algerlega algilt. Það sem þótti markvert við BAFTA-verðlaunin um liðna helgi er að kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alfonso Cuarón, Roma, var valin besta myndin. Roma hefur hingað til þótt líklegust til að hreppa Óskarinn þetta árið og þóttu BAFTA-verðlaunin festa þær líkur enn frekar í sessi.Alfonso Cuarón með BAFTA-verðlaunin sem hann hlaut fyrir Roma.Vísir/EPARoma hefur nánast enga tengingu við Bretland og áttu margir von á því að groddalega búningadramað The Favourite myndi jafnvel verða fyrir valinu sem besta myndin. The Favourite gerist á átjándu öld og segir frá sambandi frænka sem slást um hylli Önnu Englandsdrottningar. Margir hefðu haldið að slíkt ætti upp á pallborðið hjá bresku kvikmyndahátíðinni en kvikmyndatöfrar Cuarón náðu að skáka breska stoltinu.Tekið er fram á vef Vulture að undanfarin ár hefur besta myndin á BAFTA ekki hlotið Óskarinn, þar á meðal Three Billboards, La La Land, The Revenant og Boyhood. Þar áður fór það þannig sex ár í röð að besta myndin á BAFTA var valin sú besta á Óskarnum.Variety segir keppnina vera á milli Roma og kvikmyndarinnar Green Book. Myndirnar hafa verið hlutskarpar á verðlaunahátíðum sérsambanda Bandaríkjanna í kvikmyndageiranum. Þar á meðal á verðlaunahátíðum samtaka framleiðenda og leikstjóra. Alfonso Cuarón er talinn líklegastur til að vera valinn besti leikstjórinn en samkeppnin er sögð koma frá Spike Lee. Cuarón hefur áður sent frá sér myndina Gravity sem tryggði honum Óskarinn fyrir bestu leikstjórn en Spike Lee hafði aldrei áður verið tilnefndur fyrir leikstjórn. Er Spike Lee tilnefndur vegna myndarinnar BlackkKlansman sem einnig er tilnefnd sem besta myndin. Bandaríski leikarinn Rami Malek var valinn besti leikarinn á BAFTA-verðlaununum fyrir túlkun sína á breska tónlistarmanninum Freddie Mercury í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody. Háði hann harða baráttu við breska leikarann Christian Bale sem var tilnefndur fyrir túlkun sína á bandaríska stjórnmálamanninum Dick Cheney. Báðir eru tilnefndir til Óskarsverðlauna en báðir hlutu þeir Golden Globe-verðlaun, Malek í dramamynda-flokki en Bale í gamanmynda-flokki. Er keppnin um Óskarinn sögð því standa á milli þeirra tveggja.Glenn Close er talin líkleg til að hreppa Óskarinn fyrir leik sinn í The Wife.Vísir/GettyGlenn Close er talin nokkuð sigurstrangleg þegar kemur að vali á bestu leikkonunni. Hún vann til Golden Globe-verðlauna í dramamynd fyrir leik sinn í The Wife en hennar helsti keppinautur er Olivia Colman sem fer með aðalhlutverkið í The Favourite. Colman vann til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í flokki gamanmynda og vann einnig til BAFTA-verðlauna. Hún er þó talin nokkuð á eftir Close í kapphlaupinu um Óskarinn. Mahershala Ali vann til BAFTA verðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki og er sagður með afgerandi forystu eftir að hafa hlotið Golden Globe-verðlaunin. Richard E. Grant er sagður veita honum einhverja samkeppni með leik sínum í myndinni Can You Ever Forgive Me.Mahershala Ali með BAFTA-verðlaunin.Vísir/GettyÞegar kemur að bestu leikkonunni í aukahlutverki er keppnin sögð nokkuð opin. Regina King vann til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í If Beale Street Could Talk en Rachel Weisz vann til BAFTA-verðlauna fyrir The Favourite um liðna helgi. Amy Adams er tilnefnd í sjötta sinn til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Vice og þá er Óskarsverðlaunahafinn Emma Stone einnig tilnefnd ásamt Marinu de Tavira fyrir leik sinn í Roma. Allt kemur þetta hins vegar í ljós þegar verðlaunin verða afhent sunnudaginn 24. febrúar næstkomandi.
BAFTA Óskarinn Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00 Móðir orðlaus að mynd um morðið á syni hennar hafi verið tilnefnd til Óskars Leikstjórinn vonaði að aðstandendur myndu skilja af hverju myndin var gerð. 23. janúar 2019 11:23 Cuarón hlaut Directors Guild verðlaunin fyrir Roma Leikstjórinn Alfonso Cuarón hlaut í gær aðalverðlaun Director's Guild verðlaunanna fyrir mynd sína Roma. Ef eitthvað má læra af sögunni má telja ansi líklegt að Óskarinn muni fylgja. 3. febrúar 2019 18:25 Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45 Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45
Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00
Móðir orðlaus að mynd um morðið á syni hennar hafi verið tilnefnd til Óskars Leikstjórinn vonaði að aðstandendur myndu skilja af hverju myndin var gerð. 23. janúar 2019 11:23
Cuarón hlaut Directors Guild verðlaunin fyrir Roma Leikstjórinn Alfonso Cuarón hlaut í gær aðalverðlaun Director's Guild verðlaunanna fyrir mynd sína Roma. Ef eitthvað má læra af sögunni má telja ansi líklegt að Óskarinn muni fylgja. 3. febrúar 2019 18:25
Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45