Laun á Íslandi hækkað mikið í evrum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 12:39 Fjármálaráðuneytið er í Arnarhvoli. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tilefni til að vekja athygli á að laun á Íslandi hafi hækkað um 80% í evrum talið á árunum 2013 til 2017. Verðlag á Íslandi var að sama skapi 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017. Útreikningarnir taka þó ekki mið af gengisveikingu krónunnar á síðustu misserum.Í tilkynningu sem ráðuneytið sendi á fjölmiðla í morgun er vísað í tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat og áhrif af styrkingu krónunnar á síðustu árum reifuð. Til að mynda hafi sterkari gengi valdið miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt - „á sama tíma og laun hækkuðu mikið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins og bætt við að „hvergi í Evrópu“ hafi laun hækkað jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum. Hið háa launastig hér á landi endurspegli hátt raungengi, sem sé „ein helsta ástæða þess að verðlag hér á landi er hátt þegar það er borið saman við önnur lönd.“ Í þeim samanburði, sem byggður er á útreikningum evrópsku hagstofunnar, sé verðlag í krónum umreiknað yfir í evrur. Því hafi gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. „Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða,“ segir á tilkynningunni. Hins vegar er ekki minnst á það í tilkynningunni að krónan hefur veikst umtalsvert frá árinu 2017. Til að mynda var gengi bandaríkjadalsins í lok árs 2017 um 105 krónur en er í dag 121 króna. Sterlingspundið fékkst fyrir 139 krónur í desember 2017 en kostar nú 155 krónur og evran hefur hækkað úr 123 krónum í 136,6 á sama tímabili. Íslenska krónan Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur tilefni til að vekja athygli á að laun á Íslandi hafi hækkað um 80% í evrum talið á árunum 2013 til 2017. Verðlag á Íslandi var að sama skapi 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017. Útreikningarnir taka þó ekki mið af gengisveikingu krónunnar á síðustu misserum.Í tilkynningu sem ráðuneytið sendi á fjölmiðla í morgun er vísað í tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat og áhrif af styrkingu krónunnar á síðustu árum reifuð. Til að mynda hafi sterkari gengi valdið miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt - „á sama tíma og laun hækkuðu mikið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins og bætt við að „hvergi í Evrópu“ hafi laun hækkað jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum. Hið háa launastig hér á landi endurspegli hátt raungengi, sem sé „ein helsta ástæða þess að verðlag hér á landi er hátt þegar það er borið saman við önnur lönd.“ Í þeim samanburði, sem byggður er á útreikningum evrópsku hagstofunnar, sé verðlag í krónum umreiknað yfir í evrur. Því hafi gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. „Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða,“ segir á tilkynningunni. Hins vegar er ekki minnst á það í tilkynningunni að krónan hefur veikst umtalsvert frá árinu 2017. Til að mynda var gengi bandaríkjadalsins í lok árs 2017 um 105 krónur en er í dag 121 króna. Sterlingspundið fékkst fyrir 139 krónur í desember 2017 en kostar nú 155 krónur og evran hefur hækkað úr 123 krónum í 136,6 á sama tímabili.
Íslenska krónan Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira