Hamilton vs. Loftsson Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Það leið ekki á löngu frá því að sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023 þar til stórir erlendir fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið. Í þeim er veiðunum jafnan líkt við slátranir og fjöldamorð og með fréttunum fylgja grafískar myndir af verkun hvalanna undir berum himni í Hvalfirði. Ráðherra kveðst keikur byggja ákvörðun sína á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Fræðimenn gagnrýndu skýrsluna harðlega og ferðaþjónustan tók undir. ?Furðu sætir að jafn umdeild ákvörðun sé byggð á jafn veikum grunni og raun ber vitni þegar orðspor Íslands í útlöndum er undir. Ísland hefur skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum, ekki síst fyrir tilstilli samfélagsmiðla. Fyrir vikið eigum við verðmætt vörumerki – merki sem þarf að umgangast af varúð á tímum sem ein færsla frá áhrifamiklum aðila á samfélagsmiðlum getur stofnað umfangsmiklum viðskiptahagsmunum í hættu á augabragði. Slíka áhættu er erfitt að greina með Excel-æfingum. Gott dæmi um þetta er færsla breska ökuþórsins Lewis Hamilton á Instagram í gær þar sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt. Tæplega ein milljón af tíu milljónum fylgjenda Hamiltons hafði brugðist við færslunni aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún birtist. Stjórnvöldum ætti einnig að vera minnisstæð viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods fyrir fáeinum árum við hvalveiðibröltinu og ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum með íslenskan fisk við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals hf. og þáverandi stjórnarformanns og hluthafa í HB Granda. Líklega er einungis tímaspursmál hvenær aðrar stórverslanir og dreifingaraðilar vestanhafs feta í þau fótspor. ?Stór hluti heimsbyggðarinnar og æ fleiri Íslendingar líta á hvalveiðar sem dýraníð. Alþjóðlegir samningar banna veiðarnar enda þykja veiðiaðferðirnar frumstæðar og drápstækin ófullkomin. Dýrin engjast um svo mínútum skiptir eftir sprengiskutla áður en þau eru dregin til lands og verkuð í trássi við gildandi reglugerðir. Jafnframt verður ekki séð að traustur efnahagslegur grundvöllur sé fyrir veiðunum enda gat Hvalur hf. ekki nýtt sér veiðiheimildir sínar í tvö ár vegna viðskiptahindrana á langreyðarafurðum. Áhættan með veiðunum er mikil en ávinningurinn lítill sem enginn. Líklega eru kjósendur Vinstri grænna með mest óbragð í munni um þessar mundir. Nú eru hvalveiðarnar í þeirra boði. Hvern hefði grunað að það yrði á vakt umhverfisverndarsinnans Katrínar Jakobsdóttur og fyrrverandi aktívistans Guðmundar Inga Guðbrandssonar sem þetta afbrigðilega áhugamál Kristjáns Loftssonar gengur í endurnýjun lífdaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það leið ekki á löngu frá því að sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023 þar til stórir erlendir fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið. Í þeim er veiðunum jafnan líkt við slátranir og fjöldamorð og með fréttunum fylgja grafískar myndir af verkun hvalanna undir berum himni í Hvalfirði. Ráðherra kveðst keikur byggja ákvörðun sína á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Fræðimenn gagnrýndu skýrsluna harðlega og ferðaþjónustan tók undir. ?Furðu sætir að jafn umdeild ákvörðun sé byggð á jafn veikum grunni og raun ber vitni þegar orðspor Íslands í útlöndum er undir. Ísland hefur skotist upp á stjörnuhimininn á síðustu árum, ekki síst fyrir tilstilli samfélagsmiðla. Fyrir vikið eigum við verðmætt vörumerki – merki sem þarf að umgangast af varúð á tímum sem ein færsla frá áhrifamiklum aðila á samfélagsmiðlum getur stofnað umfangsmiklum viðskiptahagsmunum í hættu á augabragði. Slíka áhættu er erfitt að greina með Excel-æfingum. Gott dæmi um þetta er færsla breska ökuþórsins Lewis Hamilton á Instagram í gær þar sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt. Tæplega ein milljón af tíu milljónum fylgjenda Hamiltons hafði brugðist við færslunni aðeins örfáum klukkustundum eftir að hún birtist. Stjórnvöldum ætti einnig að vera minnisstæð viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods fyrir fáeinum árum við hvalveiðibröltinu og ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum með íslenskan fisk við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals hf. og þáverandi stjórnarformanns og hluthafa í HB Granda. Líklega er einungis tímaspursmál hvenær aðrar stórverslanir og dreifingaraðilar vestanhafs feta í þau fótspor. ?Stór hluti heimsbyggðarinnar og æ fleiri Íslendingar líta á hvalveiðar sem dýraníð. Alþjóðlegir samningar banna veiðarnar enda þykja veiðiaðferðirnar frumstæðar og drápstækin ófullkomin. Dýrin engjast um svo mínútum skiptir eftir sprengiskutla áður en þau eru dregin til lands og verkuð í trássi við gildandi reglugerðir. Jafnframt verður ekki séð að traustur efnahagslegur grundvöllur sé fyrir veiðunum enda gat Hvalur hf. ekki nýtt sér veiðiheimildir sínar í tvö ár vegna viðskiptahindrana á langreyðarafurðum. Áhættan með veiðunum er mikil en ávinningurinn lítill sem enginn. Líklega eru kjósendur Vinstri grænna með mest óbragð í munni um þessar mundir. Nú eru hvalveiðarnar í þeirra boði. Hvern hefði grunað að það yrði á vakt umhverfisverndarsinnans Katrínar Jakobsdóttur og fyrrverandi aktívistans Guðmundar Inga Guðbrandssonar sem þetta afbrigðilega áhugamál Kristjáns Loftssonar gengur í endurnýjun lífdaga?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar