Geir Sveinsson að mæta uppeldisfélaginu í aðeins annað skiptið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 16:15 Geir Sveinsson. Getty/Jean Catuffe Lokaleikur nítjándu umferðar Olís deildar karla í handbolta fer fram í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Akureyri þar sem mætast lið sem eru í baráttunni á sitthvorum enda töflunnar. Valsmenn mega ekki missa fleiri stig ætli þeir að vera með í baráttunni um efstu tvö sætin og Akureyrarliðið situr í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta er líka merkilegur leikur fyrir þjálfara Akureyrarliðsins, Geir Sveinsson, sem er fyrrum fyrirliði og þjálfari Valsliðsins. Geir er einn af bestu sonum Vals og lék aldrei með öðru félagi hér heima. Geir lék með Val til ársins 1989 þegar hann fót út í atvinnumennsku. Hann spilaði á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi næstu tíu árin. Geir kom aftur heim til Íslands 1999 og tók við þjálfun æskufélags síns og lék þá í nokkur tímabil sem spilandi þjálfari Valsliðsins. Geir var fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals 1988 og Íslandsmeistara Vals 1989. Valsliðið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn 2002 en tapaði þá í oddaleik á móti KA. Í kvöld mun Geir aðeins mæta Val í annað skiptið á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari í efstu deild. Hitt skiptið var þegar hann tók við Gróttu á miðju tímabili og mætti með Seltirninga á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 8. apríl 2010 eða fyrir næstum því níu árum síðan. Gróttuliðið þurfti þá að vinna til að forðast umspil um fall úr deildinni. Grótta var yfir 12-11 í hálfleik og staðan var 17-17 en Valsmenn gáfu í undir lokin og unnu 25-20 sigur. Geir hefur síðan þjálfað í Þýskalandi og Austurríki auk þess að stýra íslenska landsliðinu. Hann tók síðan við Akureyrarliðinu um áramótin og snéri þá aftur í íslensku deildina. Nú er síðan komið að því að glíma við uppeldisfélagið sitt og það í aðeins annað skiptið á ferlinum. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Lokaleikur nítjándu umferðar Olís deildar karla í handbolta fer fram í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Akureyri þar sem mætast lið sem eru í baráttunni á sitthvorum enda töflunnar. Valsmenn mega ekki missa fleiri stig ætli þeir að vera með í baráttunni um efstu tvö sætin og Akureyrarliðið situr í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta er líka merkilegur leikur fyrir þjálfara Akureyrarliðsins, Geir Sveinsson, sem er fyrrum fyrirliði og þjálfari Valsliðsins. Geir er einn af bestu sonum Vals og lék aldrei með öðru félagi hér heima. Geir lék með Val til ársins 1989 þegar hann fót út í atvinnumennsku. Hann spilaði á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi næstu tíu árin. Geir kom aftur heim til Íslands 1999 og tók við þjálfun æskufélags síns og lék þá í nokkur tímabil sem spilandi þjálfari Valsliðsins. Geir var fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals 1988 og Íslandsmeistara Vals 1989. Valsliðið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn 2002 en tapaði þá í oddaleik á móti KA. Í kvöld mun Geir aðeins mæta Val í annað skiptið á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari í efstu deild. Hitt skiptið var þegar hann tók við Gróttu á miðju tímabili og mætti með Seltirninga á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 8. apríl 2010 eða fyrir næstum því níu árum síðan. Gróttuliðið þurfti þá að vinna til að forðast umspil um fall úr deildinni. Grótta var yfir 12-11 í hálfleik og staðan var 17-17 en Valsmenn gáfu í undir lokin og unnu 25-20 sigur. Geir hefur síðan þjálfað í Þýskalandi og Austurríki auk þess að stýra íslenska landsliðinu. Hann tók síðan við Akureyrarliðinu um áramótin og snéri þá aftur í íslensku deildina. Nú er síðan komið að því að glíma við uppeldisfélagið sitt og það í aðeins annað skiptið á ferlinum.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira