Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. mars 2019 07:30 Garðar ásamt Norman Fowler, formælanda lávarðadeildarinnar, eftir að hann tók við viðurkenningunni fyrir snilli sína í brauðgerð. Matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskarandi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þannig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðarmaður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Fréttablaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötuneyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vinsælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki auðvelt að gera breytingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru allmargir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneytið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlutina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikardagar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Matur Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskarandi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þannig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðarmaður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Fréttablaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötuneyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vinsælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki auðvelt að gera breytingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru allmargir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneytið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlutina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikardagar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Matur Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira