Kveðjuleikur Heimis og Sverre: Sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2019 22:08 Heimir átti afar gott tímabil í vörn KA. vísir/bára Löngum og glæsilegum ferli Heimis Arnar Árnasonar lauk í kvöld þegar KA vann FH, 29-26, í 22. og síðustu umferð Olís-deildar karla. Sverre Jakobsson kom líka aðeins við sögu í sínum fyrsta leik fyrir KA í áraraðir og sínum síðasta leik á ferlinum. Heimir átti góðan leik í vörn KA og því eðlilegt að spyrja af hverju í ósköpunum hann sé að hætta? „Eftir 30 daga verð ég fertugur. Mig langar að spila golf langt fram eftir aldri þannig að maður verður að hlusta á líkamann,“ sagði Heimir sem gaf það í skyn að hann gæti áfram spriklað með KA-U í Grill 66 deildinni. Heimir var að vonum ánægður með síðasta leikinn í efstu deild og hvernig hann fór. „Ég fékk gæsahúð þegar Sverre kom inn á. Það voru þjálfaramistök að hann skyldi ekki spila meira. En það var allt með okkur. Ég fann það allan tímann að við myndum vinna þetta. Ég er mjög sáttur en hefði viljað skora. En ég átti frábært frákast,“ sagði Heimir léttur. „Að öllu gamni slepptu var þetta frábært tímabil. Við unnum bæði deildar- og bikarmeistarana. Við erum pínu svekktir að vera ekki að fara í úrslitakeppnina en hrikalega stoltir,“ sagði Heimir að lokum.Sverre lék í gula og bláa búningnum í fyrsta sinn í áraraðir. Og jafnframt í síðasta sinn.mynd/skjáskotSverre, sem er 42 ára, kom aðeins inn á í vörn KA í fyrri hálfleik. „Þetta þróaðist í þessa átt. Við Heimir sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman. Við náðum einni,“ sagði Sverre sem kom inn í þjálfarateymi KA eftir áramót. „Ég hóf ferilinn hérna og það er ágætt að enda hann líka í gulu treyjunni.“ Stemmningin í KA-heimilinu í kvöld var með besta móti og Sverre fékk góðar móttökur þegar hann var kynntur til leiks. „Þetta var æðislegt. Manni hefur verið gríðarlega vel tekið hérna og maður nýtur þess að vera áfram í handboltanum. Ég er þakklátur fyrir að félagið hafi viljað fá mig.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Löngum og glæsilegum ferli Heimis Arnar Árnasonar lauk í kvöld þegar KA vann FH, 29-26, í 22. og síðustu umferð Olís-deildar karla. Sverre Jakobsson kom líka aðeins við sögu í sínum fyrsta leik fyrir KA í áraraðir og sínum síðasta leik á ferlinum. Heimir átti góðan leik í vörn KA og því eðlilegt að spyrja af hverju í ósköpunum hann sé að hætta? „Eftir 30 daga verð ég fertugur. Mig langar að spila golf langt fram eftir aldri þannig að maður verður að hlusta á líkamann,“ sagði Heimir sem gaf það í skyn að hann gæti áfram spriklað með KA-U í Grill 66 deildinni. Heimir var að vonum ánægður með síðasta leikinn í efstu deild og hvernig hann fór. „Ég fékk gæsahúð þegar Sverre kom inn á. Það voru þjálfaramistök að hann skyldi ekki spila meira. En það var allt með okkur. Ég fann það allan tímann að við myndum vinna þetta. Ég er mjög sáttur en hefði viljað skora. En ég átti frábært frákast,“ sagði Heimir léttur. „Að öllu gamni slepptu var þetta frábært tímabil. Við unnum bæði deildar- og bikarmeistarana. Við erum pínu svekktir að vera ekki að fara í úrslitakeppnina en hrikalega stoltir,“ sagði Heimir að lokum.Sverre lék í gula og bláa búningnum í fyrsta sinn í áraraðir. Og jafnframt í síðasta sinn.mynd/skjáskotSverre, sem er 42 ára, kom aðeins inn á í vörn KA í fyrri hálfleik. „Þetta þróaðist í þessa átt. Við Heimir sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman. Við náðum einni,“ sagði Sverre sem kom inn í þjálfarateymi KA eftir áramót. „Ég hóf ferilinn hérna og það er ágætt að enda hann líka í gulu treyjunni.“ Stemmningin í KA-heimilinu í kvöld var með besta móti og Sverre fékk góðar móttökur þegar hann var kynntur til leiks. „Þetta var æðislegt. Manni hefur verið gríðarlega vel tekið hérna og maður nýtur þess að vera áfram í handboltanum. Ég er þakklátur fyrir að félagið hafi viljað fá mig.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30