Einar Andri: Arnór er frábær markvörður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2019 22:22 Einar Andri og félagar unnu langþráðan sigur í kvöld. vísir/eyþór Það blés ekki byrlega fyrir Aftureldingu í upphafi seinni hálfleiks gegn Fram í kvöld. Mosfellingar lentu sex mörkum undir og voru komnir með bakið upp við vegg. En þá loksins byrjuðu þeir að spila almennilega og nógu vel til að landa sigri, 29-26. „Fyrst og síðast breyttist hugarfarið. Menn fóru að hafa gaman að þessu. Við fengum ekki neina markvörslu í fyrri hálfleik og vörnin var heldur ekki góð. Svo small það og þá kom þetta. Við höfum verið í brekku og kannski hefur það haft einhver áhrif,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. Mosfellingum hefur ekki gengið vel að undanförnu og voru án sigurs í fimm leikjum fyrir leikinn í kvöld. Einar Andri segir að í ljósi þess hafa verið sérstaklega mikilvægt að klára leikinn í kvöld. „Engin spurning. Við höfum spilað vel í mörgum leikjum eftir jól þótt uppskeran hafi verið rýr. Við höfum átt mjög erfiða leiki en þetta gefur okkur sjálfstraust. Það hefur vantað upp á það,“ sagði Einar Andri. Hann var að vonum ánægður með frammistöðu Arnórs Freys Stefánssonar í marki Aftureldingar í seinni hálfleiknum. Þá skellti hann í lás og varði rúman helming þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þegar vörnin hefur verið góð hefur hann skilað 40% markvörslu. Það er mín og strákanna í vörninni að sjá til þess að hún virki. Arnór er frábær markvörður, einn sá allra besti í deildinni og hefur sýnt það í allan vetur,“ sagði Einar Andri að endingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-26 | Langþráður sigur Mosfellinga Þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks vann Afturelding góðan sigur á Fram. 3. apríl 2019 22:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Það blés ekki byrlega fyrir Aftureldingu í upphafi seinni hálfleiks gegn Fram í kvöld. Mosfellingar lentu sex mörkum undir og voru komnir með bakið upp við vegg. En þá loksins byrjuðu þeir að spila almennilega og nógu vel til að landa sigri, 29-26. „Fyrst og síðast breyttist hugarfarið. Menn fóru að hafa gaman að þessu. Við fengum ekki neina markvörslu í fyrri hálfleik og vörnin var heldur ekki góð. Svo small það og þá kom þetta. Við höfum verið í brekku og kannski hefur það haft einhver áhrif,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. Mosfellingum hefur ekki gengið vel að undanförnu og voru án sigurs í fimm leikjum fyrir leikinn í kvöld. Einar Andri segir að í ljósi þess hafa verið sérstaklega mikilvægt að klára leikinn í kvöld. „Engin spurning. Við höfum spilað vel í mörgum leikjum eftir jól þótt uppskeran hafi verið rýr. Við höfum átt mjög erfiða leiki en þetta gefur okkur sjálfstraust. Það hefur vantað upp á það,“ sagði Einar Andri. Hann var að vonum ánægður með frammistöðu Arnórs Freys Stefánssonar í marki Aftureldingar í seinni hálfleiknum. Þá skellti hann í lás og varði rúman helming þeirra skota sem hann fékk á sig. „Þegar vörnin hefur verið góð hefur hann skilað 40% markvörslu. Það er mín og strákanna í vörninni að sjá til þess að hún virki. Arnór er frábær markvörður, einn sá allra besti í deildinni og hefur sýnt það í allan vetur,“ sagði Einar Andri að endingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-26 | Langþráður sigur Mosfellinga Þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks vann Afturelding góðan sigur á Fram. 3. apríl 2019 22:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-26 | Langþráður sigur Mosfellinga Þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks vann Afturelding góðan sigur á Fram. 3. apríl 2019 22:00