Snorri Steinn: Hægt að túlka reglurnar eftir hentisemi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2019 14:11 Snorri Steinn vonast til að Daníel Freyr spili næsta leik og haldi sig þá inni í teignum. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómara leiks Valsmanna og FH-inga að gefa markverðinum Daníel Frey Andréssyni rauða spjaldið. Á 53. mínútu kom Daníel út að miðlínu til að ná boltanum. Það tókst en í leiðinni lenti hann í samstuði við FH-inginn Jakob Martin Ásgeirsson. Eftir að hafa stuðst við myndbandsupptöku sýndu dómararnir Daníel rauða spjaldið. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Reynir Stefánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, að um réttan dóm hafi verið að ræða og vísaði í reglu 8.5. Þar segir að markvörður beri ábyrgð á því ekki skapist aðstæður sem geta verið hættulegar heilsu mótherjans er hann fer út úr sínum vítateig til að komast inn í sendingu. „Þessar blessuðu reglur. Það er hægt að túlka þær eftir hentisemi. Ég túlkaði þetta ekki eins og dómararnir,“ sagði Snorri við Vísi í dag. Hann segir að ekki hafi verið um sendingu fram völlinn að ræða. „Ef menn skoða atvikið gaumgæfilega sést að þetta er ekki sending. Og sending er ekki túlkunaratriði.“ Snorri segist þó ekki vera hrifinn af því þegar markverðir fara út úr teignum til að reyna að komast inn í sendingar. Og hann vonast til að Daníel fái ekki bann og verði með Val gegn KA á miðvikudaginn. „Vonandi hefur þetta ekki neina eftirmála og Daníel verður í markinu í næsta leik og heldur sig inni í teignum,“ sagði Snorri. Valsmenn eru í 3. sæti Olís-deildarinnar og enda ekki neðar en það. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.Reglan 8.5. Olís-deild karla Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar HSÍ: Rauða spjaldið hárrétt ákvörðun Dómarar leiks FH og Vals gerðu rétt þegar þeir sýndu Daníel Frey Andréssyni rauða spjaldið. 1. apríl 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómara leiks Valsmanna og FH-inga að gefa markverðinum Daníel Frey Andréssyni rauða spjaldið. Á 53. mínútu kom Daníel út að miðlínu til að ná boltanum. Það tókst en í leiðinni lenti hann í samstuði við FH-inginn Jakob Martin Ásgeirsson. Eftir að hafa stuðst við myndbandsupptöku sýndu dómararnir Daníel rauða spjaldið. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Reynir Stefánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, að um réttan dóm hafi verið að ræða og vísaði í reglu 8.5. Þar segir að markvörður beri ábyrgð á því ekki skapist aðstæður sem geta verið hættulegar heilsu mótherjans er hann fer út úr sínum vítateig til að komast inn í sendingu. „Þessar blessuðu reglur. Það er hægt að túlka þær eftir hentisemi. Ég túlkaði þetta ekki eins og dómararnir,“ sagði Snorri við Vísi í dag. Hann segir að ekki hafi verið um sendingu fram völlinn að ræða. „Ef menn skoða atvikið gaumgæfilega sést að þetta er ekki sending. Og sending er ekki túlkunaratriði.“ Snorri segist þó ekki vera hrifinn af því þegar markverðir fara út úr teignum til að reyna að komast inn í sendingar. Og hann vonast til að Daníel fái ekki bann og verði með Val gegn KA á miðvikudaginn. „Vonandi hefur þetta ekki neina eftirmála og Daníel verður í markinu í næsta leik og heldur sig inni í teignum,“ sagði Snorri. Valsmenn eru í 3. sæti Olís-deildarinnar og enda ekki neðar en það. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.Reglan 8.5.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar HSÍ: Rauða spjaldið hárrétt ákvörðun Dómarar leiks FH og Vals gerðu rétt þegar þeir sýndu Daníel Frey Andréssyni rauða spjaldið. 1. apríl 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Formaður dómaranefndar HSÍ: Rauða spjaldið hárrétt ákvörðun Dómarar leiks FH og Vals gerðu rétt þegar þeir sýndu Daníel Frey Andréssyni rauða spjaldið. 1. apríl 2019 11:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45