Svartir og sætir páskar Ásdísar Ránar Þórarinn Þórarinsson skrifar 13. apríl 2019 11:00 Ásdís Rán kynntist ríkri tækifærisgjafamenningu í Búlgaríu og finnst Íslendingar mega bæta sig verulega í þeim efnum. Ásdís Rán sér fegurðina í hinu svarta og byrjaði að flytja svartar Metanoa-rósir til landsins um jólin. Sjálf heillaðist hún af rósunum í Búlgaríu en þær vaxa í Afríku og eru að hennar sögn meðal sjaldgæfustu blóma veraldar. „Þetta er tilvalin tækifærisgjöf sem gefur fólki ótal möguleika til þess að tjá tilfinningar sínar, segja „takk“, „fyrirgefðu“, „ég elska þig“ og svo framvegis,“ segir Ásdís Rán sem tengir rósirnar núna páskunum með súkkulaðieggjum í stíl. „Ég er rosa mikill sælkeri og fagurkeri og er mikið fyrir að nýta allar hátíðir til þess að gefa fólki eitthvað fallegt. Þannig að mér datt í hug að sameina þetta tvennt, svartar rósir og páskaegg. Þetta er flott tvenna fyrir þá sem vilja færa elskunni sinni eitthvað aðeins öðruvísi yfir hátíðarnar.“ Þegar Ásdís Rán fékk hugmyndina að svarta súkkulaðiegginu segir hún að í sínum huga hafi ekkert annað komið til greina en að leita til Hafliða Ragnarssonar, hins margverðlaunaða konfektgerðarmanns í Mosfellsbakaríi. „Þannig að ég bara boðaði hann á fund og honum fannst þetta það skemmtileg hugmynd að hann ákvað að slá til þótt hann sé ótrúlega upptekinn og náttúrlega brjáluð vertíð hjá honum við að búa til öll þessi páskaegg,“ segir Ásdís Rán, hæstánægð með afrakstur samstarfs hennar og Hafliða. „Þetta er rosalega flott og örugglega eins fallegt og páskaegg geta orðið, svört með gyllingu í glæsilegum kúpli með svörtum borða,“ segir Ásdís Rán og bætir við að það hafi ekkert vafist fyrir Hafliða að sverta dökkt súkkulaðið almennilega. „Hann er með þetta allt á hreinu og húðaði þau bara. Ætli þetta sé ekki bara eins og að sprauta bíl?“ segir hún og hlær.Svartir páskar Guli liturinn hefur löngum verið tengdur við páskana en Ásdís Rán sér ekkert því til fyrirstöðu að sverta hátíðina aðeins. „Svartur er tískulitur og mér finnst hann mjög fallegur auk þess sem margir vilja bara svart þannig að af hverju ekki svartir páskar? Mér finnst það bara svakalega kúl.“ Hún er að sjálfsögðu búin að smakka herlegheitin og segir að Hafliði svíki ekki frekar en fyrri daginn þegar bragðgæðin eru annars vegar. „Þetta er gert úr dökku súkkulaði þannig að þetta er ketó-vænt líka fyrir alla ketó-brjálæðingana. Síðan er eitthvert eðal sælgæti frá Hafliða inni í egginu líka.“ Ásdís Rán segir rósina og eggið vera óaðskiljanlega tvennu og að þau verði ekki seld hvort í sínu lagi. „Þetta mun einungis fást núna um páskana og saman kosta rósin og eggið 16.900 krónur. Það er hægt að panta á vefnum á metanoadelarose. is eða á Facebook-síðu Metatona Iceland og svo verður þetta líka selt í bakaríunum hjá Hafliða eftir helgi. Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tímamót Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Ásdís Rán sér fegurðina í hinu svarta og byrjaði að flytja svartar Metanoa-rósir til landsins um jólin. Sjálf heillaðist hún af rósunum í Búlgaríu en þær vaxa í Afríku og eru að hennar sögn meðal sjaldgæfustu blóma veraldar. „Þetta er tilvalin tækifærisgjöf sem gefur fólki ótal möguleika til þess að tjá tilfinningar sínar, segja „takk“, „fyrirgefðu“, „ég elska þig“ og svo framvegis,“ segir Ásdís Rán sem tengir rósirnar núna páskunum með súkkulaðieggjum í stíl. „Ég er rosa mikill sælkeri og fagurkeri og er mikið fyrir að nýta allar hátíðir til þess að gefa fólki eitthvað fallegt. Þannig að mér datt í hug að sameina þetta tvennt, svartar rósir og páskaegg. Þetta er flott tvenna fyrir þá sem vilja færa elskunni sinni eitthvað aðeins öðruvísi yfir hátíðarnar.“ Þegar Ásdís Rán fékk hugmyndina að svarta súkkulaðiegginu segir hún að í sínum huga hafi ekkert annað komið til greina en að leita til Hafliða Ragnarssonar, hins margverðlaunaða konfektgerðarmanns í Mosfellsbakaríi. „Þannig að ég bara boðaði hann á fund og honum fannst þetta það skemmtileg hugmynd að hann ákvað að slá til þótt hann sé ótrúlega upptekinn og náttúrlega brjáluð vertíð hjá honum við að búa til öll þessi páskaegg,“ segir Ásdís Rán, hæstánægð með afrakstur samstarfs hennar og Hafliða. „Þetta er rosalega flott og örugglega eins fallegt og páskaegg geta orðið, svört með gyllingu í glæsilegum kúpli með svörtum borða,“ segir Ásdís Rán og bætir við að það hafi ekkert vafist fyrir Hafliða að sverta dökkt súkkulaðið almennilega. „Hann er með þetta allt á hreinu og húðaði þau bara. Ætli þetta sé ekki bara eins og að sprauta bíl?“ segir hún og hlær.Svartir páskar Guli liturinn hefur löngum verið tengdur við páskana en Ásdís Rán sér ekkert því til fyrirstöðu að sverta hátíðina aðeins. „Svartur er tískulitur og mér finnst hann mjög fallegur auk þess sem margir vilja bara svart þannig að af hverju ekki svartir páskar? Mér finnst það bara svakalega kúl.“ Hún er að sjálfsögðu búin að smakka herlegheitin og segir að Hafliði svíki ekki frekar en fyrri daginn þegar bragðgæðin eru annars vegar. „Þetta er gert úr dökku súkkulaði þannig að þetta er ketó-vænt líka fyrir alla ketó-brjálæðingana. Síðan er eitthvert eðal sælgæti frá Hafliða inni í egginu líka.“ Ásdís Rán segir rósina og eggið vera óaðskiljanlega tvennu og að þau verði ekki seld hvort í sínu lagi. „Þetta mun einungis fást núna um páskana og saman kosta rósin og eggið 16.900 krónur. Það er hægt að panta á vefnum á metanoadelarose. is eða á Facebook-síðu Metatona Iceland og svo verður þetta líka selt í bakaríunum hjá Hafliða eftir helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tímamót Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira