Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Karl Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2019 08:57 Hrafn með flottann urriða úr Minnivallalæk síðustu helgi. Mynd: Strengir FB Það er líklega óhætt að segja að ein mesta áskorun sem veiðimenn geta tekið í þeirri viðleytni að ná í stóran urriða sé að veiða í Minnivallalæk. Það finnast líklega hvergi sambærilegar aðstæður þar sem lítil á eins og Minnivallalækur geymi jafn mikið af stórum urriða. Þetta er magnaður staður að veiða og eins og við segjum réttilega er þetta mikil áskorun. Fiskurinn getur verið mjög styggur ef það er kyrrt í veðri og bjart en það er samt hægt að nálgast ánna á réttann hátt til að láta lítið á sér bera með léttar græjur, granna og langa tauma og flugu sem hentar. Þegar líður á veiðitímann kviknar lífið í ánni og þá þurfa veiðimenn að nota mjög litlar flugur og þurrflugur geta oft gefið mjög vel þarna. Það hefur verið heldur kalt frá opnun 1. apríl en um helgina fór að hlýna og þá mætti Hrafn Hauksson ásamt félögum og gerðu góðan túr. Náðu 9 fiskum og flestir um eða yfir 60 cm, látum fylgja með hér nokkrar myndir af þeim. Fiskur var víða að þeirra sögn og í flestum hyljum um allan læk. Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Stærsti laxinn úr Víðidalsá í sumar Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði
Það er líklega óhætt að segja að ein mesta áskorun sem veiðimenn geta tekið í þeirri viðleytni að ná í stóran urriða sé að veiða í Minnivallalæk. Það finnast líklega hvergi sambærilegar aðstæður þar sem lítil á eins og Minnivallalækur geymi jafn mikið af stórum urriða. Þetta er magnaður staður að veiða og eins og við segjum réttilega er þetta mikil áskorun. Fiskurinn getur verið mjög styggur ef það er kyrrt í veðri og bjart en það er samt hægt að nálgast ánna á réttann hátt til að láta lítið á sér bera með léttar græjur, granna og langa tauma og flugu sem hentar. Þegar líður á veiðitímann kviknar lífið í ánni og þá þurfa veiðimenn að nota mjög litlar flugur og þurrflugur geta oft gefið mjög vel þarna. Það hefur verið heldur kalt frá opnun 1. apríl en um helgina fór að hlýna og þá mætti Hrafn Hauksson ásamt félögum og gerðu góðan túr. Náðu 9 fiskum og flestir um eða yfir 60 cm, látum fylgja með hér nokkrar myndir af þeim. Fiskur var víða að þeirra sögn og í flestum hyljum um allan læk.
Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Stærsti laxinn úr Víðidalsá í sumar Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Blendingar villts lax og eldislax í Elliðaánum Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði