Ástþór bjartsýnn á stofnun flugfélags Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2019 13:42 Ástþór Magnússon. Vísir Áheit um hundrað milljónir króna hafa safnast á fyrsta sólarhring undirskriftarsöfnunar hugmyndar um nýtt íslenskt flugfélag. Þá hafa 277 manns skráð sig fyrir forgangskaupum á flugmílum á heildsöluverði. Þetta fullyrðir Ástþór Magnússon, einn aðstandenda söfnunarinnar, sem er bjartsýnn á að áform um stofnun flugfélagsins gangi eftir. Um er að ræða hugmynd að flugfélagi þar sem stefnan er sett á umhverfisvænar flugsamgöngur. Áheit hafa verið skráð á vefsíðunni Fly Icelandic. Ástþór hefur áform um plastlausar flugferðir þar sem fólki á að gefast kostur á að breyta farmiðum allt fram að síðustu mínútum fyrir brottför. Hann segist vera með reynslumikla menn með sér í liði, þar á meðal fyrrum fjármálastjóra flugvélaframleiðandans Airbus. „Það sem ég er að bjóða er að ef fólk sameinast um að koma á fót félagi þá getum við aðstoðað með því að leggja til flugreksturinn, við getum komið með flugrekstrarleyfi, vélar á tiltölulega skömmum tíma. Við bjóðum fólki að taka þátt í verkefninu með því að kaupa umhverfisvænar flugmílur á heildsöluverði,“ segir Ástþór. Með samhentu átaki vonast forsvarsmenn verkefnisins til að hægt sé að fylla upp í það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum með falli WOW air. Á heimasíðu félagsins gefst fyrrverandi starfsmönnum WOW air kostur á að skrá áhuga á að starfa með Fly Iceland. „Þetta verður rekið á svokölluðum „block chains“ sem færir öryggi þannig mögulegt er að breyta farmiðum alveg fram að brottför, án endurgjalds,“ segir Ástþór.Hvernig hefur verið tekið í hugmyndina, hvernig hefur gengið? „Á fyrsta sólarhringnum komu 277 skráningar og tæpar 100 milljónir búnir að skrá sig fyrir forkaupsrétt að flugmílunum,“ sagði Ástþór.Ertu bjartsýnn á að þetta gangi eftir? „Já við erum komin með nokkur góð prósent upp í það sem þarf. Við höfum þessar vélar og getum byrjað með tvær til fjórar vélar eftir því sem þarf með tiltölulega skömmum fyrirvara. Við höfum þessar vélar og getum gert þetta. Ég er hræddur um að ef það kemur ekki annað öflugt íslenskt flugfélag sem markaðssetur Ísland erlendis þá mun þetta þróast þannig að erlend félög taki toppana en þau munu aldrei markaðssetja landið með sama hætti og Íslendingar,“ sagði Ástþór. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Áheit um hundrað milljónir króna hafa safnast á fyrsta sólarhring undirskriftarsöfnunar hugmyndar um nýtt íslenskt flugfélag. Þá hafa 277 manns skráð sig fyrir forgangskaupum á flugmílum á heildsöluverði. Þetta fullyrðir Ástþór Magnússon, einn aðstandenda söfnunarinnar, sem er bjartsýnn á að áform um stofnun flugfélagsins gangi eftir. Um er að ræða hugmynd að flugfélagi þar sem stefnan er sett á umhverfisvænar flugsamgöngur. Áheit hafa verið skráð á vefsíðunni Fly Icelandic. Ástþór hefur áform um plastlausar flugferðir þar sem fólki á að gefast kostur á að breyta farmiðum allt fram að síðustu mínútum fyrir brottför. Hann segist vera með reynslumikla menn með sér í liði, þar á meðal fyrrum fjármálastjóra flugvélaframleiðandans Airbus. „Það sem ég er að bjóða er að ef fólk sameinast um að koma á fót félagi þá getum við aðstoðað með því að leggja til flugreksturinn, við getum komið með flugrekstrarleyfi, vélar á tiltölulega skömmum tíma. Við bjóðum fólki að taka þátt í verkefninu með því að kaupa umhverfisvænar flugmílur á heildsöluverði,“ segir Ástþór. Með samhentu átaki vonast forsvarsmenn verkefnisins til að hægt sé að fylla upp í það skarð sem myndaðist í íslenskum flugsamgöngum með falli WOW air. Á heimasíðu félagsins gefst fyrrverandi starfsmönnum WOW air kostur á að skrá áhuga á að starfa með Fly Iceland. „Þetta verður rekið á svokölluðum „block chains“ sem færir öryggi þannig mögulegt er að breyta farmiðum alveg fram að brottför, án endurgjalds,“ segir Ástþór.Hvernig hefur verið tekið í hugmyndina, hvernig hefur gengið? „Á fyrsta sólarhringnum komu 277 skráningar og tæpar 100 milljónir búnir að skrá sig fyrir forkaupsrétt að flugmílunum,“ sagði Ástþór.Ertu bjartsýnn á að þetta gangi eftir? „Já við erum komin með nokkur góð prósent upp í það sem þarf. Við höfum þessar vélar og getum byrjað með tvær til fjórar vélar eftir því sem þarf með tiltölulega skömmum fyrirvara. Við höfum þessar vélar og getum gert þetta. Ég er hræddur um að ef það kemur ekki annað öflugt íslenskt flugfélag sem markaðssetur Ísland erlendis þá mun þetta þróast þannig að erlend félög taki toppana en þau munu aldrei markaðssetja landið með sama hætti og Íslendingar,“ sagði Ástþór.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00
Segjast hafa safnað 100 milljónum í nýjan flugklúbb Í tilkynningu frá Fly Icelandic er fullyrt að á þriðja hundrað manns hafi skráð sig á vefsíðu fyrir flugmílum. 27. apríl 2019 08:02
Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28