Nálgast sitt fyrra form Hjörvar Ólafsson skrifar 13. maí 2019 16:15 Dagný í leik með landsliðinu. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir gekk á nýjan leik til liðs við bandaríska knattspyrnuliðið Portland Thorns í byrjun febrúar síðastliðins. Dagný hafði ekkert spilað í tæpt eitt og hálft ár þegar hún hélt til Bandaríkjanna en hún hafði glímt við meiðsli og þar á eftir eignast barn. Það var því langþráð endurkoma þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bandarísku NWSL-deildinni. Eftir það lék hún tvo leiki þar sem hún kom annars vegar inn á sem varamaður og var hins vegar skipt af velli eftir að hafa hafið leikinn. Leikurinn um helgina er sá fyrsti sem hún spilar frá upphafi til enda en hún skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri gegn Orlando Pride. Portland Thorns er eftir þennan sigur í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki en fjögur efstu lið deildarkeppninnar fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni lýkur. Síðast þegar Dagný spilaði með Portland Thorns varð liðið bandarískur meistari, árið 2017, en það var fyrsti meistaratitill Dagnýjar sem atvinnumanns í Bandaríkjunum. Hún varð áður háskólameistari með Florida State háskólanum árið 2015. „Það er algjörlega frábær tilfinning að vera komin í það gott líkamlegt form að geta spilað heilan leik og það er líka geggjað að vera búin að skora mitt fyrsta mark í mjög langan tíma. Ég myndi segja að ég væri komin í svona 85% form og það vantar mjög lítið upp á til þess að ég verði komin í mitt besta form,“ segir Dagný um leikinn um helgina. „Minn helsti styrkur sem íþróttamanns var líkamlegur styrkur og úthald og það er því mikilvægt fyrir mig að komast aftur á þann stað að geta hlaupið fram og til baka allan leikinn og látið til mín taka í návígjum. Þessa stundina þarf ég svolítið að velja hlaupin og vera klók og ég hlakka til að komast í mitt besta form á næstunni. Ég hef svo sem ekki sett mér neinn tímaramma í þeim efnum en ég finn verulegan mun á mér á svona tveggja vikna fresti. Mér finnst líklegt að ég verði komin í mitt besta form í landsleikjaglugganum í byrjun júní,“ segir landsliðssóknartengiliðurinn enn fremur. „Við erum klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn eins og síðast þegar ég var hérna. Við erum reyndar með þó nokkuð marga landsliðsmenn sem verða í burtu á meðan á heimsmeistaramótinu stendur í sumar og það mun reyna verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum með flesta landsliðsmenn að ég held þannig að þetta bitnar mest á okkur en ég held að við séum með nógu mikla breidd til þess að takast á við það,“ segir hún um framhaldið hjá Portland Thorns. „Ég er svo mjög spennt fyrir því að koma til móts við landsliðið í byrjun júní og spila æfingaleikina þar. Það var mjög gott fyrir mig að fá nokkrar mínútur í leikjunum í Algarve og kynnast Jóni Þóri. Ég er mjög spennt fyrir því að vinna með honum og hefja undankeppnina næsta haust. Ég held að það sé mjög hollt fyrir liðið og þá kannski sérstaklega fyrir mig að fá nýtt blóð í brúna. Freyr [Alexandersson] hefði pottþétt náð áfram góðum árangri með liðið, það er ekki það. Hann er hins vegar einn af þremur íslensku meistaraflokksþjálfurunum sem hafa þjálfað mig og mér finnst spennandi að fá nýjar áherslur og aðra rödd,“ segir hún um komandi verkefni með landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti NWSL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir gekk á nýjan leik til liðs við bandaríska knattspyrnuliðið Portland Thorns í byrjun febrúar síðastliðins. Dagný hafði ekkert spilað í tæpt eitt og hálft ár þegar hún hélt til Bandaríkjanna en hún hafði glímt við meiðsli og þar á eftir eignast barn. Það var því langþráð endurkoma þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bandarísku NWSL-deildinni. Eftir það lék hún tvo leiki þar sem hún kom annars vegar inn á sem varamaður og var hins vegar skipt af velli eftir að hafa hafið leikinn. Leikurinn um helgina er sá fyrsti sem hún spilar frá upphafi til enda en hún skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri gegn Orlando Pride. Portland Thorns er eftir þennan sigur í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki en fjögur efstu lið deildarkeppninnar fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni lýkur. Síðast þegar Dagný spilaði með Portland Thorns varð liðið bandarískur meistari, árið 2017, en það var fyrsti meistaratitill Dagnýjar sem atvinnumanns í Bandaríkjunum. Hún varð áður háskólameistari með Florida State háskólanum árið 2015. „Það er algjörlega frábær tilfinning að vera komin í það gott líkamlegt form að geta spilað heilan leik og það er líka geggjað að vera búin að skora mitt fyrsta mark í mjög langan tíma. Ég myndi segja að ég væri komin í svona 85% form og það vantar mjög lítið upp á til þess að ég verði komin í mitt besta form,“ segir Dagný um leikinn um helgina. „Minn helsti styrkur sem íþróttamanns var líkamlegur styrkur og úthald og það er því mikilvægt fyrir mig að komast aftur á þann stað að geta hlaupið fram og til baka allan leikinn og látið til mín taka í návígjum. Þessa stundina þarf ég svolítið að velja hlaupin og vera klók og ég hlakka til að komast í mitt besta form á næstunni. Ég hef svo sem ekki sett mér neinn tímaramma í þeim efnum en ég finn verulegan mun á mér á svona tveggja vikna fresti. Mér finnst líklegt að ég verði komin í mitt besta form í landsleikjaglugganum í byrjun júní,“ segir landsliðssóknartengiliðurinn enn fremur. „Við erum klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn eins og síðast þegar ég var hérna. Við erum reyndar með þó nokkuð marga landsliðsmenn sem verða í burtu á meðan á heimsmeistaramótinu stendur í sumar og það mun reyna verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum með flesta landsliðsmenn að ég held þannig að þetta bitnar mest á okkur en ég held að við séum með nógu mikla breidd til þess að takast á við það,“ segir hún um framhaldið hjá Portland Thorns. „Ég er svo mjög spennt fyrir því að koma til móts við landsliðið í byrjun júní og spila æfingaleikina þar. Það var mjög gott fyrir mig að fá nokkrar mínútur í leikjunum í Algarve og kynnast Jóni Þóri. Ég er mjög spennt fyrir því að vinna með honum og hefja undankeppnina næsta haust. Ég held að það sé mjög hollt fyrir liðið og þá kannski sérstaklega fyrir mig að fá nýtt blóð í brúna. Freyr [Alexandersson] hefði pottþétt náð áfram góðum árangri með liðið, það er ekki það. Hann er hins vegar einn af þremur íslensku meistaraflokksþjálfurunum sem hafa þjálfað mig og mér finnst spennandi að fá nýjar áherslur og aðra rödd,“ segir hún um komandi verkefni með landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti NWSL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira