„Óréttlætanlegt“ að láta Cech spila úrslitaleikinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2019 21:00 Petr Cech hefur varið mark Arsenal í Evrópudeildinni vísir/getty Petr Cech mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið og því mun hann spila sinn síðasta leik á ferlinum ef hann byrjar í markinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spekingar vilja þó ekki sjá hann spila þann leik. Cech hefur verið varamarkvörður Arsenal í vetur en hefur fengið að spila í Evrópudeildinni. Það er því alls ekki óeðlilegt að vænta þess að hann byrji úrslitaleikinn gegn sínum gömlu félögum í Chelsea. Fyrrum markmaður Arsenal, David Seaman, vill að Bernd Leno byrji í markinu. „Arsenal þarf virkilega á þessu að halda, þeir þurfa þetta meira en Chelsea,“ sagði Seaman. „Þeir þurfa að komast inn í Meistaradeildina og ég styð það að lið eigi alltaf að spila á sínu sterkasta liði. Það þýðir Leno í markinu, en ég er nokkuð viss um að Cech spili því þetta er síðasti leikur hans.“ Blaðamaður The Times, Tony Cascarino tekur í sama streng. „Ég get næstum farið svo langt að segja að ef stjóri velur markmann númer tvö í svona mikilvægan leik, þá er það brot sem hægt er að reka menn fyrir,“ skrifar Cascarino í pistli sínum. „Það er svo mikið undir að það er ekki hægt að réttlæta það að láta Cech byrja.“ Enn einn flækjupunkturinn í ákvörðun Unai Emery er að Petr Cech mun taka starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Chelsea þegar tímabilinu líkur. Bæði Cascarino og Seaman segja það þó ekki skipta máli, niðurstaðan er sú að Leno sé betri en Cech og því eigi hann að spila leikinn. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram næsta miðvikudag, 29. maí, og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Petr Cech mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið og því mun hann spila sinn síðasta leik á ferlinum ef hann byrjar í markinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spekingar vilja þó ekki sjá hann spila þann leik. Cech hefur verið varamarkvörður Arsenal í vetur en hefur fengið að spila í Evrópudeildinni. Það er því alls ekki óeðlilegt að vænta þess að hann byrji úrslitaleikinn gegn sínum gömlu félögum í Chelsea. Fyrrum markmaður Arsenal, David Seaman, vill að Bernd Leno byrji í markinu. „Arsenal þarf virkilega á þessu að halda, þeir þurfa þetta meira en Chelsea,“ sagði Seaman. „Þeir þurfa að komast inn í Meistaradeildina og ég styð það að lið eigi alltaf að spila á sínu sterkasta liði. Það þýðir Leno í markinu, en ég er nokkuð viss um að Cech spili því þetta er síðasti leikur hans.“ Blaðamaður The Times, Tony Cascarino tekur í sama streng. „Ég get næstum farið svo langt að segja að ef stjóri velur markmann númer tvö í svona mikilvægan leik, þá er það brot sem hægt er að reka menn fyrir,“ skrifar Cascarino í pistli sínum. „Það er svo mikið undir að það er ekki hægt að réttlæta það að láta Cech byrja.“ Enn einn flækjupunkturinn í ákvörðun Unai Emery er að Petr Cech mun taka starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Chelsea þegar tímabilinu líkur. Bæði Cascarino og Seaman segja það þó ekki skipta máli, niðurstaðan er sú að Leno sé betri en Cech og því eigi hann að spila leikinn. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram næsta miðvikudag, 29. maí, og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira