Ekkert lið í sögunni hefur klárað Íslandsmeistaratitilinn með svona stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 11:30 Þjálfararnir, Patrekur Jóhannesson og aðstoðarmaður hans, Grímur Hergeirsson, með Íslandsbikarinn. Vísir/Vilhelm Selfyssingar rúlluðu yfir Haukana í gær og tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Þetta var ekki aðeins sögulegur fyrsti sigur Selfoss á Íslandsmóti í boltaíþróttum heldur einnig sögulegur sigur í allri úrslitakeppninni. Ekkert annað lið hefur náð að tryggja sér titilinn með svo stórum sigri síðan að úrslitakeppnin varð að veruleika vorið 1992. Selfoss vann leikinn með tíu marka mun, 35-25, eftir að hafa verið 16-11 yfir í hálfleik. Fyrstu þrír leikir einvígsins höfðu unnist samtals með átta marka mun en Selfoss vann fyrsta leikinn með fimm marka mun á Ásvöllum. Það hefur reyndar verið hefð fyrir því síðustu árin að Íslandsmeistaratitillinn komi í hús eftir öruggan sigur. Eyjamenn unnu lokaleikinn með átta mörkum í fyrra, 28-20, og Valsmenn unnu oddaleikinn um titilinn með sjö mörkum árið á undan, 27-20. Eyjamenn jöfnuðu metið með þessum átta marka sigri í fyrra en Haukaliðið frá 2003 og Valsliðið frá 1996 tryggðu sér einnig Íslandsmeistaratitilinn með átta marka sigrum. Selfyssingar hafa lagt það í vana sinn að vera í spennuleikjum í þessari úrslitakeppni sem sést vel á því að fimm af átta sigrum liðsins í úrslitakeppninni 2019 voru með einu eða tveimur mörkum. Í gær gekk hins vegar allt upp hjá Selfossliðinu sem toppaði á hárréttum tíma undir stjórn Patreks Jóhannessonar.Stærsti sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni karla: 10 mörk - Selfoss á móti Haukum 2019 (35-25) 8 mörk - ÍBV á móti FH 2018 (28-20) 8 mörk - Haukar á móti ÍR 2003 (33-25) 8 mörk - Valur á móti KA 1996 (25-17) 7 mörk - Valur á móti FH 2017 (27-20) 7 mörk - Haukar á móti Val 2009 (33-26) 5 mörk - Haukar á móti Val 2010 (25-20) 5 mörk - Valur á móti Haukum 1994 (26-21) 4 mörk - FH á móti Akureyri 2011 (28-24) 4 mörk - Haukar á móti ÍBV 2005 (28-24) 4 mörk - Valur á móti Fram 1998 (27-23) Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Selfyssingar rúlluðu yfir Haukana í gær og tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Þetta var ekki aðeins sögulegur fyrsti sigur Selfoss á Íslandsmóti í boltaíþróttum heldur einnig sögulegur sigur í allri úrslitakeppninni. Ekkert annað lið hefur náð að tryggja sér titilinn með svo stórum sigri síðan að úrslitakeppnin varð að veruleika vorið 1992. Selfoss vann leikinn með tíu marka mun, 35-25, eftir að hafa verið 16-11 yfir í hálfleik. Fyrstu þrír leikir einvígsins höfðu unnist samtals með átta marka mun en Selfoss vann fyrsta leikinn með fimm marka mun á Ásvöllum. Það hefur reyndar verið hefð fyrir því síðustu árin að Íslandsmeistaratitillinn komi í hús eftir öruggan sigur. Eyjamenn unnu lokaleikinn með átta mörkum í fyrra, 28-20, og Valsmenn unnu oddaleikinn um titilinn með sjö mörkum árið á undan, 27-20. Eyjamenn jöfnuðu metið með þessum átta marka sigri í fyrra en Haukaliðið frá 2003 og Valsliðið frá 1996 tryggðu sér einnig Íslandsmeistaratitilinn með átta marka sigrum. Selfyssingar hafa lagt það í vana sinn að vera í spennuleikjum í þessari úrslitakeppni sem sést vel á því að fimm af átta sigrum liðsins í úrslitakeppninni 2019 voru með einu eða tveimur mörkum. Í gær gekk hins vegar allt upp hjá Selfossliðinu sem toppaði á hárréttum tíma undir stjórn Patreks Jóhannessonar.Stærsti sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni karla: 10 mörk - Selfoss á móti Haukum 2019 (35-25) 8 mörk - ÍBV á móti FH 2018 (28-20) 8 mörk - Haukar á móti ÍR 2003 (33-25) 8 mörk - Valur á móti KA 1996 (25-17) 7 mörk - Valur á móti FH 2017 (27-20) 7 mörk - Haukar á móti Val 2009 (33-26) 5 mörk - Haukar á móti Val 2010 (25-20) 5 mörk - Valur á móti Haukum 1994 (26-21) 4 mörk - FH á móti Akureyri 2011 (28-24) 4 mörk - Haukar á móti ÍBV 2005 (28-24) 4 mörk - Valur á móti Fram 1998 (27-23)
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira