Sarri: Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 11:00 Þetta tímabil hefur reynt mikið á Maurizio Sarri sem vill samt ólmur halda áfram með Chelsea. Getty/Harriet Lander Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, tók illa í þá tilhugsun að framtíð hans á Stamford Bridge ráðist á úrslitunum í leiknum á móti Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal en Chelsea hefur þegar tryggt sér sitt sæti. Það hefur gengið á ýmsu á fyrsta tímabili Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea. Ofan á það setti FIFA félagið í tveggja glugga félagsskiptabann. Guardian og fleiri enskir miðlar segja að Chelsea ætli að taka ákvörðun um framtíð stjórans eftir úrslitaleikinn við Arsenal. Það er því margt sem bendir til þess að úrslitin í þessum úrslitaleik í Bakú gætu haft mikið að segja um framtíð Sarri á Brúnni.Maurizio Sarri: if my Chelsea future hinges on winning final, sack me now. By @domfifieldhttps://t.co/xA2ZEZeHs1 — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019„Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna,“ sagði Maurizio Sarri við Guardian bar þennan möguleika undir hann. Sarri sjálfur býst við fundi um framtíð sína eftir leikinn. Sarri er búinn með tíu mánuði af tveggja ára samningi sínum hjá Chelsea en það er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár. Sarri fær fimm milljónir punda, 787 milljónir íslenskra króna, fyrir hvert tímabil. Það er aftur á mikil óvissa um framtíð hans. Stuðningsmennirnir eru ekki sannfærðir um að hann sé rétti stjórinn, leikstíllinn hefur verið gagnrýndur og Sarri sjálfur hefur viðurkennt að hann sé ekki í miklum samskiptum við eigandann Roman Abramovich. Undir stjórn Maurizio Sarri náði Chelsea liðið samt þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni, komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Liðið gæti síðan unnið titil í Bakú. „Tíu mánaða vinna og svo ræðst allt á 90 mínútum. Það er ekki sanngjarnt og ekki rétta leiðin. Þú ert annaðhvort ánægður með mína vinnu eða þú ert ekki ánægður,“ sagði Maurizio Sarri. „Næsta framtíð hjá mér er næsti miðvikudagur. Ég þarf bara að hugsa um þennan úrslitaleik eins og er. Ég er með tveggja ára samning og er ekkert að ræða við önnur félög. Ég mun fyrst ræða við mitt félag eftir úrslitaleikinn. Ég vil fá að vita hvort þeir séu ánægðir með mig eða ekki. Ég segi það núna og ef sagt það áður að ég vil halda áfram í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægasta deildin í heiminum í dag,“ sagði Maurizio Sarri. „Það er mjög spennandi að vera hér og Chelsea er eitt mikilvægasta félagið í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður hér. Það er aftur á móti eðlilegt að fara yfir stöðuna í lok hvers tímabils,“ sagði Sarri. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, tók illa í þá tilhugsun að framtíð hans á Stamford Bridge ráðist á úrslitunum í leiknum á móti Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal en Chelsea hefur þegar tryggt sér sitt sæti. Það hefur gengið á ýmsu á fyrsta tímabili Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea. Ofan á það setti FIFA félagið í tveggja glugga félagsskiptabann. Guardian og fleiri enskir miðlar segja að Chelsea ætli að taka ákvörðun um framtíð stjórans eftir úrslitaleikinn við Arsenal. Það er því margt sem bendir til þess að úrslitin í þessum úrslitaleik í Bakú gætu haft mikið að segja um framtíð Sarri á Brúnni.Maurizio Sarri: if my Chelsea future hinges on winning final, sack me now. By @domfifieldhttps://t.co/xA2ZEZeHs1 — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019„Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna,“ sagði Maurizio Sarri við Guardian bar þennan möguleika undir hann. Sarri sjálfur býst við fundi um framtíð sína eftir leikinn. Sarri er búinn með tíu mánuði af tveggja ára samningi sínum hjá Chelsea en það er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár. Sarri fær fimm milljónir punda, 787 milljónir íslenskra króna, fyrir hvert tímabil. Það er aftur á mikil óvissa um framtíð hans. Stuðningsmennirnir eru ekki sannfærðir um að hann sé rétti stjórinn, leikstíllinn hefur verið gagnrýndur og Sarri sjálfur hefur viðurkennt að hann sé ekki í miklum samskiptum við eigandann Roman Abramovich. Undir stjórn Maurizio Sarri náði Chelsea liðið samt þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni, komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Liðið gæti síðan unnið titil í Bakú. „Tíu mánaða vinna og svo ræðst allt á 90 mínútum. Það er ekki sanngjarnt og ekki rétta leiðin. Þú ert annaðhvort ánægður með mína vinnu eða þú ert ekki ánægður,“ sagði Maurizio Sarri. „Næsta framtíð hjá mér er næsti miðvikudagur. Ég þarf bara að hugsa um þennan úrslitaleik eins og er. Ég er með tveggja ára samning og er ekkert að ræða við önnur félög. Ég mun fyrst ræða við mitt félag eftir úrslitaleikinn. Ég vil fá að vita hvort þeir séu ánægðir með mig eða ekki. Ég segi það núna og ef sagt það áður að ég vil halda áfram í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægasta deildin í heiminum í dag,“ sagði Maurizio Sarri. „Það er mjög spennandi að vera hér og Chelsea er eitt mikilvægasta félagið í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður hér. Það er aftur á móti eðlilegt að fara yfir stöðuna í lok hvers tímabils,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira