(Lækkun) og hækkun – en samt besta verð? Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Þann 24. maí lækkaði Lífeyrissjóður verslunarmanna fasta vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 3,6% í 3,4%. Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána sem voru 2,06% hækkuðu aftur á móti um 0,2% í 2,26%. Helsta ástæða hækkunarinnar var sú að ástæða var talin til að breyta vaxtaviðmiði sem áður hafði miðast við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Svo hefur borið við að viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi og hann því ekki lengur talinn eins virkt vaxtaviðmið eins og flokkurinn var á sínum tíma. Sú góða frétt að fastir verðtryggðir vextir lækkuðu þótti sumum ekki frétt en gagnrýndu þó harðlega 0,2% hækkun breytilegu vaxtanna. Eins og að framan greinir var það þó ekki illkvittni eða græðgi sem réð því að vextir hækkuðu um 0,2% heldur breyting frá vaxtaviðmiði sem þótti úrelt og ekki gefa nægjanlega góða mynd vegna lítilla viðskipta með viðkomandi viðmiðunarflokk. Í framtíðinni mun, við ákvarðanir um vaxtabreytingar, verða litið til ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem og samanburðarhæfra skuldabréfa ásamt vaxtakjara á markaði fyrir sambærileg lán, að teknu tilliti til áhættumats sjóðsins. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hafa lækkað verulega undanfarið eða úr 3,86% í ágúst 2016 niður í 2,06% í maí 2019. Þeirri miklu lækkun fagna væntanlega þeir fjölmörgu lántakendur sem notið hafa góðs af. Það eru hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda almennt að lánsvextir sjóðsins séu hagstæðir og í takti við markaðsaðstæður hverju sinni. Sé horft til framtíðar geta breytilegir vextir að sjálfsögðu lækkað jafnt sem hækkað. Vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru eftir nýjustu breytingar sem fyrr með allra hagstæðustu lánakostum sem bjóðast. Samkvæmt síðunni Aurbjorg.is eru verðtryggðir breytilegir vextir Lífeyrissjóðsins eftir breytingu þriðju lægstu vextir á markaðnum í samanburði þeirra fjórtán aðila sem samanburðurinn nær til. Eru vextirnir til dæmis langt undir vöxtum húsnæðislána viðskiptabankanna. Fyrir breytinguna voru vextirnir lægstu markaðsvextir breytilegra verðtryggðra lána sem buðust. Verðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðsins eru jafnframt samkvæmt sama samanburði næst lægstu verðtryggðu lánsvextir á markaði í dag og þar sem uppgreiðslugjöld eru engin hjá Lífeyrissjóðnum, ólíkt t.d. viðskiptabönkunum með 1% uppgreiðslugjald, eiga lántakendur auðveldara en ella með að færa lán sín telji þeir aðra og hagfelldari kosti bjóðast. Gagnrýnin umræða er oft af hinu góða en þá ber að halda á lofti sem flestum hliðum.F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 24. maí lækkaði Lífeyrissjóður verslunarmanna fasta vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 3,6% í 3,4%. Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána sem voru 2,06% hækkuðu aftur á móti um 0,2% í 2,26%. Helsta ástæða hækkunarinnar var sú að ástæða var talin til að breyta vaxtaviðmiði sem áður hafði miðast við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Svo hefur borið við að viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi og hann því ekki lengur talinn eins virkt vaxtaviðmið eins og flokkurinn var á sínum tíma. Sú góða frétt að fastir verðtryggðir vextir lækkuðu þótti sumum ekki frétt en gagnrýndu þó harðlega 0,2% hækkun breytilegu vaxtanna. Eins og að framan greinir var það þó ekki illkvittni eða græðgi sem réð því að vextir hækkuðu um 0,2% heldur breyting frá vaxtaviðmiði sem þótti úrelt og ekki gefa nægjanlega góða mynd vegna lítilla viðskipta með viðkomandi viðmiðunarflokk. Í framtíðinni mun, við ákvarðanir um vaxtabreytingar, verða litið til ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem og samanburðarhæfra skuldabréfa ásamt vaxtakjara á markaði fyrir sambærileg lán, að teknu tilliti til áhættumats sjóðsins. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hafa lækkað verulega undanfarið eða úr 3,86% í ágúst 2016 niður í 2,06% í maí 2019. Þeirri miklu lækkun fagna væntanlega þeir fjölmörgu lántakendur sem notið hafa góðs af. Það eru hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda almennt að lánsvextir sjóðsins séu hagstæðir og í takti við markaðsaðstæður hverju sinni. Sé horft til framtíðar geta breytilegir vextir að sjálfsögðu lækkað jafnt sem hækkað. Vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru eftir nýjustu breytingar sem fyrr með allra hagstæðustu lánakostum sem bjóðast. Samkvæmt síðunni Aurbjorg.is eru verðtryggðir breytilegir vextir Lífeyrissjóðsins eftir breytingu þriðju lægstu vextir á markaðnum í samanburði þeirra fjórtán aðila sem samanburðurinn nær til. Eru vextirnir til dæmis langt undir vöxtum húsnæðislána viðskiptabankanna. Fyrir breytinguna voru vextirnir lægstu markaðsvextir breytilegra verðtryggðra lána sem buðust. Verðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðsins eru jafnframt samkvæmt sama samanburði næst lægstu verðtryggðu lánsvextir á markaði í dag og þar sem uppgreiðslugjöld eru engin hjá Lífeyrissjóðnum, ólíkt t.d. viðskiptabönkunum með 1% uppgreiðslugjald, eiga lántakendur auðveldara en ella með að færa lán sín telji þeir aðra og hagfelldari kosti bjóðast. Gagnrýnin umræða er oft af hinu góða en þá ber að halda á lofti sem flestum hliðum.F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar