Voru einu sinni að safna myndum af Cristiano Ronaldo en spila nú með hetjunni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 21:45 Cristiano Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu sem er á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar. Getty/Pedro Fiúza Joao Felix, vonarstjarna portúgalska fótboltans, er jafngamall í dag og Cristiano Ronaldo var sjálfur þegar hann spilaði með portúgalska landsliðinu á heimavelli á EM 2004. Portúgalska landsliðið í knattspyrnu er eitt af fjórum landsliðum sem fær tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeildina en Portúgal mætir Sviss í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á morgun. Portúgalar eru á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar alveg eins og þeir voru á Evrópumótinu 2004 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn á milli Portúgals og Sviss verður í beinni á Stöð 2 Sport eins og öll úrslitin en Holland og England spila seinni undanúrslitsleikinn á fimmtudagskvöldið. Í keppninni 2004 var Cristiano Ronaldo nítján ára gamall og að stíga sín fyrstu spor með portúgalska landsliðinu á stórmóti. Úrslitaleikurinn sem tapaðist 1-0 á móti Grikkjum var hans þrettándi landsleikur en Ronaldo leikur sinn 157 landsleik annað kvöld. Joao Felix gæti mögulega leikið sinn fyrsta landsleik á móti Sviss en hann nítján ára gamall. Felix sló í gegn með Benfica á þessu tímabili og hefur verið orðaður við stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni. Joao Felix var með í portúgalska landsliðshópnum í mars en kom þá ekkert við sögu. Það er líklegt til að breytast núna en strákurinn var með 20 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ræddi um áhrif Cristiano Ronaldo á þessa ungu stráka í portúgalska landsliðinu í dag en þó að Joao Felix sé sá yngsti eru margir aðrir ungir leikmenn í liðinu. „Flestir leikmennirnir í landsliðinu voru að horfa á Cristiano Ronaldo spila fyrir nokkrum árum. Þegar Ronaldo spilaði á EM 2004 eða fyrir fimmtán árum þá voru þessir strákar fjögurra, fimm eða sex ára,“ sagði Fernando Santos. „Cristiano Ronaldo var hetjan þeirra og þeir voru að safna myndum af honum. Nú er Ronaldo liðsfélagi þeirra og setur þar frábært fordæmi fyrir þá á æfingum, í vinnusemi og í hegðun. Hann mun hafa áhrif á hugsunargang þeirra til framtíðar,“ sagði Fernando Santos. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Joao Felix, vonarstjarna portúgalska fótboltans, er jafngamall í dag og Cristiano Ronaldo var sjálfur þegar hann spilaði með portúgalska landsliðinu á heimavelli á EM 2004. Portúgalska landsliðið í knattspyrnu er eitt af fjórum landsliðum sem fær tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeildina en Portúgal mætir Sviss í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á morgun. Portúgalar eru á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar alveg eins og þeir voru á Evrópumótinu 2004 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn á milli Portúgals og Sviss verður í beinni á Stöð 2 Sport eins og öll úrslitin en Holland og England spila seinni undanúrslitsleikinn á fimmtudagskvöldið. Í keppninni 2004 var Cristiano Ronaldo nítján ára gamall og að stíga sín fyrstu spor með portúgalska landsliðinu á stórmóti. Úrslitaleikurinn sem tapaðist 1-0 á móti Grikkjum var hans þrettándi landsleikur en Ronaldo leikur sinn 157 landsleik annað kvöld. Joao Felix gæti mögulega leikið sinn fyrsta landsleik á móti Sviss en hann nítján ára gamall. Felix sló í gegn með Benfica á þessu tímabili og hefur verið orðaður við stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni. Joao Felix var með í portúgalska landsliðshópnum í mars en kom þá ekkert við sögu. Það er líklegt til að breytast núna en strákurinn var með 20 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ræddi um áhrif Cristiano Ronaldo á þessa ungu stráka í portúgalska landsliðinu í dag en þó að Joao Felix sé sá yngsti eru margir aðrir ungir leikmenn í liðinu. „Flestir leikmennirnir í landsliðinu voru að horfa á Cristiano Ronaldo spila fyrir nokkrum árum. Þegar Ronaldo spilaði á EM 2004 eða fyrir fimmtán árum þá voru þessir strákar fjögurra, fimm eða sex ára,“ sagði Fernando Santos. „Cristiano Ronaldo var hetjan þeirra og þeir voru að safna myndum af honum. Nú er Ronaldo liðsfélagi þeirra og setur þar frábært fordæmi fyrir þá á æfingum, í vinnusemi og í hegðun. Hann mun hafa áhrif á hugsunargang þeirra til framtíðar,“ sagði Fernando Santos.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira