Dýr skiptimynt Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 07:00 Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum fordæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið. Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum. Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að einhverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. Fordæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæmalausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi einhvern tímann stoppa eitthvað mál. Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikilvægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrumvarp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu. Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafarvaldinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum fordæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið. Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum. Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að einhverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. Fordæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæmalausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi einhvern tímann stoppa eitthvað mál. Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikilvægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrumvarp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu. Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafarvaldinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar