Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 12:56 Rita Ora segist hlakka til Secret Solstice 2020. Vísir/Getty Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. Þar kemur fram að hún hafi þurft að aflýsa tónleikum sínum af læknisráði en hún hefur verið með sýkingu í brjóstholi. „Ég er mjög leið yfir því að þurfa að tilkynna öllum þeim sem ætluðu á Secret Solstice á Íslandi að ég mun ekki geta komið fram eins og áætlað var. Ég er búin að vera að glíma við þráláta sýkingu í brjóstholi og læknar mínir hafa ráðlagt mér að taka tíma til þess að ná mér,“ skrifar Ora í tilkynningunni. Hún segist hafa hlakkað til þess að vera hluti af hátíðinni og þessi ákvörðun hafi ekki verið auðveld enda sé það alltaf leiðinlegt að þurfa að aflýsa tónleikum. „Ég var svo spennt að koma til Íslands og vera hluti af þessari hátíð,“ skrifar söngkonan og bætir við að hún sé ætíð þakklát fyrir tækifæri til þess að koma fram enda sé það ástríða hennar. Það sé sérstaklega erfitt að valda aðdáendum sínum vonbrigðum. „Mér þykir það leitt að vera ekki þarna! Ég elska ykkur öll og takk fyrir stuðninginn. Ég hlakka til að halda upp á Solstice 2020 með ykkur!“ Tilkynningu frá aðstandendum Solstice má sjá að neðan auk tilkynningunnar frá Ritu OraÁ mánudaginn fréttu aðstandendur Secret Solstice hátíðarinnar af því að Rita Ora væri veik og gæti hugsanlega ekki komið fram á hátíðinni, þó ekki væri komin endanleg staðfesting frá henni fór strax af stað vinna í varaáætlun ef svo færi að hún kæmist. Rétt í þessu fengum við það síðan endanlega staðfest að vegna sýkingar kæmist hún ekki á hátíðina.Það er auðvitað mjög slæmt að fá svona fréttir rétt fyrir hátíðina en aðstandendur eru með nokkra stóra listamenn sem geta komið í hennar stað og líklega verður að hægt að tilkynna hver það verður fyrir lok dags í dag hver verður fyrir valinu.Rita sjálf er góður vinur okkar og henni þykir þetta ofboðslega leiðiðnilegt enda hafði hún áætlað að eyða nokkrum dögum með vinum sínum hér og njóta lífsina á Íslandi, þegar er búið að semja um að Rita Ora mun koma fram á Secret Solstice hátíðinni næsta sumar. Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora og Martin Garrix koma fram á Secret Solstice Martin Garrix, Rita Ora, Pussy Riot, Morcheeba og Boy Pablo munu koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Soltice en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar í Laugardalnum. 21. desember 2018 13:45 Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. Þar kemur fram að hún hafi þurft að aflýsa tónleikum sínum af læknisráði en hún hefur verið með sýkingu í brjóstholi. „Ég er mjög leið yfir því að þurfa að tilkynna öllum þeim sem ætluðu á Secret Solstice á Íslandi að ég mun ekki geta komið fram eins og áætlað var. Ég er búin að vera að glíma við þráláta sýkingu í brjóstholi og læknar mínir hafa ráðlagt mér að taka tíma til þess að ná mér,“ skrifar Ora í tilkynningunni. Hún segist hafa hlakkað til þess að vera hluti af hátíðinni og þessi ákvörðun hafi ekki verið auðveld enda sé það alltaf leiðinlegt að þurfa að aflýsa tónleikum. „Ég var svo spennt að koma til Íslands og vera hluti af þessari hátíð,“ skrifar söngkonan og bætir við að hún sé ætíð þakklát fyrir tækifæri til þess að koma fram enda sé það ástríða hennar. Það sé sérstaklega erfitt að valda aðdáendum sínum vonbrigðum. „Mér þykir það leitt að vera ekki þarna! Ég elska ykkur öll og takk fyrir stuðninginn. Ég hlakka til að halda upp á Solstice 2020 með ykkur!“ Tilkynningu frá aðstandendum Solstice má sjá að neðan auk tilkynningunnar frá Ritu OraÁ mánudaginn fréttu aðstandendur Secret Solstice hátíðarinnar af því að Rita Ora væri veik og gæti hugsanlega ekki komið fram á hátíðinni, þó ekki væri komin endanleg staðfesting frá henni fór strax af stað vinna í varaáætlun ef svo færi að hún kæmist. Rétt í þessu fengum við það síðan endanlega staðfest að vegna sýkingar kæmist hún ekki á hátíðina.Það er auðvitað mjög slæmt að fá svona fréttir rétt fyrir hátíðina en aðstandendur eru með nokkra stóra listamenn sem geta komið í hennar stað og líklega verður að hægt að tilkynna hver það verður fyrir lok dags í dag hver verður fyrir valinu.Rita sjálf er góður vinur okkar og henni þykir þetta ofboðslega leiðiðnilegt enda hafði hún áætlað að eyða nokkrum dögum með vinum sínum hér og njóta lífsina á Íslandi, þegar er búið að semja um að Rita Ora mun koma fram á Secret Solstice hátíðinni næsta sumar.
Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora og Martin Garrix koma fram á Secret Solstice Martin Garrix, Rita Ora, Pussy Riot, Morcheeba og Boy Pablo munu koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Soltice en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar í Laugardalnum. 21. desember 2018 13:45 Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Rita Ora og Martin Garrix koma fram á Secret Solstice Martin Garrix, Rita Ora, Pussy Riot, Morcheeba og Boy Pablo munu koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Soltice en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar í Laugardalnum. 21. desember 2018 13:45
Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53