Nýtt Sportveiðiblað komið út Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2019 07:47 Sumarblað Sportveiðiblaðsins er komið út. Sumarblað Sportveiðiblaðsins er komið út og sem endranær er blaðið stútfullt af skemmtilegum greinum og umfjöllunum um allt sem tengist stangveiði. Meðal efnis er ítarlegt viðtal við Björn K. Rúnarsson staðarhaldara í Vatnsdalsá, viðtal við Óla og Maríu í Veiðihorninu þar sem þau segja frá ævintýrum sínum við veiðar í suðurhöfum, skemmtilegt viðtal við söngvarann og náttúrubarnið Jógvan Hansen, Kristmundur Guðjónsson deilir með okkur skemmtilegri veiðisögu úr Eystri Rangá, fjallað er um Júravatnið í Argentínu en það vatn er jafnan talið eitt það mest spennandi að veiða í heiminum, Þór Níelsen velur sínar uppáhaldsflugur í Þingvallavatn en fáir þekkja vatnið líklega jafnvel og hann, farið er yfir veiðistaði í Laxá í Ásum og einni má finna í blaðinu grein um byssukúlur og kaliber. Þetta er brot af því sem má finna í blaðinu sem veiðimenn eiga eflaust eftir að lesa spjaldana á milli við veiðistaðina sína í sumar. Blaðið fæst á sölustöðum, bensínstöðvum og veiðibúðum um allt land, Mest lesið Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Fréttir úr Leirvogsá Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði
Sumarblað Sportveiðiblaðsins er komið út og sem endranær er blaðið stútfullt af skemmtilegum greinum og umfjöllunum um allt sem tengist stangveiði. Meðal efnis er ítarlegt viðtal við Björn K. Rúnarsson staðarhaldara í Vatnsdalsá, viðtal við Óla og Maríu í Veiðihorninu þar sem þau segja frá ævintýrum sínum við veiðar í suðurhöfum, skemmtilegt viðtal við söngvarann og náttúrubarnið Jógvan Hansen, Kristmundur Guðjónsson deilir með okkur skemmtilegri veiðisögu úr Eystri Rangá, fjallað er um Júravatnið í Argentínu en það vatn er jafnan talið eitt það mest spennandi að veiða í heiminum, Þór Níelsen velur sínar uppáhaldsflugur í Þingvallavatn en fáir þekkja vatnið líklega jafnvel og hann, farið er yfir veiðistaði í Laxá í Ásum og einni má finna í blaðinu grein um byssukúlur og kaliber. Þetta er brot af því sem má finna í blaðinu sem veiðimenn eiga eflaust eftir að lesa spjaldana á milli við veiðistaðina sína í sumar. Blaðið fæst á sölustöðum, bensínstöðvum og veiðibúðum um allt land,
Mest lesið Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Fréttir úr Leirvogsá Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði