Veiðin komin í gang á heiðunum Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2019 10:00 Það opnar innan fárra daga í Veiðivötnum Mynd úr safni Laxveiðimenn eru langt frá því að vera kátir þessa dagana með vatnið í dragánum og tökuleysis samfara því en silungsveiðimenn brosa út í eitt. Það er nokkurn veginn sama hvert litið er, fréttir af góðri silungsveiði berast okkur daglega. Vötnin á láglendinu eru komin inn fyrir nokkrum vikum og það stefnir í aldeilis góðann júnímánuð ef þetta heldur svona áfram. Heiðarnar eru líka að koma sterkar inn og við erum að fá góðar fréttir ofan af Arnarvatnsheiði og Skagaheiði. Þar hafa veiðimenn gert mjög fína daga en veiðin hefði oft á tíðum getað verið mun meiri ef ekki hefði komið til mikið rok suma dagana. Fyrir utan Arnarvatnsheiðina og Skagaheiði erum við líka að fá ágætar fréttir af t.d. vatnasvæði Lýsu, vötnunum á Melrakkasléttu, Hraunsfirði, Sléttuhlíðarvatni, Sauðlauksvatni bara svo nokkur vötn séu nefnd. Nú þegar það sýnist stefna í alvarlegasta vatnsleysi í dragánum í laxveiðinni er ekki úr því skotið að sumrinu verði líklega bjargað með silungsveiði og erum við með endalaust af vötnum þar sem nóg er af fallegri bleikju og urriða. Þeir sem elska vatnaveiðina bíða líklega margir eftir opnun Veiðivatna en þar eru aðeins nokkrir dagar í að tekið verði á móti veiðimönnum. Það verður spennandi að sjá hvernig fyrstu dagarnir þar fara í gang en veiðin í öðrum vötnum á hálendinu utan veiðivatna hefur nefnilega verið góð. Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði
Laxveiðimenn eru langt frá því að vera kátir þessa dagana með vatnið í dragánum og tökuleysis samfara því en silungsveiðimenn brosa út í eitt. Það er nokkurn veginn sama hvert litið er, fréttir af góðri silungsveiði berast okkur daglega. Vötnin á láglendinu eru komin inn fyrir nokkrum vikum og það stefnir í aldeilis góðann júnímánuð ef þetta heldur svona áfram. Heiðarnar eru líka að koma sterkar inn og við erum að fá góðar fréttir ofan af Arnarvatnsheiði og Skagaheiði. Þar hafa veiðimenn gert mjög fína daga en veiðin hefði oft á tíðum getað verið mun meiri ef ekki hefði komið til mikið rok suma dagana. Fyrir utan Arnarvatnsheiðina og Skagaheiði erum við líka að fá ágætar fréttir af t.d. vatnasvæði Lýsu, vötnunum á Melrakkasléttu, Hraunsfirði, Sléttuhlíðarvatni, Sauðlauksvatni bara svo nokkur vötn séu nefnd. Nú þegar það sýnist stefna í alvarlegasta vatnsleysi í dragánum í laxveiðinni er ekki úr því skotið að sumrinu verði líklega bjargað með silungsveiði og erum við með endalaust af vötnum þar sem nóg er af fallegri bleikju og urriða. Þeir sem elska vatnaveiðina bíða líklega margir eftir opnun Veiðivatna en þar eru aðeins nokkrir dagar í að tekið verði á móti veiðimönnum. Það verður spennandi að sjá hvernig fyrstu dagarnir þar fara í gang en veiðin í öðrum vötnum á hálendinu utan veiðivatna hefur nefnilega verið góð.
Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði