Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Ritstjórn skrifar 26. júní 2019 12:45 Keppendur hjóla hringveginn og enda við Hvaleyrarvatn í Hvalfirði. FBL/Ernir Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 84 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Hægt er að kynna sér reglur keppninnar nánar hér. Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Reykjadals. Frá upphafi hafa aðstandendur WOW Cyclothon safnað yfir 90 milljónum en liðin keppa sín á milli bæði á hringveginum og í áheitakeppni. Í fyrra sigraði liðið R&R1 áheitakeppnina en þau söfnuðu 3.152.000 krónum. Sigurliðin í öðrum flokkum síðustu ár er hægt að sjá á síðu keppninnar. Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti. Hinkra þarf augnablik til að sjá staðsetninguna birtast. Hægt er að þysja inn til að skoða nánar. Alls hafa um 570 keppendur skráð sig til leiks. Einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki lögðu af stað á miðvikudag klukkan 19. Þrír keppa í einstaklingskeppninni, 36 einstaklingar keppa í níu fjögurra manna liðum og 47 tíu manna lið taka þátt með 470 hjólara innanborðs. Þá eru um 80 þátttakendur skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki en þetta er í fimmta sinn sem hann hefur verið settur upp. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu myndir á Instagram undir myllumerkinu #wowcyclothon.
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 84 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Hægt er að kynna sér reglur keppninnar nánar hér. Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Reykjadals. Frá upphafi hafa aðstandendur WOW Cyclothon safnað yfir 90 milljónum en liðin keppa sín á milli bæði á hringveginum og í áheitakeppni. Í fyrra sigraði liðið R&R1 áheitakeppnina en þau söfnuðu 3.152.000 krónum. Sigurliðin í öðrum flokkum síðustu ár er hægt að sjá á síðu keppninnar. Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti. Hinkra þarf augnablik til að sjá staðsetninguna birtast. Hægt er að þysja inn til að skoða nánar. Alls hafa um 570 keppendur skráð sig til leiks. Einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki lögðu af stað á miðvikudag klukkan 19. Þrír keppa í einstaklingskeppninni, 36 einstaklingar keppa í níu fjögurra manna liðum og 47 tíu manna lið taka þátt með 470 hjólara innanborðs. Þá eru um 80 þátttakendur skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki en þetta er í fimmta sinn sem hann hefur verið settur upp. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu myndir á Instagram undir myllumerkinu #wowcyclothon.
Hjólreiðar Wow Cyclothon Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira