Stjarna bandaríska liðsins á HM var bara klappstýra í gær: Ætlar að ná úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 13:30 Megan Rapinoe fagnar hér í leikslok með liðsfélögum sínum. Getty/Jean Catuffe Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta en komið í enn einn úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti eftir 2-1 sigur á Englandi í gær. Bandarísku stelpurnar unnu leikinn þrátt fyrir að leika án stærstu stjörnu liðsins. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar hin litíka Megan Rapinoe var ekki í byrjunarliði bandaríska landsliðsins á móti Englandi í gær. Sjónvarpsvélarnar voru mikið á Megan Rapinoe sem tók ekki þátt í upphitun liðsins að öðru leyti nema að hvetja sínar stelpur áfram. Megan Rapinoe hafði skorað öll fjögur mörk bandaríska liðsins í sigrinum á Spáni og Frakklandi í útsláttarkeppninni. Þrátt fyrir mikilvægi hennar ætlaði þjálfarinn Jill Ellis ekki að taka neina áhættu með hana.Megan Rapinoe missed the semis with a minor hamstring strain, but she feels confident she can go in the final. pic.twitter.com/fisnuu9NIa — espnW (@espnW) July 2, 2019Rapinoe hafði tognað aftan í læri í leiknum á undan en Jill Ellis talaði um eftir leikinn í gær að þetta væri lítil tognun. Megan Rapinoe gerði líka sjálf lítið úr meiðslunum og hún ætlar sér að ná úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þar mæta þær bandarísku annaðhvort Hollandi eða Svíþjóð sem spila seinni undanúrslitaleikinn í kvöld. „Þetta er varla tognun en ég gat samt ekki spilað þennan leik. Læknaliðið hélt að ég gæti ekki haldið þetta út. Við höfum verið að tala um breiddina okkar í mánuð eftir mánuð og gegnum allt þetta heimsmeistaramót. Við sýndum hana í kvöld,“ sagði Megan Rapinoe eftir leikinn. „Við töldum að þetta væri besta leiðin, ekki aðeins fyrir mig sjálfa heldur einnig fyrir liðið,“ sagði Megan Rapinoe sem var því klappstýra í þessum spennandi leik. Hún var síðan allt í öllu í fagnaðarlátunum eftir leikinn.Megan Rapinoe had "minor hamstring strain," expecting to be ready to go for World Cup Final on Sunday, per @GrantWahlpic.twitter.com/xtR8hMa9sP — Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2019Megan Rapinoe tognaði í leiknum á móti Frakklandi en fór ekki alveg strax út af vellinum. Hún hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum í keppninni. „Ég býst við því að vera orðin góð í úrslitaleiknum og klár í slaginn. Þetta er að lagast hjá mér,“ sagði Megan Rapinoe. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta en komið í enn einn úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti eftir 2-1 sigur á Englandi í gær. Bandarísku stelpurnar unnu leikinn þrátt fyrir að leika án stærstu stjörnu liðsins. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar hin litíka Megan Rapinoe var ekki í byrjunarliði bandaríska landsliðsins á móti Englandi í gær. Sjónvarpsvélarnar voru mikið á Megan Rapinoe sem tók ekki þátt í upphitun liðsins að öðru leyti nema að hvetja sínar stelpur áfram. Megan Rapinoe hafði skorað öll fjögur mörk bandaríska liðsins í sigrinum á Spáni og Frakklandi í útsláttarkeppninni. Þrátt fyrir mikilvægi hennar ætlaði þjálfarinn Jill Ellis ekki að taka neina áhættu með hana.Megan Rapinoe missed the semis with a minor hamstring strain, but she feels confident she can go in the final. pic.twitter.com/fisnuu9NIa — espnW (@espnW) July 2, 2019Rapinoe hafði tognað aftan í læri í leiknum á undan en Jill Ellis talaði um eftir leikinn í gær að þetta væri lítil tognun. Megan Rapinoe gerði líka sjálf lítið úr meiðslunum og hún ætlar sér að ná úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þar mæta þær bandarísku annaðhvort Hollandi eða Svíþjóð sem spila seinni undanúrslitaleikinn í kvöld. „Þetta er varla tognun en ég gat samt ekki spilað þennan leik. Læknaliðið hélt að ég gæti ekki haldið þetta út. Við höfum verið að tala um breiddina okkar í mánuð eftir mánuð og gegnum allt þetta heimsmeistaramót. Við sýndum hana í kvöld,“ sagði Megan Rapinoe eftir leikinn. „Við töldum að þetta væri besta leiðin, ekki aðeins fyrir mig sjálfa heldur einnig fyrir liðið,“ sagði Megan Rapinoe sem var því klappstýra í þessum spennandi leik. Hún var síðan allt í öllu í fagnaðarlátunum eftir leikinn.Megan Rapinoe had "minor hamstring strain," expecting to be ready to go for World Cup Final on Sunday, per @GrantWahlpic.twitter.com/xtR8hMa9sP — Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2019Megan Rapinoe tognaði í leiknum á móti Frakklandi en fór ekki alveg strax út af vellinum. Hún hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum í keppninni. „Ég býst við því að vera orðin góð í úrslitaleiknum og klár í slaginn. Þetta er að lagast hjá mér,“ sagði Megan Rapinoe.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira