Bréfdúfur eru góðir og gáfaðir félagar Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. júlí 2019 09:00 Ragnar Sigurjónsson segir endalaust hægt að dást að bréfdúfum á flugi og vonast til þess að fjölga muni í bréfdúfusportinu. Pólverjar hafi helst verið að bætast í hópinn og þeir komi með mikla þekkingu frá heimalandinu. Bréfdúfnafélag Íslands var stofnað 2009 á grunni Dúfnaræktarsambands Íslands. Ragnar Sigurjónsson segir tilgang félagsins fyrst og fremst að efla bréfdúfnarækt á landinu og standa fyrir kappflugi þessara merkilegu fugla sem er eðlislægt að rata alltaf heim. „Því miður er ekki hægt að segja að þetta sé stór hópur sem stundar bréfdúfnasportið, eins og við köllum það,“ segir Ragnar sem vonast til þess að úr þessu rætist þar sem áhuginn á bréfdúfunum sé þrátt fyrir allt talsverður. Þannig eru 1887 manns skráðir í Facebook-hópinn Dúfnaspjallið þótt mun færri en þeir sem rækta dúfur og tefli þeim fram í kappflugi. Hann segir sportið engu að síður henta fólki á öllum aldri og hver og einn geti ráðið því hversu miklum tíma og peningum hann eyði í dúfurnar.Upp, upp, mín fiðraða sál Ragnar segir bréfdúfnasportið sérstaklega geðbætandi og hafa góð áhrif á sálarlífið. „Fyrst og fremst vegna þess að þegar þú ferð út í kofa þá er þar engin önnur truflun. Þú ert náttúrlega ekki með síma eða neitt og ert bara þarna að hreinsa til og spá og spekúlera í fuglunum. Og svo er endalaust hægt að dást að þeim þegar þær fljúga um loftin blá.“ Ragnar bendir einnig á að sjálfsagt og eðlilegt sé að tala við fuglana og hann efast ekki um að þær samræður geri bæði manni og fuglum gott. „Maður gerir þetta sérstaklega á varptímanum og þegar maður byrjar að handfjatla ungana. Ég held að þetta hafi róandi áhrif á fuglana en allt ræðst þetta af því hversu miklum tíma þú eyðir með þeim í kofanum og þeir læra að treysta þér betur eftir því sem þú ert meira hjá þeim.“Ragnar segir þá sem til þekkja vita að dúfurnar eru eðlisgreind dýr.Fréttaritarar háloftanna Bréfdúfan á sér langa sögu og ætla má að eðlisgáfur hennar og hæfileikar ráði miklu um að þær veki forvitni og áhuga fólks. Ragnar segir að þeir sem til þekki vita að dúfur eru gáfuð dýr auk þess sem þær geti lært mikið, bæði af eigin reynslu og eigendum sínum. „Bréfdúfur eru í raun einn elsti fiðraði vinur mannsins og fylgt honum öldum saman,“ segir Ragnar og minnir einnig á mikilvægi bréfdúfnanna í fjarskiptum fyrri alda. Fyrir utan vitaskuld að þær voru fyrstu fréttaritarar Júlíusar Reuters á 19. öld.Hrakningar á Íslandsmeistaramóti Bréfdúfurnar keppa sumarlangt í kappflugi í tveimur flokkum, fullorðinna og unga. Keppni þeirra eldri fékk þó óvæntan endi fyrir nokkrum vikum þegar vont veður feykti sumum þeirra langt af braut og þótt flestar hafi þær að lokum ratað heim er svo af þeim dregið að meira verður ekki lagt á fuglana í sumar. Ungarnir eru hins vegar enn í toppformi og halda keppni áfram á laugardaginn.Féll fyrir brúðkaupsdúfum „Ég byrjaði ungur í þessu en hætti í nokkur ár þegar ég fór að eldast,“ segir Ragnar sem rataði þó aftur til baka og áhuginn vaknaði á ný eftir að hann flutti austur fyrir fjall fyrir tólf árum. „Þetta byrjaði þannig að ég hafi séð í bíómynd og á netinu hvítum dúfum sleppt í brúðkaupum. Ég held þetta sé einhver amerískur siður og mig langaði rosalega að vita hvort ég gæti komið mér upp hvítum dúfum og gert þetta hérna heima. Og hef verið í þessu síðan og þetta er svona hliðarbúgrein,“ segir Ragnar sem unir sér vel í félagsskap hinna fiðruðu boðbera friðar og frétta. Dýr Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira
Bréfdúfnafélag Íslands var stofnað 2009 á grunni Dúfnaræktarsambands Íslands. Ragnar Sigurjónsson segir tilgang félagsins fyrst og fremst að efla bréfdúfnarækt á landinu og standa fyrir kappflugi þessara merkilegu fugla sem er eðlislægt að rata alltaf heim. „Því miður er ekki hægt að segja að þetta sé stór hópur sem stundar bréfdúfnasportið, eins og við köllum það,“ segir Ragnar sem vonast til þess að úr þessu rætist þar sem áhuginn á bréfdúfunum sé þrátt fyrir allt talsverður. Þannig eru 1887 manns skráðir í Facebook-hópinn Dúfnaspjallið þótt mun færri en þeir sem rækta dúfur og tefli þeim fram í kappflugi. Hann segir sportið engu að síður henta fólki á öllum aldri og hver og einn geti ráðið því hversu miklum tíma og peningum hann eyði í dúfurnar.Upp, upp, mín fiðraða sál Ragnar segir bréfdúfnasportið sérstaklega geðbætandi og hafa góð áhrif á sálarlífið. „Fyrst og fremst vegna þess að þegar þú ferð út í kofa þá er þar engin önnur truflun. Þú ert náttúrlega ekki með síma eða neitt og ert bara þarna að hreinsa til og spá og spekúlera í fuglunum. Og svo er endalaust hægt að dást að þeim þegar þær fljúga um loftin blá.“ Ragnar bendir einnig á að sjálfsagt og eðlilegt sé að tala við fuglana og hann efast ekki um að þær samræður geri bæði manni og fuglum gott. „Maður gerir þetta sérstaklega á varptímanum og þegar maður byrjar að handfjatla ungana. Ég held að þetta hafi róandi áhrif á fuglana en allt ræðst þetta af því hversu miklum tíma þú eyðir með þeim í kofanum og þeir læra að treysta þér betur eftir því sem þú ert meira hjá þeim.“Ragnar segir þá sem til þekkja vita að dúfurnar eru eðlisgreind dýr.Fréttaritarar háloftanna Bréfdúfan á sér langa sögu og ætla má að eðlisgáfur hennar og hæfileikar ráði miklu um að þær veki forvitni og áhuga fólks. Ragnar segir að þeir sem til þekki vita að dúfur eru gáfuð dýr auk þess sem þær geti lært mikið, bæði af eigin reynslu og eigendum sínum. „Bréfdúfur eru í raun einn elsti fiðraði vinur mannsins og fylgt honum öldum saman,“ segir Ragnar og minnir einnig á mikilvægi bréfdúfnanna í fjarskiptum fyrri alda. Fyrir utan vitaskuld að þær voru fyrstu fréttaritarar Júlíusar Reuters á 19. öld.Hrakningar á Íslandsmeistaramóti Bréfdúfurnar keppa sumarlangt í kappflugi í tveimur flokkum, fullorðinna og unga. Keppni þeirra eldri fékk þó óvæntan endi fyrir nokkrum vikum þegar vont veður feykti sumum þeirra langt af braut og þótt flestar hafi þær að lokum ratað heim er svo af þeim dregið að meira verður ekki lagt á fuglana í sumar. Ungarnir eru hins vegar enn í toppformi og halda keppni áfram á laugardaginn.Féll fyrir brúðkaupsdúfum „Ég byrjaði ungur í þessu en hætti í nokkur ár þegar ég fór að eldast,“ segir Ragnar sem rataði þó aftur til baka og áhuginn vaknaði á ný eftir að hann flutti austur fyrir fjall fyrir tólf árum. „Þetta byrjaði þannig að ég hafi séð í bíómynd og á netinu hvítum dúfum sleppt í brúðkaupum. Ég held þetta sé einhver amerískur siður og mig langaði rosalega að vita hvort ég gæti komið mér upp hvítum dúfum og gert þetta hérna heima. Og hef verið í þessu síðan og þetta er svona hliðarbúgrein,“ segir Ragnar sem unir sér vel í félagsskap hinna fiðruðu boðbera friðar og frétta.
Dýr Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira