Flott veiði í Hafralónsá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2019 10:00 Hafralónsá hefur gefið 86 laxa í sumar. Mynd; Hreggnasi Veiðimenn á norðaustur hluta landsins eru ekki að kvarta yfir vatnsleysi eða fiskleysi en veiðitölur þaðan eru bara á góðu rólu. Við erum að fá fínar fréttir úr Hafralónsá en heildarveiðin í ánni er komin í 86 laxa sem eru fínar tölur miðað við árstíma. Meðalveiði í ánni er um 250 laxar og þar sem áin opnar frekar seint eru þetta frábærar tölur. Síðsumarsveiðin í Hafralónsá getur verið mjög góð svo ekki sé talað um septemberveiðina en það eru margir sem sækja reglulega í ánna á þeim tíma aðeins til þess að eltast við stóru hængana sem í henni liggja. Áinn þykir einstaklega skemmtileg og krefjandi og á sér mjög tryggan aðdáendahóp sem sækir hana á hverju ári. Mest lesið Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði
Veiðimenn á norðaustur hluta landsins eru ekki að kvarta yfir vatnsleysi eða fiskleysi en veiðitölur þaðan eru bara á góðu rólu. Við erum að fá fínar fréttir úr Hafralónsá en heildarveiðin í ánni er komin í 86 laxa sem eru fínar tölur miðað við árstíma. Meðalveiði í ánni er um 250 laxar og þar sem áin opnar frekar seint eru þetta frábærar tölur. Síðsumarsveiðin í Hafralónsá getur verið mjög góð svo ekki sé talað um septemberveiðina en það eru margir sem sækja reglulega í ánna á þeim tíma aðeins til þess að eltast við stóru hængana sem í henni liggja. Áinn þykir einstaklega skemmtileg og krefjandi og á sér mjög tryggan aðdáendahóp sem sækir hana á hverju ári.
Mest lesið Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði