Vetrarhlé og myndbandadómgæsla í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 13:30 Allir vellir úrvalsdeildarinnar nema Old Trafford og Anfield eru með skjái sem munu sýna áhorfendum hvað verið er að skoða. nordicphotos/Getty Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Liverpool og Norwich en fyrsta umferðin klárast síðan um helgina. Þetta verður sögulegt tímabil og það eru allavega tvær ástæður fyrir því. Tvær stórar breytingar hafa verið gerðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019-20. Nú er í fyrsta sinn vetrarhlé á deildinni og þá verður notast við myndbandsdómgæslu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.Vetrarhlé í fyrsta sinn á Englandi Í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld yfir vetrartímann til að takast á við leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu deild. Kemur það niður á fimmtu umferð ensku bikarkeppninn Um árabil hafa erlendir knattspyrnustjórar kallað eftir því að deildarkeppnin taki upp vetrarfrí eins og þekkist í flestum stærstu deildum Evrópu. Þjálfarar enska landsliðsins hafa yfirleitt tekið í sama streng í von um að minnka hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir knattspyrnu á Englandi yfir jólavertíðina hefur komið í veg fyrir það. Tíu leikja umferð í febrúar verður deilt á tvær helgar sem veitir öllum liðunum tíu daga frí í febrúar og er yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, vongóður um að það hafi góð áhrif á enska landsliðið fyrir Evrópumótið næsta sumar. „Það hefur staðið til lengi að koma að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég held að enska landsliðið og liðin sem keppa í Evrópukeppnunum í vor muni njóta góðs af þessu hléi.“Myndbandsdómgæsla notuð í vetur Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Samþykkt var á fundi síðasta vetur að innleiða myndbands-dómgæslu frá og með þessu tíma-bili og verður Andre Marriner fyrsti myndbandsdómarinn í kvöld þegar hann verður Michael Oliver og dómarateyminu til aðstoðar á Anfield á meðan á leik Liverpool og Norwich stendur. Nítján mánuðir eru liðnir síðan myndbandsdómgæsla var í fyrsta sinn notuð á Englandi í bikarleik Brighton og Crystal Palace og velgengni þess leiddi til þess að myndbandsdómgæsla var notuð í flestum deildabikar- og bikarleikjum á Englandi á síðasta tímabili. Þá var tæknin notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í vor og er komin í gagnið í efstu deild Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og á Spáni. Myndbandsdómgæsla reyndist skilja liðin Manchester City og Tottenham að í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling hafa tryggt Manchester City sigurinn í uppbótartíma en mark hans var flautað af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Liverpool og Norwich en fyrsta umferðin klárast síðan um helgina. Þetta verður sögulegt tímabil og það eru allavega tvær ástæður fyrir því. Tvær stórar breytingar hafa verið gerðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019-20. Nú er í fyrsta sinn vetrarhlé á deildinni og þá verður notast við myndbandsdómgæslu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.Vetrarhlé í fyrsta sinn á Englandi Í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld yfir vetrartímann til að takast á við leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu deild. Kemur það niður á fimmtu umferð ensku bikarkeppninn Um árabil hafa erlendir knattspyrnustjórar kallað eftir því að deildarkeppnin taki upp vetrarfrí eins og þekkist í flestum stærstu deildum Evrópu. Þjálfarar enska landsliðsins hafa yfirleitt tekið í sama streng í von um að minnka hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir knattspyrnu á Englandi yfir jólavertíðina hefur komið í veg fyrir það. Tíu leikja umferð í febrúar verður deilt á tvær helgar sem veitir öllum liðunum tíu daga frí í febrúar og er yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, vongóður um að það hafi góð áhrif á enska landsliðið fyrir Evrópumótið næsta sumar. „Það hefur staðið til lengi að koma að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég held að enska landsliðið og liðin sem keppa í Evrópukeppnunum í vor muni njóta góðs af þessu hléi.“Myndbandsdómgæsla notuð í vetur Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Samþykkt var á fundi síðasta vetur að innleiða myndbands-dómgæslu frá og með þessu tíma-bili og verður Andre Marriner fyrsti myndbandsdómarinn í kvöld þegar hann verður Michael Oliver og dómarateyminu til aðstoðar á Anfield á meðan á leik Liverpool og Norwich stendur. Nítján mánuðir eru liðnir síðan myndbandsdómgæsla var í fyrsta sinn notuð á Englandi í bikarleik Brighton og Crystal Palace og velgengni þess leiddi til þess að myndbandsdómgæsla var notuð í flestum deildabikar- og bikarleikjum á Englandi á síðasta tímabili. Þá var tæknin notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í vor og er komin í gagnið í efstu deild Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og á Spáni. Myndbandsdómgæsla reyndist skilja liðin Manchester City og Tottenham að í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling hafa tryggt Manchester City sigurinn í uppbótartíma en mark hans var flautað af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn