Koscielny særði Arsenal goðsögn með uppátæki sínu í gær: „Þú ættir að skammast þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 10:00 Laurent Koscielny klæddi sig úr treyju Arsenal og var í treyju Bordeaux undir. Mynd/Twitter/FC Girondins de Bordeaux Laurent Koscielny er ekki lengur leikmaður Arsenal eftir að hann samdi við franska liðið Bordeaux í gær. Hvernig hann yfirgaf félagið og hvernig hann var kynntur í Frakklandi hefur ekki fallið vel í kramið hinum megin við Ermarsundið. Hinn 33 ára gamli Laurent Koscielny kom lítt þekktur til Arsenal þegar hann var 25 ára gamall og hafði aldrei spilað landsleik fyrir Frakka. Nú níu árum og 51 landsleik síðar gerði hann allt í sínu valdi til að losa sig undan síðasta árin samnings síns. Þessi brottför Laurent Koscielny frá Arsenal hefur nefnilega verið eitt stórt klúður og ekki fyrirliða félagsins sæmandi. Það er hægt að gagnrýna það harðlega þegar fyrirliði félags fer í verkfall til að þvinga fram sölu en það er annað að halda síðan áfram að gera lítið úr sínu gamla félagi þegar salan er gengin í gegn. Það finnst mörgum stuðningsmönnum Arsenal Laurent Koscielny hafa einmitt gert á samfélagsmiðlum Bordeaux í gær. Í myndbandinu á miðlum Bordeaux þá klæddi Laurent Koscielny sig úr Arsenal-treyjunni og var í treyju Bordeaux undir. Einn af þeim sem móðgaðist er Arsenal goðsögnin Ian Wright eins og sjá má hér fyrir neðan.This hurts. The level of disrespect You should be ashamed for the way you've left the club after 9 years! Got what you wanted and still trying to have a dig Hope it's worth it in the long run. https://t.co/7ShuTVss2u — Ian Wright (@IanWright0) August 6, 2019 „Þetta er sárt. Þvílík vanvirðing. Þú ættir að skammast þín fyrir hvernig þú yfirgafst félagið eftir níu ár. Þú fékkst það sem þú vildir og er samt ennþá að reyna að koma höggi á félagið. Ég vona að þetta sé þess virði fyrir þig,“ skrifaði Ian Wright undir myndbandið. Ian Wright spilaði sjálfur í sjö tímabil hjá Arsenal og skoraði 185 mörk í 288 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann yfirgaf Arsneal sem markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Thierry Henry bætti metið hans árið 2005. Arsenal seldi Wright til West Ham United fyrir 500 þúsund pund sumarið 1998 en hann var þá að verða 35 ára. Ian Wright náði að spila fyrir fjögur félög (West Ham United, Nottingham Forest, Celtic og Burnley) áður en ferill hans endaði tveimur árum síðar. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Laurent Koscielny er ekki lengur leikmaður Arsenal eftir að hann samdi við franska liðið Bordeaux í gær. Hvernig hann yfirgaf félagið og hvernig hann var kynntur í Frakklandi hefur ekki fallið vel í kramið hinum megin við Ermarsundið. Hinn 33 ára gamli Laurent Koscielny kom lítt þekktur til Arsenal þegar hann var 25 ára gamall og hafði aldrei spilað landsleik fyrir Frakka. Nú níu árum og 51 landsleik síðar gerði hann allt í sínu valdi til að losa sig undan síðasta árin samnings síns. Þessi brottför Laurent Koscielny frá Arsenal hefur nefnilega verið eitt stórt klúður og ekki fyrirliða félagsins sæmandi. Það er hægt að gagnrýna það harðlega þegar fyrirliði félags fer í verkfall til að þvinga fram sölu en það er annað að halda síðan áfram að gera lítið úr sínu gamla félagi þegar salan er gengin í gegn. Það finnst mörgum stuðningsmönnum Arsenal Laurent Koscielny hafa einmitt gert á samfélagsmiðlum Bordeaux í gær. Í myndbandinu á miðlum Bordeaux þá klæddi Laurent Koscielny sig úr Arsenal-treyjunni og var í treyju Bordeaux undir. Einn af þeim sem móðgaðist er Arsenal goðsögnin Ian Wright eins og sjá má hér fyrir neðan.This hurts. The level of disrespect You should be ashamed for the way you've left the club after 9 years! Got what you wanted and still trying to have a dig Hope it's worth it in the long run. https://t.co/7ShuTVss2u — Ian Wright (@IanWright0) August 6, 2019 „Þetta er sárt. Þvílík vanvirðing. Þú ættir að skammast þín fyrir hvernig þú yfirgafst félagið eftir níu ár. Þú fékkst það sem þú vildir og er samt ennþá að reyna að koma höggi á félagið. Ég vona að þetta sé þess virði fyrir þig,“ skrifaði Ian Wright undir myndbandið. Ian Wright spilaði sjálfur í sjö tímabil hjá Arsenal og skoraði 185 mörk í 288 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann yfirgaf Arsneal sem markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Thierry Henry bætti metið hans árið 2005. Arsenal seldi Wright til West Ham United fyrir 500 þúsund pund sumarið 1998 en hann var þá að verða 35 ára. Ian Wright náði að spila fyrir fjögur félög (West Ham United, Nottingham Forest, Celtic og Burnley) áður en ferill hans endaði tveimur árum síðar.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira