Valli Reynis: Maðurinn sem þú hefur sungið um án þess að vita hver er Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2019 15:41 Gunnar Valgeir Reynisson, eða Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður. Facebook Það er um fátt annað sungið í dag en Selfyssinginn goðsagnakennda Valla Reynis, eða Gunnar Valgeir Reynisson. Um er að ræða lagið Valli Reynis sem tók Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum með trompi og tröllreið brekkunni þegar Ingó Veðurguð flutti það á sunnudeginum í Herjólfsdal. Margir hafa á einhverjum tímapunkti raulað þetta grípandi lag síðustu daga en vita svo sem ekki um hvern þeir eru að syngja þegar þeir láta eftirfarandi línu út úr sér: „Valli Reynis, þú fokkar ekki í honum!“Hér má heyra Ingó flytja lagið í Brekkusöngnum en Ingó sagðist aldrei hafa fengið jafn mikla gæsahúð og þegar hann heyrði viðtökurnar.Texta lagsins eiga þeir Ingó Veðurguð, eða Ingólfur Þórarinsson, og bróðir hans Guðmundur Þórarinsson, eða Gumma Tóta, sem þeir fluttu á jólatónleikum á síðasta ári. Er upptaka af þeim flutningi aðgengileg á Spotify þar sem heyra má fimm hundruð manns kyrja viðlagið í kór í lok lagsins.Viðlag lagsins er fengið úr viðlagi lagsins Na Na Hey Hey Kiss Him Goodbye eftir hljómsveitina Steam sem kom út árið 1969.Ingó og bróðir hans sömdu síðan erindi í kringum viðlagið þar sem er meðal annars sungið um Valla Reynis sem fór aldrei inn í reitinn en smurði hann alltaf í skeytin. Fyrir viðlagið vinda bræðurnir sér í brú lagsins þar sem þeir syngja: „Og þegar Valli stígur inn á sviðið, þá öskrar allt liðið!“ Við tekur viðlagið þar sem sungið er ítrekað Valli Reynis! Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja; Hver er þess Valli Reynis? Vísir heyrði í Valla í dag en hann er staddur í fríi ásamt fjölskyldu sinni á Almeira á Spáni. Valli er fæddur árið 1971 á Selfossi og uppalinn þar. Þar býr hann ásamt konu sinni og börnum, er löggiltur pípulagningameistari og rekur sitt eigið pípulagningafyrirtæki. Ásamt því er hann lærður mjólkurfræðingur og með réttindi á stórar vinnuvélar.Vissi ekki hvað til stóð á jólatónleikunum Hann segist hafa fengið boð frá Ingó að mæta á jólatónleikana á Selfossi í fyrra og hafði hann ekki minnstu vitneskju um þetta lag áður en það var frumflutt á umræddum tónleikum. Var Valli kallaður upp á svið og segist hann hafa fengið mikla gæsahúð við að heyra salinn syngja viðlagið saman.Valli uppljóstrar hins vegar í samtali við Vísi að laglína viðlagsins hafi verið búin til á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1996 og því er búið að syngja það í rúm 23 ár. Hann spilaði knattspyrnu með föður Ingós og Gumma, Þórarni Ingólfssyni, á Selfossi en náði því miður ekki að spila með Ingó því hann braut bein í bakinu 32 ára og þurfti að taka sér pásu frá knattspyrnuiðkun. Þetta gerðist ári eftir að hann hafði verið valinn knattspyrnumaður Árborgar.31 árs gamall var Valli Reynis valinn knattspyrnumaður Árborgar en hann spilaði fótbolta lengi með föður bræðranna Ingós Veðurguðs og Gumma Tóta.FacebookKenndi Ingó sannarlega að klobba Í laginu syngur Ingó þó um að Valli hafi kennt honum að klobba, það er að setja fótbolta á milli fóta andstæðings, en Valli svarar því að Ingó hafi verið byrjaður að mæta á meistarflokksæfingar þegar Ingó var í öðrum eða þriðja flokki en þó ekki byrjaður að spila með meistaraflokksliðinu. En Valli kenndi honum sannarlega að klobba. „Þetta er svolítið skemmtilegt lag upp á það að gera,“ segir Valli í samtali við Vísi. Hann segir gaman til þess að hugsa hversu vinsælt þetta lag er orðið. Stjúpdóttir hans var á Þjóðhátíð í Eyjum og sagði Valla frá því að lagið hafi verið spilað í fjölda tjalda alla verslunarmannahelgina. Eiga vart orð þegar þau hitta Valla Reynis Úti á Spáni hefur hann hitt marga Íslendinga sem þekkja hann ekki en þekkja lagið mjög vel. Hann hitti til að mynda dreng frá Hornafirði sem spilar fótbolta og vissi ekki hvert hann ætlaði þegar hann komst að því að hann væri á Spáni með Valla Reynis og þekktu foreldrar drengsins einnig lagið. Er lagið spilað í búningsklefa karla og kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu og einnig spilað í hátalarakerfinu áður en liðið gengur inn á völlinn. Hefur Valli fengið skilaboð og snöpp frá fólki víðs vegar að þar sem verið er að syngja lagið. Hann hefur séð þriggja ára börn syngja það og fullorðið fólk áttræðis- og níræðisaldri.Fékk ekki far til Eyja Eins og áður segir var lagið eitt það vinsælasta á Þjóðhátíð í Eyjum en Valli segist hafa reynt að komast á hátíðina í ár en það hafi ekki gengið upp vegna þess að það var hreinlega uppselt í Herjólf þegar hann ætlaði sér að panta. „Það er skrýtið að það hafi ekki hreinlega verið reddað þyrlu fyrir manninn sem sungið er um í vinsælasta laginu,“ segir Valli og hlær við. Árborg Íslenski boltinn Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Það er um fátt annað sungið í dag en Selfyssinginn goðsagnakennda Valla Reynis, eða Gunnar Valgeir Reynisson. Um er að ræða lagið Valli Reynis sem tók Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum með trompi og tröllreið brekkunni þegar Ingó Veðurguð flutti það á sunnudeginum í Herjólfsdal. Margir hafa á einhverjum tímapunkti raulað þetta grípandi lag síðustu daga en vita svo sem ekki um hvern þeir eru að syngja þegar þeir láta eftirfarandi línu út úr sér: „Valli Reynis, þú fokkar ekki í honum!“Hér má heyra Ingó flytja lagið í Brekkusöngnum en Ingó sagðist aldrei hafa fengið jafn mikla gæsahúð og þegar hann heyrði viðtökurnar.Texta lagsins eiga þeir Ingó Veðurguð, eða Ingólfur Þórarinsson, og bróðir hans Guðmundur Þórarinsson, eða Gumma Tóta, sem þeir fluttu á jólatónleikum á síðasta ári. Er upptaka af þeim flutningi aðgengileg á Spotify þar sem heyra má fimm hundruð manns kyrja viðlagið í kór í lok lagsins.Viðlag lagsins er fengið úr viðlagi lagsins Na Na Hey Hey Kiss Him Goodbye eftir hljómsveitina Steam sem kom út árið 1969.Ingó og bróðir hans sömdu síðan erindi í kringum viðlagið þar sem er meðal annars sungið um Valla Reynis sem fór aldrei inn í reitinn en smurði hann alltaf í skeytin. Fyrir viðlagið vinda bræðurnir sér í brú lagsins þar sem þeir syngja: „Og þegar Valli stígur inn á sviðið, þá öskrar allt liðið!“ Við tekur viðlagið þar sem sungið er ítrekað Valli Reynis! Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja; Hver er þess Valli Reynis? Vísir heyrði í Valla í dag en hann er staddur í fríi ásamt fjölskyldu sinni á Almeira á Spáni. Valli er fæddur árið 1971 á Selfossi og uppalinn þar. Þar býr hann ásamt konu sinni og börnum, er löggiltur pípulagningameistari og rekur sitt eigið pípulagningafyrirtæki. Ásamt því er hann lærður mjólkurfræðingur og með réttindi á stórar vinnuvélar.Vissi ekki hvað til stóð á jólatónleikunum Hann segist hafa fengið boð frá Ingó að mæta á jólatónleikana á Selfossi í fyrra og hafði hann ekki minnstu vitneskju um þetta lag áður en það var frumflutt á umræddum tónleikum. Var Valli kallaður upp á svið og segist hann hafa fengið mikla gæsahúð við að heyra salinn syngja viðlagið saman.Valli uppljóstrar hins vegar í samtali við Vísi að laglína viðlagsins hafi verið búin til á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1996 og því er búið að syngja það í rúm 23 ár. Hann spilaði knattspyrnu með föður Ingós og Gumma, Þórarni Ingólfssyni, á Selfossi en náði því miður ekki að spila með Ingó því hann braut bein í bakinu 32 ára og þurfti að taka sér pásu frá knattspyrnuiðkun. Þetta gerðist ári eftir að hann hafði verið valinn knattspyrnumaður Árborgar.31 árs gamall var Valli Reynis valinn knattspyrnumaður Árborgar en hann spilaði fótbolta lengi með föður bræðranna Ingós Veðurguðs og Gumma Tóta.FacebookKenndi Ingó sannarlega að klobba Í laginu syngur Ingó þó um að Valli hafi kennt honum að klobba, það er að setja fótbolta á milli fóta andstæðings, en Valli svarar því að Ingó hafi verið byrjaður að mæta á meistarflokksæfingar þegar Ingó var í öðrum eða þriðja flokki en þó ekki byrjaður að spila með meistaraflokksliðinu. En Valli kenndi honum sannarlega að klobba. „Þetta er svolítið skemmtilegt lag upp á það að gera,“ segir Valli í samtali við Vísi. Hann segir gaman til þess að hugsa hversu vinsælt þetta lag er orðið. Stjúpdóttir hans var á Þjóðhátíð í Eyjum og sagði Valla frá því að lagið hafi verið spilað í fjölda tjalda alla verslunarmannahelgina. Eiga vart orð þegar þau hitta Valla Reynis Úti á Spáni hefur hann hitt marga Íslendinga sem þekkja hann ekki en þekkja lagið mjög vel. Hann hitti til að mynda dreng frá Hornafirði sem spilar fótbolta og vissi ekki hvert hann ætlaði þegar hann komst að því að hann væri á Spáni með Valla Reynis og þekktu foreldrar drengsins einnig lagið. Er lagið spilað í búningsklefa karla og kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu og einnig spilað í hátalarakerfinu áður en liðið gengur inn á völlinn. Hefur Valli fengið skilaboð og snöpp frá fólki víðs vegar að þar sem verið er að syngja lagið. Hann hefur séð þriggja ára börn syngja það og fullorðið fólk áttræðis- og níræðisaldri.Fékk ekki far til Eyja Eins og áður segir var lagið eitt það vinsælasta á Þjóðhátíð í Eyjum en Valli segist hafa reynt að komast á hátíðina í ár en það hafi ekki gengið upp vegna þess að það var hreinlega uppselt í Herjólf þegar hann ætlaði sér að panta. „Það er skrýtið að það hafi ekki hreinlega verið reddað þyrlu fyrir manninn sem sungið er um í vinsælasta laginu,“ segir Valli og hlær við.
Árborg Íslenski boltinn Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp