Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2019 10:33 Mæðginin, Sigga Lena og Hákon Orri. Stöð 2 Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli margra fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og talaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. Sonur hennar, Hákon Orri, kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og var getinn með hjálp gjafasæðis. Í júlí 2017 var Sigríður, eða Sigga Lena eins og hún er oft kölluð, til viðtals í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um drauminn um að eignast barn og sagðist ekki nenna að stressa sig á því að ná sér í mann. Barnið væri aðalatriðið. Hún var þá búin að ákveða að ef hún væri ekki búin að finna mann innan árs, myndi hún sjá um þessi mál ein, maðurinn kæmi bara seinna. Sindri Sindrason tók stöðuna hjá Siggu Lenu og Hákoni Orra í þætti gærkvöldsins og ræddu þau hverjar væntingar hennar voru, efasemdir og hugmyndir um ferlið en einnig hvernig ferlið var svo í raun og veru og hvort hún myndi fara þessa leið aftur. Einnig var viðtalið við Siggu Lenu frá því fyrir tveimur árum rifjað upp. „Ég fór í smá sjálfsskoðun og reyndi að átta mig á hvort að þetta væri eitthvað sem ég virkilega vildi, að vera ein með barn,“ segir Sigga Lena sem segist aldrei hafa verið efins um hvernig hún vildi haga sínum barnamálum. „Þetta var svona, ókei, jú. Ég ætla að gera þetta. Það tók svolítinn tíma að ákveða þetta alveg fullkomlega, hundrað prósent að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Sigga Lena fór í almenna skoðun hjá Livio til þess að athuga hvort allt væri í lagi og hvort hægt væri að halda út í ferlið. „Ég fékk þá niðurstöðu að ég væri með lítið af eggjum, svona miðað við hvað ég er gömul. Þau sögðu að ég ætti alveg að geta orðið ólétt þó að ég væri með fá egg. Þannig að ég bara prófaði þetta.“ Hálfu ári síðar tók Sigga Lena slaginn, prófaði eina uppsetningu og varð ólétt í fyrstu tilraun. Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan talar Sigga Lena meðal annars um nafnavalið, hvernig hún valdi sæðisgjafa, hlutverk sitt sem einstæð móðir og viðhorf samfélagsins til ákvörðunar hennar, sem hún segir einkennast af stuðningi og gleði. Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15 Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli margra fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og talaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. Sonur hennar, Hákon Orri, kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og var getinn með hjálp gjafasæðis. Í júlí 2017 var Sigríður, eða Sigga Lena eins og hún er oft kölluð, til viðtals í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um drauminn um að eignast barn og sagðist ekki nenna að stressa sig á því að ná sér í mann. Barnið væri aðalatriðið. Hún var þá búin að ákveða að ef hún væri ekki búin að finna mann innan árs, myndi hún sjá um þessi mál ein, maðurinn kæmi bara seinna. Sindri Sindrason tók stöðuna hjá Siggu Lenu og Hákoni Orra í þætti gærkvöldsins og ræddu þau hverjar væntingar hennar voru, efasemdir og hugmyndir um ferlið en einnig hvernig ferlið var svo í raun og veru og hvort hún myndi fara þessa leið aftur. Einnig var viðtalið við Siggu Lenu frá því fyrir tveimur árum rifjað upp. „Ég fór í smá sjálfsskoðun og reyndi að átta mig á hvort að þetta væri eitthvað sem ég virkilega vildi, að vera ein með barn,“ segir Sigga Lena sem segist aldrei hafa verið efins um hvernig hún vildi haga sínum barnamálum. „Þetta var svona, ókei, jú. Ég ætla að gera þetta. Það tók svolítinn tíma að ákveða þetta alveg fullkomlega, hundrað prósent að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Sigga Lena fór í almenna skoðun hjá Livio til þess að athuga hvort allt væri í lagi og hvort hægt væri að halda út í ferlið. „Ég fékk þá niðurstöðu að ég væri með lítið af eggjum, svona miðað við hvað ég er gömul. Þau sögðu að ég ætti alveg að geta orðið ólétt þó að ég væri með fá egg. Þannig að ég bara prófaði þetta.“ Hálfu ári síðar tók Sigga Lena slaginn, prófaði eina uppsetningu og varð ólétt í fyrstu tilraun. Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan talar Sigga Lena meðal annars um nafnavalið, hvernig hún valdi sæðisgjafa, hlutverk sitt sem einstæð móðir og viðhorf samfélagsins til ákvörðunar hennar, sem hún segir einkennast af stuðningi og gleði.
Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15 Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30
Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15