Breytti nafninu sínu í Lionel Messi og er búinn að finna sér félag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 14:00 Ekki er vitað hver viðbrögð þeirra Ernesto Valverde og Leo Messi voru við því að Lionel Messi er ekki lengur eini fótboltamaðurinn sem heitir Lionel Messi. Getty/Joan Valls Ungir piltar taka oft upp á ótrúlegustu hlutum á táningsárunum en sumir fara þó lengra en aðrir. Það á við einn sextán ára gamlan norskan pilt. Hann hét Daniel Are Knutsen og er sextán ára gamall. Hann skrifaði þó ekki nafnið Daniel Are Knutsen á nýja samninginn sinn.Wait. What? pic.twitter.com/spntxy3LUy — ESPN FC (@ESPNFC) August 25, 2019Áður en Daniel Are Knutsen samdi við þriðju deildarfélagið IK Junkeren þá hafði hann löglega skipt um nafn. Strákurinn heitir nú löglega Lionel Messi og því er óhætt að slá því upp að Lionel Messi hafi samið við norska þriðju deildarfélagið IK Junkeren. Hinn nýskírði Lionel Messi er svo mikill aðdáandi Lionel Messi að hann ákvað að ganga svo langt að nota sama nafn til heiðurs argentínsku hetjunni sinni.Lionel Messi (16) klar for norsk 3.-divisjonsklubb https://t.co/GUje1Yu2xI — VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2019 Verdens Gang sagði frá félagsskipum Lionel Messi og tók stutt viðtal við hann. „Ég vil segja það að ég reyni eins og ég get að spila eins og hann. Það er möguleiki að sjá eitthvað líkt með okkur en ég veit að ég er ekki eins hæfileikaríkur,“ sagði Lionel Messi yngri í viðtalinu við VG. Runar Bo Eriksen, framkvæmdastjóri Junkeren, staðfesti við VG að strákurinn byrji að spila með sextán ára liði félagsins en vonar að honum takist að vinna sér sæti í meistaraflokksliðinu. „Ég grínaðist með það að nú þyrftum við bara að leita að Cristiano Ronaldo,“ sagði Runar Bo Eriksen við VG. Fótbolti Noregur Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Ungir piltar taka oft upp á ótrúlegustu hlutum á táningsárunum en sumir fara þó lengra en aðrir. Það á við einn sextán ára gamlan norskan pilt. Hann hét Daniel Are Knutsen og er sextán ára gamall. Hann skrifaði þó ekki nafnið Daniel Are Knutsen á nýja samninginn sinn.Wait. What? pic.twitter.com/spntxy3LUy — ESPN FC (@ESPNFC) August 25, 2019Áður en Daniel Are Knutsen samdi við þriðju deildarfélagið IK Junkeren þá hafði hann löglega skipt um nafn. Strákurinn heitir nú löglega Lionel Messi og því er óhætt að slá því upp að Lionel Messi hafi samið við norska þriðju deildarfélagið IK Junkeren. Hinn nýskírði Lionel Messi er svo mikill aðdáandi Lionel Messi að hann ákvað að ganga svo langt að nota sama nafn til heiðurs argentínsku hetjunni sinni.Lionel Messi (16) klar for norsk 3.-divisjonsklubb https://t.co/GUje1Yu2xI — VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2019 Verdens Gang sagði frá félagsskipum Lionel Messi og tók stutt viðtal við hann. „Ég vil segja það að ég reyni eins og ég get að spila eins og hann. Það er möguleiki að sjá eitthvað líkt með okkur en ég veit að ég er ekki eins hæfileikaríkur,“ sagði Lionel Messi yngri í viðtalinu við VG. Runar Bo Eriksen, framkvæmdastjóri Junkeren, staðfesti við VG að strákurinn byrji að spila með sextán ára liði félagsins en vonar að honum takist að vinna sér sæti í meistaraflokksliðinu. „Ég grínaðist með það að nú þyrftum við bara að leita að Cristiano Ronaldo,“ sagði Runar Bo Eriksen við VG.
Fótbolti Noregur Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn