Enginn hringdi á lögguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 "Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap,“ segir Margrét. Fréttablaðið/Valli Þorsteinn Stefánsson, maðurinn minn, varð fimmtugur 12. ágúst og við héldum partí lífs okkar síðasta laugardag úti í garði, Matti Matt spilaði og það var dansað fram á nótt. Auðvitað röskuðum við ró nágranna en þeir tóku þessu mjög vel og enginn hringdi á lögguna. Það er svo umburðarlynt og gott fólk sem býr hér í nágrenninu. Það var dýrmætt að eiga svona stund með vinum og fjölskyldu og auðvitað ber að fagna því að verða fimmtugur, það er ekkert sjálfgefið. Maðurinn minn var einmitt að ákveða að gera 50 nýja hluti á árinu, þar á meðal að fara í kalda pottinn í laugunum!“ Við Margrét sitjum einmitt í garðinum þeirra. Á aðra hönd er íbúðarhúsið sem þau hjón búa í ásamt börnum sínum þremur og á hina hönd er fyrirtækið A arkitektar /Arkibúllan í vinnustofu í garðinum. Bæði húsin eru teiknuð af afa hennar, Gísla Halldórssyni arkitekt, sem bjó hér til 93 ára aldurs. Hann teiknaði margar fagrar byggingar. Kom ekkert annað en arkitektúr til greina þegar Margrét valdi sér lífsstarf? „Jú, ég var mikið í íþróttum og var að pæla í íþróttakennara- eða sjúkraþjálfunarnámi en afi stakk upp á þessu og fyrst hann hafði trú á mér ákvað ég að prófa. Ég fór því bara beint eftir stúdentspróf til Berlínar í arkitektanám, kunni frekar lítið í þýsku og var ekki með mikinn grunn fyrir fagið. Þetta var erfitt. Ég var líka svo slæm af exemi, sem hefur fylgt mér frá barnæsku, andlegt álag hefur áhrif á það svo ég var stundum rúmliggjandi en það var ekki inni í myndinni að gefast upp. Seinni tvö árin varð allt skemmtilegra og auðveldara, þá gat ég svarað fyrir mig og þá kom líka Þorsteinn til Berlínar í verkfræðinám. Við vorum nýbyrjuð saman þegar ég fór út fyrst.“ Margrét vinnur á teiknistofunni A Arkitektar /Arkibúllan sem Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Þorsteinsdóttir eiga. „Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap þar sem við gerum græna drykki og heilsugrauta daglega!“ segir Margrét sem reyndar er með fleiri bolta á lofti en arkitektúrinn. Hún heldur einnig námskeið í breyttum og bættum lífsstíl þrisvar á ári. Næsta námskeið verður einmitt um miðjan september í Spírunni í Garðheimum. Hún kveðst hafa ákveðið að nýta exemið sér í hag, því hún verði að vanda sig við að lifa. „Ég fór í tveggja ára fjarnám í heilsumarkþjálfun við skóla í New York til að átta mig á hvað skipti mestu máli varðandi góða heilsu. Niðurstaðan er sú að auk holls mataræðis og hreyfingar er stóra málið að vera í jafnvægi og góðu sambandi við sjálfan sig og aðra.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Þorsteinn Stefánsson, maðurinn minn, varð fimmtugur 12. ágúst og við héldum partí lífs okkar síðasta laugardag úti í garði, Matti Matt spilaði og það var dansað fram á nótt. Auðvitað röskuðum við ró nágranna en þeir tóku þessu mjög vel og enginn hringdi á lögguna. Það er svo umburðarlynt og gott fólk sem býr hér í nágrenninu. Það var dýrmætt að eiga svona stund með vinum og fjölskyldu og auðvitað ber að fagna því að verða fimmtugur, það er ekkert sjálfgefið. Maðurinn minn var einmitt að ákveða að gera 50 nýja hluti á árinu, þar á meðal að fara í kalda pottinn í laugunum!“ Við Margrét sitjum einmitt í garðinum þeirra. Á aðra hönd er íbúðarhúsið sem þau hjón búa í ásamt börnum sínum þremur og á hina hönd er fyrirtækið A arkitektar /Arkibúllan í vinnustofu í garðinum. Bæði húsin eru teiknuð af afa hennar, Gísla Halldórssyni arkitekt, sem bjó hér til 93 ára aldurs. Hann teiknaði margar fagrar byggingar. Kom ekkert annað en arkitektúr til greina þegar Margrét valdi sér lífsstarf? „Jú, ég var mikið í íþróttum og var að pæla í íþróttakennara- eða sjúkraþjálfunarnámi en afi stakk upp á þessu og fyrst hann hafði trú á mér ákvað ég að prófa. Ég fór því bara beint eftir stúdentspróf til Berlínar í arkitektanám, kunni frekar lítið í þýsku og var ekki með mikinn grunn fyrir fagið. Þetta var erfitt. Ég var líka svo slæm af exemi, sem hefur fylgt mér frá barnæsku, andlegt álag hefur áhrif á það svo ég var stundum rúmliggjandi en það var ekki inni í myndinni að gefast upp. Seinni tvö árin varð allt skemmtilegra og auðveldara, þá gat ég svarað fyrir mig og þá kom líka Þorsteinn til Berlínar í verkfræðinám. Við vorum nýbyrjuð saman þegar ég fór út fyrst.“ Margrét vinnur á teiknistofunni A Arkitektar /Arkibúllan sem Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Þorsteinsdóttir eiga. „Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap þar sem við gerum græna drykki og heilsugrauta daglega!“ segir Margrét sem reyndar er með fleiri bolta á lofti en arkitektúrinn. Hún heldur einnig námskeið í breyttum og bættum lífsstíl þrisvar á ári. Næsta námskeið verður einmitt um miðjan september í Spírunni í Garðheimum. Hún kveðst hafa ákveðið að nýta exemið sér í hag, því hún verði að vanda sig við að lifa. „Ég fór í tveggja ára fjarnám í heilsumarkþjálfun við skóla í New York til að átta mig á hvað skipti mestu máli varðandi góða heilsu. Niðurstaðan er sú að auk holls mataræðis og hreyfingar er stóra málið að vera í jafnvægi og góðu sambandi við sjálfan sig og aðra.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp