Kári: Af hverju að breyta vinningsliði? Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 7. september 2019 18:54 Kári Árnason átti náðugan dag í íslensku vörninni. Vísir/Bára „Það ætlast allir til þess að við vinnum svona leiki en það er engu að síður erfitt að vinna 3-0, það eru frábær úrslit,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason eftir sigur Íslands gegn Moldóvum í dag. „Við byrjuðum þetta illa, bara mjög illa fyrstu tíu mínúturnar. Kannski var eitthvað ryð í mönnum eða við ekki alveg tilbúnir. Þeir sýndu alveg að þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum án þess að skapa sér færi. Svo spýttum við í lófana og þetta varð miklu betra.“ Moldóvar ógnuðu íslenska liðinu í raun aldrei í leiknum og íslenska vörnin, með Kára í broddi fylkingar, réði nokkuð auðveldlega við þeirra tilraunir. „Við spiluðum mjög þéttan varnarleik. Það var í nokkur skipti sem við brjótum klaufalega á þeim. Við töluðum um það fyrir leik og í hálfleik að þeir væru líklegir í föstum leikatriðum og að við ættum ekki að brjóta á þeim þegar þeir eiga ekki séns á að ná boltanum. Það kom samt fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að skoða það,“ sagði Kári. Þetta var í þriðja sinn í undankeppninni sem íslenska liðið heldur hreinu og ljóst að varnarleikur liðsins er öflugur. „Til þess erum við hérna í vörninni, að reyna að halda hreinu og skapa usla í föstum leikatriðum. Við gerðum það svo sannarlega í dag.“ Í byrjunarliðinu í dag voru 9 af 11 sem byrjuðu flesta leiki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. „Það er nóg eftir á tankinum hjá flestum. Af hverju að breyta vinningsliði?“ Kári sagði lítið mál að skipta úr Pepsi Max-gírnum yfir í landsliðið en hann leikur sem kunnugt er með Víkingi eftir að hafa leikið erlendis í fjölmörg ár. „Þetta er allt annað dæmi, ég er búinn að spila með þessu lið í tug ára. Maður leggur sig auðvitað 100% fram í allt sem maður gerir en þetta er svolitið öðruvísi. Ég er 100% á hreinu með mitt hlutverk og hvað ég þarf að gera til að sinna mínu í þessu liði. Það hefur ekkert breyst.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Albaníu þar sem þeir eiga leik á þriðjudaginn. „Það er hörkulið og við vorum alveg í smá vandræðum með þá hér heima en náðum að vinnna 1-0. Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfitt við erfiðar aðstæður. Það verður allt undir og það gerir okkur erfitt fyrir ef við misstígum okkur, við þurfum að klára okkar leiki.“ Með sigrinum í dag er Ísland í efsta sæti riðilsins en ekki ólíklegt að það breytist í kvöld þegar Frakkar og Tyrkir hafa leikið sína leiki í umferðinni. „Fjórir sigrar og eitt tap er ekki slæmt þegar Frakkland er annars vegar. Auðvitað hefðum við getað tapað með minni mun gegn þeim en það er erfitt að fara á Stade de France og sækja eitthvað. Við verðum tilbúnir í október þegar þeir mæta, með aðeins betri leikáætlun og vonandi verða sem flestir heilir. Þá getur allt gerst.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01 Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
„Það ætlast allir til þess að við vinnum svona leiki en það er engu að síður erfitt að vinna 3-0, það eru frábær úrslit,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason eftir sigur Íslands gegn Moldóvum í dag. „Við byrjuðum þetta illa, bara mjög illa fyrstu tíu mínúturnar. Kannski var eitthvað ryð í mönnum eða við ekki alveg tilbúnir. Þeir sýndu alveg að þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum án þess að skapa sér færi. Svo spýttum við í lófana og þetta varð miklu betra.“ Moldóvar ógnuðu íslenska liðinu í raun aldrei í leiknum og íslenska vörnin, með Kára í broddi fylkingar, réði nokkuð auðveldlega við þeirra tilraunir. „Við spiluðum mjög þéttan varnarleik. Það var í nokkur skipti sem við brjótum klaufalega á þeim. Við töluðum um það fyrir leik og í hálfleik að þeir væru líklegir í föstum leikatriðum og að við ættum ekki að brjóta á þeim þegar þeir eiga ekki séns á að ná boltanum. Það kom samt fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að skoða það,“ sagði Kári. Þetta var í þriðja sinn í undankeppninni sem íslenska liðið heldur hreinu og ljóst að varnarleikur liðsins er öflugur. „Til þess erum við hérna í vörninni, að reyna að halda hreinu og skapa usla í föstum leikatriðum. Við gerðum það svo sannarlega í dag.“ Í byrjunarliðinu í dag voru 9 af 11 sem byrjuðu flesta leiki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. „Það er nóg eftir á tankinum hjá flestum. Af hverju að breyta vinningsliði?“ Kári sagði lítið mál að skipta úr Pepsi Max-gírnum yfir í landsliðið en hann leikur sem kunnugt er með Víkingi eftir að hafa leikið erlendis í fjölmörg ár. „Þetta er allt annað dæmi, ég er búinn að spila með þessu lið í tug ára. Maður leggur sig auðvitað 100% fram í allt sem maður gerir en þetta er svolitið öðruvísi. Ég er 100% á hreinu með mitt hlutverk og hvað ég þarf að gera til að sinna mínu í þessu liði. Það hefur ekkert breyst.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Albaníu þar sem þeir eiga leik á þriðjudaginn. „Það er hörkulið og við vorum alveg í smá vandræðum með þá hér heima en náðum að vinnna 1-0. Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfitt við erfiðar aðstæður. Það verður allt undir og það gerir okkur erfitt fyrir ef við misstígum okkur, við þurfum að klára okkar leiki.“ Með sigrinum í dag er Ísland í efsta sæti riðilsins en ekki ólíklegt að það breytist í kvöld þegar Frakkar og Tyrkir hafa leikið sína leiki í umferðinni. „Fjórir sigrar og eitt tap er ekki slæmt þegar Frakkland er annars vegar. Auðvitað hefðum við getað tapað með minni mun gegn þeim en það er erfitt að fara á Stade de France og sækja eitthvað. Við verðum tilbúnir í október þegar þeir mæta, með aðeins betri leikáætlun og vonandi verða sem flestir heilir. Þá getur allt gerst.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01 Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01
Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30