Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. september 2019 11:30 Atli Eðvaldsson og Ludger Kanders voru samherjar hjá Fortuna Düsseldorf. Getty/Werner OTTO Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson í stuttu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um veru þeirra hjá Uerdingen. Bierhoff sagðist harma fregnirnar af Atla og bað fyrir samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Atli féll frá í vikunni eftir áralanga baráttu við krabbamein. Leiðir Bierhoff og Atla lágu saman hjá Uerdingen þegar Bierhoff var að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Léku þeir meðal annars gegn Barcelona í útsláttarkeppni UEFA Cup veturinn 1986. Bierhoff átti eftir að sanna sig sem framherji í heimsklassa og lék með liðum á borð við Monaco og AC Milan en er þekktastur fyrir afrek sín með þýska landsliðinu. Þar lék Bierhoff 70 leiki og skoraði í þeim 37 mörk, tvö þeirra í úrslitaleik Evrópumótsins 1996 sem tryggðu Þýskalandi sigurinn. „Ég kynntist Atla fyrst þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem atvinnumaður og naut þeirra forréttinda að vera liðsfélagi hans tvö tímabil. Hann var ástríðufullur leikmaður sem tók leikinn mjög alvarlega, fyrirmynd í háttvísi og heiðarleika og hreint út sagt frábær manneskja að umgangast,“ sagði Bierhoff og hélt áfram: „Ég man sérstaklega vel eftir því hvernig hann tók á móti mér sem nýliða. Hann tók mig undir sinn verndarvæng og sá til þess að ég fengi góðan stuðning. Að hann sé fallinn frá langt um aldur fram er óvænt og sorglegt að heyra. Mínar bestu kveðjur til fjölskyldu hans og aðstandenda á þessum erfiðu tímum.“ Birtist í Fréttablaðinu Þýski boltinn Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00 Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Sjá meira
Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson í stuttu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um veru þeirra hjá Uerdingen. Bierhoff sagðist harma fregnirnar af Atla og bað fyrir samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Atli féll frá í vikunni eftir áralanga baráttu við krabbamein. Leiðir Bierhoff og Atla lágu saman hjá Uerdingen þegar Bierhoff var að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Léku þeir meðal annars gegn Barcelona í útsláttarkeppni UEFA Cup veturinn 1986. Bierhoff átti eftir að sanna sig sem framherji í heimsklassa og lék með liðum á borð við Monaco og AC Milan en er þekktastur fyrir afrek sín með þýska landsliðinu. Þar lék Bierhoff 70 leiki og skoraði í þeim 37 mörk, tvö þeirra í úrslitaleik Evrópumótsins 1996 sem tryggðu Þýskalandi sigurinn. „Ég kynntist Atla fyrst þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem atvinnumaður og naut þeirra forréttinda að vera liðsfélagi hans tvö tímabil. Hann var ástríðufullur leikmaður sem tók leikinn mjög alvarlega, fyrirmynd í háttvísi og heiðarleika og hreint út sagt frábær manneskja að umgangast,“ sagði Bierhoff og hélt áfram: „Ég man sérstaklega vel eftir því hvernig hann tók á móti mér sem nýliða. Hann tók mig undir sinn verndarvæng og sá til þess að ég fengi góðan stuðning. Að hann sé fallinn frá langt um aldur fram er óvænt og sorglegt að heyra. Mínar bestu kveðjur til fjölskyldu hans og aðstandenda á þessum erfiðu tímum.“
Birtist í Fréttablaðinu Þýski boltinn Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00 Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Sjá meira
Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00
Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30
Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14
Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17