Kortlagði undarlega tíma Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 18. september 2019 08:15 Það er hægt að nálgast tónlist Marteins á öllum helstu streymisveitunum og á vínylplötu. Fréttablaðið/Valli Í dag kemur úr plata heimspekingsins, tónlistar- og útvarpsmannsins Marteins Sindra Jónssonar, Atlas. Hún hefur verið í meira en hálfan áratug í smíðum. Marteinn fór að leita í annars konar tónsmíði en hann hafði vanist áður þegar hann rakst á nokkurs konar andlegan vegg þegar hann var í námi í Þýskalandi. Útkoman var svo nýja platan, en henni fylgir Marteinn eftir með útgáfutónleikum í Iðnó í kvöld.Hálfan áratug í smíðum „Platan hefur verið mjög lengi í smíðum. Gerð hennar hófst þegar ég rakst á nokkurs konar andlegan vegg, platan sprettur í raun upp úr því. Ég var í námi úti í Berlín þar sem ég var að læra heimspeki,“ segir Marteinn Sindri. Á sama tíma starfaði hann á klíník þar sem hann vann með sjúklingum með langvinna sjúkdóma. „Ég starfaði á sálfræðideildinni, og það hafði mjög mikil áhrif á mig. Þetta var fólk sem var með flókna samþætta líkamlega og andlega sjúkdóma.“ Marteinn stóð sjálfur á ákveðnum krossgötum í eigin lífi, hann var ekki viss hvað tæki við eftir námið og upplifði einhvers konar flóttaleið í tónsmíðunum. „Ég sat dögunum saman í litla herberginu mínu með lítinn kassagítar og samdi lög og söng,“ segir Marteinn en hann er píanóleikari að upplagi og því má segja að það hafi verið hliðarspor fyrir hann að grípa í gítar og byrja að syngja við lögin.Lagasmíðar helltust yfir hann „Það var einhvern haustdag í Berlín að það breytist allt í einu hvernig ég syng eigin lög. Ég var byrjaður allt í einu að syngja mína eigin músík sem ég hafði aldrei gert áður. Megnið af lögunum er samið á þessum tíma.“ Hann líkir upplifuninni við lagasmíðarnar, að þær hafi nánast hellst yfir hann eins og brotsjór. „Ég tók mér tímabundið leyfi frá námi. Það kom rosalega mikið af efni til mín og ég samdi mikinn fjölda laga. Bæði á íslensku og ensku. Ári síðar leið mér eins og að ég væri kominn með það efni sem ég þyrfti að koma frá mér,“ segir Marteinn, en hann hefur í gegnum tíðina verið í hljómsveitum og kórum, en segist ekki fyrr en á þessum tímapunkti hafa þorað að taka skrefið og koma fram einn með eigið efni. „Það var stór áfangi fyrir mig þá um haustið að spila og koma fram einn. Frekar snemma í ferlinu fer ég að vinna með Daníel Friðrik sem var sjálfur í námi í Berlín að læra djass á gítar á sama tíma og ég var úti. Hann fer að pæla í þessu með mér og upp frá því vex góð vinátta líka, en við vorum kunningjar fyrir.“Túlkunarfrelsi hlustandans „Við förum því í ferlið smám saman, að taka eitthvað mjög persónulegt sem fæðist og vex í mjög skrýtnum aðstæðum. Þar sem maður var mikið einn og veit ekki alveg hvert maður er að fara eða stefna. Svo byrjum við að byggja utan á þessi einföldu lög sem voru samin bara á lítinn kassagítar.“ Hann segir þá hafa byrjað að byggja utan á verkið og það tekið breytast. Afraksturinn er Atlas, sem er vísun í kortagerðina og að vera smá týndur. „Kortið er vísun í hvernig fólk finnur sér einhverja leið út eðaflóttaleið frá raunveruleikanum stundum. Textarnir eru margir óræðir, draumkenndir og ljóðrænir þannig að hlustandinn hefur skáldaleyfi og túlkunarfrelsi á þeim.“ Vínylútgáfa Atlasar kemur út í dag og verður til sölu á útgáfutónleikunum í kvöld í Iðnó. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00, miðar eru seldir við innganginn og á tix.is. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Í dag kemur úr plata heimspekingsins, tónlistar- og útvarpsmannsins Marteins Sindra Jónssonar, Atlas. Hún hefur verið í meira en hálfan áratug í smíðum. Marteinn fór að leita í annars konar tónsmíði en hann hafði vanist áður þegar hann rakst á nokkurs konar andlegan vegg þegar hann var í námi í Þýskalandi. Útkoman var svo nýja platan, en henni fylgir Marteinn eftir með útgáfutónleikum í Iðnó í kvöld.Hálfan áratug í smíðum „Platan hefur verið mjög lengi í smíðum. Gerð hennar hófst þegar ég rakst á nokkurs konar andlegan vegg, platan sprettur í raun upp úr því. Ég var í námi úti í Berlín þar sem ég var að læra heimspeki,“ segir Marteinn Sindri. Á sama tíma starfaði hann á klíník þar sem hann vann með sjúklingum með langvinna sjúkdóma. „Ég starfaði á sálfræðideildinni, og það hafði mjög mikil áhrif á mig. Þetta var fólk sem var með flókna samþætta líkamlega og andlega sjúkdóma.“ Marteinn stóð sjálfur á ákveðnum krossgötum í eigin lífi, hann var ekki viss hvað tæki við eftir námið og upplifði einhvers konar flóttaleið í tónsmíðunum. „Ég sat dögunum saman í litla herberginu mínu með lítinn kassagítar og samdi lög og söng,“ segir Marteinn en hann er píanóleikari að upplagi og því má segja að það hafi verið hliðarspor fyrir hann að grípa í gítar og byrja að syngja við lögin.Lagasmíðar helltust yfir hann „Það var einhvern haustdag í Berlín að það breytist allt í einu hvernig ég syng eigin lög. Ég var byrjaður allt í einu að syngja mína eigin músík sem ég hafði aldrei gert áður. Megnið af lögunum er samið á þessum tíma.“ Hann líkir upplifuninni við lagasmíðarnar, að þær hafi nánast hellst yfir hann eins og brotsjór. „Ég tók mér tímabundið leyfi frá námi. Það kom rosalega mikið af efni til mín og ég samdi mikinn fjölda laga. Bæði á íslensku og ensku. Ári síðar leið mér eins og að ég væri kominn með það efni sem ég þyrfti að koma frá mér,“ segir Marteinn, en hann hefur í gegnum tíðina verið í hljómsveitum og kórum, en segist ekki fyrr en á þessum tímapunkti hafa þorað að taka skrefið og koma fram einn með eigið efni. „Það var stór áfangi fyrir mig þá um haustið að spila og koma fram einn. Frekar snemma í ferlinu fer ég að vinna með Daníel Friðrik sem var sjálfur í námi í Berlín að læra djass á gítar á sama tíma og ég var úti. Hann fer að pæla í þessu með mér og upp frá því vex góð vinátta líka, en við vorum kunningjar fyrir.“Túlkunarfrelsi hlustandans „Við förum því í ferlið smám saman, að taka eitthvað mjög persónulegt sem fæðist og vex í mjög skrýtnum aðstæðum. Þar sem maður var mikið einn og veit ekki alveg hvert maður er að fara eða stefna. Svo byrjum við að byggja utan á þessi einföldu lög sem voru samin bara á lítinn kassagítar.“ Hann segir þá hafa byrjað að byggja utan á verkið og það tekið breytast. Afraksturinn er Atlas, sem er vísun í kortagerðina og að vera smá týndur. „Kortið er vísun í hvernig fólk finnur sér einhverja leið út eðaflóttaleið frá raunveruleikanum stundum. Textarnir eru margir óræðir, draumkenndir og ljóðrænir þannig að hlustandinn hefur skáldaleyfi og túlkunarfrelsi á þeim.“ Vínylútgáfa Atlasar kemur út í dag og verður til sölu á útgáfutónleikunum í kvöld í Iðnó. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00, miðar eru seldir við innganginn og á tix.is.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira