Guðmundur Helgi: Er alltaf bjartsýnn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2019 16:12 Guðmundur Helgi og strákarnir hans eru enn án stiga í Olís-deildinni. vísir/bára Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var nokkuð brattur þrátt fyrir fjögurra marka tap fyrir ÍBV, 23-27, í 2. umferð Olís-deildar karla í dag. „Ég er sáttur með að við spiluðum betur en í síðasta leik. Við gáfum einu besta liði Íslands hörkuleik. Mér fannst brottvísanirnar sem Toggi fékk ódýrar og það setti strik í reikninginn en allir hinir stóðu sig þokkalega,“ sagði Guðmundur og vísaði til þess að Þorgrímur Smári Ólafsson fékk þrjár tveggja mínútna brottvísanir í fyrri hálfleik. Hann lék því ekkert í þeim seinni og munaði um minna. Fram skoraði bara 14 mörk gegn Val í 1. umferðinni en sóknarleikurinn var mun betri í dag. Framarar spiluðu með sjö í sókn allan tímann. „Við vorum búnir að ákveða þetta fyrir löngu og náðum loks að æfa þetta í vikunni. Þetta virkaði ágætlega og við ætluðum að koma þeim á óvart. Svo er aldrei að vita hvað maður gerir næst,“ sagði Guðmundur. „Við þurftum að fara þessa leið gegn þessari vörn og þetta gekk upp í 45-50 mínútur. En við töpuðum boltanum of oft og þurfum að æfa þetta betur.“ Guðmundur var þokkalega sáttur með vörnina en vildi fá fleiri varða bolta. „Okkur vantaði bara markvörslu í fyrri hálfleik. Lalli [Lárus Helgi Ólafsson] byrjaði ágætlega en datt svo niður á meðan Bjössi [Björn Viðar Björnsson] lokaði hjá þeim og varði helling í fyrri hálfleik,“ sagði Guðmundur. Næsti leikur Fram er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum eftir viku. „Ég er alltaf bjartsýnn. Við höldum áfram, förum í hvern leik til að vinna og höfum gaman að þessu. Vonandi skilar það stigum,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fram - ÍBV 23-27 | Eyjamenn með fullt hús stiga ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina og vann Fram. 15. september 2019 16:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var nokkuð brattur þrátt fyrir fjögurra marka tap fyrir ÍBV, 23-27, í 2. umferð Olís-deildar karla í dag. „Ég er sáttur með að við spiluðum betur en í síðasta leik. Við gáfum einu besta liði Íslands hörkuleik. Mér fannst brottvísanirnar sem Toggi fékk ódýrar og það setti strik í reikninginn en allir hinir stóðu sig þokkalega,“ sagði Guðmundur og vísaði til þess að Þorgrímur Smári Ólafsson fékk þrjár tveggja mínútna brottvísanir í fyrri hálfleik. Hann lék því ekkert í þeim seinni og munaði um minna. Fram skoraði bara 14 mörk gegn Val í 1. umferðinni en sóknarleikurinn var mun betri í dag. Framarar spiluðu með sjö í sókn allan tímann. „Við vorum búnir að ákveða þetta fyrir löngu og náðum loks að æfa þetta í vikunni. Þetta virkaði ágætlega og við ætluðum að koma þeim á óvart. Svo er aldrei að vita hvað maður gerir næst,“ sagði Guðmundur. „Við þurftum að fara þessa leið gegn þessari vörn og þetta gekk upp í 45-50 mínútur. En við töpuðum boltanum of oft og þurfum að æfa þetta betur.“ Guðmundur var þokkalega sáttur með vörnina en vildi fá fleiri varða bolta. „Okkur vantaði bara markvörslu í fyrri hálfleik. Lalli [Lárus Helgi Ólafsson] byrjaði ágætlega en datt svo niður á meðan Bjössi [Björn Viðar Björnsson] lokaði hjá þeim og varði helling í fyrri hálfleik,“ sagði Guðmundur. Næsti leikur Fram er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum eftir viku. „Ég er alltaf bjartsýnn. Við höldum áfram, förum í hvern leik til að vinna og höfum gaman að þessu. Vonandi skilar það stigum,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fram - ÍBV 23-27 | Eyjamenn með fullt hús stiga ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina og vann Fram. 15. september 2019 16:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Umfjöllun: Fram - ÍBV 23-27 | Eyjamenn með fullt hús stiga ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina og vann Fram. 15. september 2019 16:15