Breytt umhverfismat Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. september 2019 07:00 Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins. Með mati á umhverfisáhrifum fer fram mikilvæg greining á áhrifum framkvæmda á umhverfi og samfélag. Gert er ráð fyrir aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila en með því að tryggja virka aðkomu þeirra ætti að geta skapast meiri sátt um framkvæmdir, þó sumar verði alltaf umdeildar. Þessi aðkoma er einnig í samræmi við Árósasamninginn. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur nú verið unnin sérstök aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og hef ég m.a. falið Skipulagsstofnun að meta áhrif þátttöku almennings og félagasamtaka á ákvarðanatöku í skipulags- og framkvæmdaverkefnum hér á landi. Einnig hef ég falið stofnuninni að móta, þróa og gera tillögu að verklagi sem tryggir þátttöku almennings og félagasamtaka snemma í ferli ákvarðanatöku, bæði á skipulags- og framkvæmdastigi. Heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir. Núgildandi lög eru að meginstefnu til frá árinu 2000 og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Ráðuneytið lét vinna samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaríkja um mat á umhverfisáhrifum og sú greining mun nýtast starfshópnum sem skipaður var við endurskoðun laganna. Heildarendurskoðuninni er ætlað að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins. Einnig þarf að skoða önnur lög, m.a. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana auk sérlöggjafar um leyfisskylda starfsemi. Með því að samþætta þá ferla sem framangreind lög tilgreina vona ég að hægt verði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum. Ég vonast einnig til að meiri sátt muni nást um það mikilvæga ferli sem mat á umhverfisáhrifum er og bæði náttúru- og umhverfisvernd eflist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins. Með mati á umhverfisáhrifum fer fram mikilvæg greining á áhrifum framkvæmda á umhverfi og samfélag. Gert er ráð fyrir aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila en með því að tryggja virka aðkomu þeirra ætti að geta skapast meiri sátt um framkvæmdir, þó sumar verði alltaf umdeildar. Þessi aðkoma er einnig í samræmi við Árósasamninginn. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur nú verið unnin sérstök aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og hef ég m.a. falið Skipulagsstofnun að meta áhrif þátttöku almennings og félagasamtaka á ákvarðanatöku í skipulags- og framkvæmdaverkefnum hér á landi. Einnig hef ég falið stofnuninni að móta, þróa og gera tillögu að verklagi sem tryggir þátttöku almennings og félagasamtaka snemma í ferli ákvarðanatöku, bæði á skipulags- og framkvæmdastigi. Heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir. Núgildandi lög eru að meginstefnu til frá árinu 2000 og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Ráðuneytið lét vinna samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaríkja um mat á umhverfisáhrifum og sú greining mun nýtast starfshópnum sem skipaður var við endurskoðun laganna. Heildarendurskoðuninni er ætlað að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins. Einnig þarf að skoða önnur lög, m.a. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana auk sérlöggjafar um leyfisskylda starfsemi. Með því að samþætta þá ferla sem framangreind lög tilgreina vona ég að hægt verði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum. Ég vonast einnig til að meiri sátt muni nást um það mikilvæga ferli sem mat á umhverfisáhrifum er og bæði náttúru- og umhverfisvernd eflist.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar