Skólatöskugrafreitur fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna Heimsljós kynnir 11. september 2019 16:15 Unicef „Þessar myndir láta engan ósnortinn og sýna svo ekki verður um villst að gera þarf meira til að vernda börnin. Börn eiga aldrei sök á stríði,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stilltu upp í vikunni, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York, 3.758 skólatöskum sem litu út eins og legsteinar. Hver taska táknaði eitt barn sem lést á átakasvæðum á síðasta ári. Með þessum táknræna skólatöskugrafreit sendir UNICEF skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga sem sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á næstunni, nú þegar skólar eru víða nýhafnir eða að hefjast. Samkvæmt frétt UNICEF fer enginn bakpokanna til spillis því þeim verður síðan komið áfram til barna til að styðja við menntun þeirra.„Bakpokar UNICEF hafa alltaf verið tákn um von og möguleika æskunnar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Eftir hálfan mánuð munu þjóðarleiðtogar koma hér saman á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Þessi sýning ætti að minna þá á hvað er í húfi.“Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna á stríðssvæðum létu tólf þúsund börn lífið eða slösuðust alvarlega á átakasvæðum í fyrra. Þau hafa aldrei verið fleiri frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu að fylgjast með og greina frá þessum alvarlegu brotum. UNICEF segir að þetta séu aðeins staðfestu tilfellin, rauntölur séu að líkindum miklu hærri.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent
„Þessar myndir láta engan ósnortinn og sýna svo ekki verður um villst að gera þarf meira til að vernda börnin. Börn eiga aldrei sök á stríði,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stilltu upp í vikunni, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York, 3.758 skólatöskum sem litu út eins og legsteinar. Hver taska táknaði eitt barn sem lést á átakasvæðum á síðasta ári. Með þessum táknræna skólatöskugrafreit sendir UNICEF skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga sem sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á næstunni, nú þegar skólar eru víða nýhafnir eða að hefjast. Samkvæmt frétt UNICEF fer enginn bakpokanna til spillis því þeim verður síðan komið áfram til barna til að styðja við menntun þeirra.„Bakpokar UNICEF hafa alltaf verið tákn um von og möguleika æskunnar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Eftir hálfan mánuð munu þjóðarleiðtogar koma hér saman á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Þessi sýning ætti að minna þá á hvað er í húfi.“Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna á stríðssvæðum létu tólf þúsund börn lífið eða slösuðust alvarlega á átakasvæðum í fyrra. Þau hafa aldrei verið fleiri frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu að fylgjast með og greina frá þessum alvarlegu brotum. UNICEF segir að þetta séu aðeins staðfestu tilfellin, rauntölur séu að líkindum miklu hærri.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent