Herra Hnetusmjör um dóp í rappi: Maður fegrar þetta svo mikið undir áhrifum Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 15:00 Árni Már, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var einn af viðmælendum í þættinum Óminni á Stöð 2 í gær. Annar þáttur Óminnis fór í loftið í gærkvöldi en þar var meðal annars rætt við ungt fólk sem hafði verið í neyslu og einnig við rapparann Herra Hnetusmjör sem hefur talað opinskátt um það að hafa verið í neyslu. Rapparinn er edrú í dag og hefur verið í töluverðan tíma. Fjallað var um texta í íslenskum rapplögum en stundum er talað um fíkniefni í vinsælustu lögum landsins. „Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.Vilja vera eins og rappararnir „Rapparar á Íslandi tala ógeðslega mikið um þetta, ekki bara bandarískir rapparar. Poppa eina pillu og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur og fólk verður bara ógeðslega forvitið og vill vera eins og rappararnir,“ segir ung kona sem kom ekki fram undir nafni í þættinum. „Tónlistin er vinsælasta afþreyingarefnið í heiminum. Það er þannig með rappið að það er svona „keep it real“ regla í rappi. Ekki eins og með poppsöngvara sem eru oft að búa til litla stuttmynd með lagi. Rappið er þannig að þú rappar um það sem þú ert að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í þættinum. „Þetta er svo mikil tjáning. Snoop Dogg rappar um gras af því að hann reykir gras alla daga. Það er bara hans raunveruleiki og það er tjáningin hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar verið er að fordæma íslenska rappara að spilla börnunum en þetta er bara tjáning.“ „Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“ Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir rúmlega viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eru þeir fjármagnaðir af styrktarsjóðnum Hringfarinn. Í þeim er leitast við að veita innsýn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fíkn Óminni Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Annar þáttur Óminnis fór í loftið í gærkvöldi en þar var meðal annars rætt við ungt fólk sem hafði verið í neyslu og einnig við rapparann Herra Hnetusmjör sem hefur talað opinskátt um það að hafa verið í neyslu. Rapparinn er edrú í dag og hefur verið í töluverðan tíma. Fjallað var um texta í íslenskum rapplögum en stundum er talað um fíkniefni í vinsælustu lögum landsins. „Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.Vilja vera eins og rappararnir „Rapparar á Íslandi tala ógeðslega mikið um þetta, ekki bara bandarískir rapparar. Poppa eina pillu og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur og fólk verður bara ógeðslega forvitið og vill vera eins og rappararnir,“ segir ung kona sem kom ekki fram undir nafni í þættinum. „Tónlistin er vinsælasta afþreyingarefnið í heiminum. Það er þannig með rappið að það er svona „keep it real“ regla í rappi. Ekki eins og með poppsöngvara sem eru oft að búa til litla stuttmynd með lagi. Rappið er þannig að þú rappar um það sem þú ert að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í þættinum. „Þetta er svo mikil tjáning. Snoop Dogg rappar um gras af því að hann reykir gras alla daga. Það er bara hans raunveruleiki og það er tjáningin hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar verið er að fordæma íslenska rappara að spilla börnunum en þetta er bara tjáning.“ „Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“ Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir rúmlega viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eru þeir fjármagnaðir af styrktarsjóðnum Hringfarinn. Í þeim er leitast við að veita innsýn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum.
Fíkn Óminni Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira