Strákarnir okkar mega ekki misstíga sig í Elbasan Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2019 16:00 Ragnar Sigurðsson leikur í dag sinn 90. leik fyrir Ísland. Nordicphotos/Getty Íslenska karlalandsliðið mætir Albaníu ytra í sjöttu umferð H-riðils í undankeppni Evrópumótsins 2020 klukkan 18:45 í dag. Ísland á í harðri baráttu við ríkjandi heimsmeistara Frakklands og Tyrklands um eitt af efstu tveimur sætunum sem veita þátttökurétt á EM næsta sumar og mega strákarnir okkar því ekki við því að misstíga sig. Þetta verður í sjöunda skiptið sem þjóðirnar mætast, fjórum sinnum hefur Ísland unnið en Albanir hafa unnið tvo. Leikurinn fer fram í Elbasan, þriðju stærstu borg Albaníu, 45 mínútum frá höfuðborginni Tirana þar sem Ísland dvelur í aðdraganda leiksins. Ísland hefur unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna með núverandi gullkynslóð íslenska landsliðsins. Gera má ráð fyrir að átta leikmenn sem byrjuðu leikinn í 2-1 sigri Íslands árið 2012 byrji leikinn í kvöld en í þeim leik skoruðu Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason mörk Íslands. Stutt er síðan liðin mættust á Laugardalsvelli í sumar þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands en í síðustu fimm leikjum liðanna hefur eitt mark skilið liðin að. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sagðist á blaðamannafundi íslenska liðsins eiga von á erfiðum leik í kvöld. „Við erum bara að horfa á þennan leik og við eigum von á erfiðum leik gegn særðu liði Albaníu eftir skellinn sem þeir fengu í Frakklandi. Yfirleitt munar litlu á þessum liðum þegar þau mætast, mikið um baráttu og einvígi inn á vellinum. Við megum ekki missa einbeitinguna í leiknum því Albanir mæta klárir til leiks,“ sagði Aron Einar og tók Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins í sama streng og fyrirliðinn. „Við ætlum okkur á EM og þetta er mjög mikilvægur leikur í þeirri vegferð. Við berum mikla virðingu fyrir liði Albana en vitum þurfum að ná góðum úrslitum hérna gegn liði sem hefur verið sterkt undanfarin ár og voru óheppnir að fá ekkert úr leiknum gegn Tyrklandi á heimavelli. Þeir munu selja sig dýrt á heimavelli fyrir framan þjóð sína til að taka stigin þrjú.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Albaníu ytra í sjöttu umferð H-riðils í undankeppni Evrópumótsins 2020 klukkan 18:45 í dag. Ísland á í harðri baráttu við ríkjandi heimsmeistara Frakklands og Tyrklands um eitt af efstu tveimur sætunum sem veita þátttökurétt á EM næsta sumar og mega strákarnir okkar því ekki við því að misstíga sig. Þetta verður í sjöunda skiptið sem þjóðirnar mætast, fjórum sinnum hefur Ísland unnið en Albanir hafa unnið tvo. Leikurinn fer fram í Elbasan, þriðju stærstu borg Albaníu, 45 mínútum frá höfuðborginni Tirana þar sem Ísland dvelur í aðdraganda leiksins. Ísland hefur unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna með núverandi gullkynslóð íslenska landsliðsins. Gera má ráð fyrir að átta leikmenn sem byrjuðu leikinn í 2-1 sigri Íslands árið 2012 byrji leikinn í kvöld en í þeim leik skoruðu Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason mörk Íslands. Stutt er síðan liðin mættust á Laugardalsvelli í sumar þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands en í síðustu fimm leikjum liðanna hefur eitt mark skilið liðin að. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sagðist á blaðamannafundi íslenska liðsins eiga von á erfiðum leik í kvöld. „Við erum bara að horfa á þennan leik og við eigum von á erfiðum leik gegn særðu liði Albaníu eftir skellinn sem þeir fengu í Frakklandi. Yfirleitt munar litlu á þessum liðum þegar þau mætast, mikið um baráttu og einvígi inn á vellinum. Við megum ekki missa einbeitinguna í leiknum því Albanir mæta klárir til leiks,“ sagði Aron Einar og tók Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins í sama streng og fyrirliðinn. „Við ætlum okkur á EM og þetta er mjög mikilvægur leikur í þeirri vegferð. Við berum mikla virðingu fyrir liði Albana en vitum þurfum að ná góðum úrslitum hérna gegn liði sem hefur verið sterkt undanfarin ár og voru óheppnir að fá ekkert úr leiknum gegn Tyrklandi á heimavelli. Þeir munu selja sig dýrt á heimavelli fyrir framan þjóð sína til að taka stigin þrjú.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn