Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 26. september 2019 11:08 Eystri Rangá er aflahæst ánna í sumar. Mynd: ranga.is Það sígur að lokum á þessu einkennilega laxveiðisumri og lokatölur úr fleiri ám eru að berast. Á vefnum www.angling.is sem er vefur Landssambands Veiðifélaga eru uppfærðar tölur vikulega úr ánum og það getur verið mjög gaman að fylgjast með gangi mála þar yfir veiðitímann. Það var ekki alveg þannig í sumar, í það minnsta í fæstum ánum. Eystri Rangá er sem fyrr aflahæst með 2.899 og nokkuð ljóst að það kemst engin á að henni og ennþá rúmar þrjár vikur eftir af veiðitímanum þar á bæ. Staðan er meira að segja þannig að þetta er eina áin sem fer yfir 2.000 laxa og það er eiginlega með öllu óhugsandi að einhver á fari yfir þann múr, sú saga er búin. Miðfjarðará er hæst af náttúrulegu ánum og sú næsta á listanum með 1.606 laxa sem er um 1.100 löxum minna en í fyrra en ágæt veiði engu að síður. Hún var eins og margar ár þjáð af vatnsleysi í sumar. Ytri Rangá er með 1.592 laxa sem er slakasta veiðin í henni lengi en hún hefur aldrei farið undir 3.000 laxa síðan 2006. Selá er fjórða áin á listanum með 1.484 laxa en hún átti sannarlega gott ár. Þverá og Kjarrá eru síðan í fimmta sæti með 1.132 laxa sem er um 1.300 löxum minna en í fyrra. Listinn í heild sinni er á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði
Það sígur að lokum á þessu einkennilega laxveiðisumri og lokatölur úr fleiri ám eru að berast. Á vefnum www.angling.is sem er vefur Landssambands Veiðifélaga eru uppfærðar tölur vikulega úr ánum og það getur verið mjög gaman að fylgjast með gangi mála þar yfir veiðitímann. Það var ekki alveg þannig í sumar, í það minnsta í fæstum ánum. Eystri Rangá er sem fyrr aflahæst með 2.899 og nokkuð ljóst að það kemst engin á að henni og ennþá rúmar þrjár vikur eftir af veiðitímanum þar á bæ. Staðan er meira að segja þannig að þetta er eina áin sem fer yfir 2.000 laxa og það er eiginlega með öllu óhugsandi að einhver á fari yfir þann múr, sú saga er búin. Miðfjarðará er hæst af náttúrulegu ánum og sú næsta á listanum með 1.606 laxa sem er um 1.100 löxum minna en í fyrra en ágæt veiði engu að síður. Hún var eins og margar ár þjáð af vatnsleysi í sumar. Ytri Rangá er með 1.592 laxa sem er slakasta veiðin í henni lengi en hún hefur aldrei farið undir 3.000 laxa síðan 2006. Selá er fjórða áin á listanum með 1.484 laxa en hún átti sannarlega gott ár. Þverá og Kjarrá eru síðan í fimmta sæti með 1.132 laxa sem er um 1.300 löxum minna en í fyrra. Listinn í heild sinni er á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði